Fréttablaðið - 24.01.2023, Qupperneq 27
Gagnrýnandi segir leikarana baða sig í sviðsljósinu í Hvað sem þið viljið en ekki sé hægt að hengja heila sýningu á leikaraskap. Mynd/Aðsend
Hvað sem þið viljið er ný aðlögun á
verki Shakespeares. Mynd/Aðsend
Leikhús
Hvað sem þið viljið
eftir William shakespeare
Þjóðleikhúsið
Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson
Leikgerð: Ágústa Skúladóttir og
Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson,
Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur
Ólafsson, Hilmar Guðjónsson,
Katrín Halldóra Sigurðardóttir,
Kristjana Stefánsdóttir, Sigurður
Sigurjónsson, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir og Þórey
Birgisdóttir
Leikmynd og búningar: Þórunn
María Jónsdóttir
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlist og tónlistarstjórnun:
Kristjana Stefánsdóttir
Hljóðhönnun: Brett Smith
Myndbandshönnun: Ásta Jónína
Arnardóttir
Sigríður Jónsdóttir
Í Arden-skógi getur allt gerst; kyn,
kynhneigð og kynhlutverk eru fljót-
andi, ástin svífur yfir vötnum og
söngvarnir af vörum. Líkt og önnur
leikrit skáldsins þá er Hvað sem þið
viljið mjög teygjanlegt í túlkun og
ævintýrin ótæmandi. Þessi gaman-
leikur eftir William Shakespeare
ratar á svið Þjóðleikhússins í þriðja
sinn, nú í leikstjórn Ágústu Skúla-
dóttur, en um þessar mundir má sjá
tvö leikrita skáldsins í leikhúsum
Reykjavíkur.
Margir kannast kannski við
leikritið undir heitinu Sem yður
þóknast en Karl Ágúst Úlfsson
snýr titlinum og textanum öllum
á nútímalegra mál og úr verður
Hvað sem þið viljið. Karl Ágúst er
með liprari orðasmiðum landsins
og þýðingin ber þess merki. Hann
tekur Shakespeare ekki of hátíð-
lega heldur skreytir textann með
slanguryrðum og spaugi. Meira að
segja laumar hann inn enska orða-
sambandinu „low-key“ sem kætti
mannskapinn, enda vinsælt slangur
hjá yngri kynslóðinni.
Hvorki fugl né fiskur
Söguþráðurinn er samsuða af fjöl-
skylduerjum, dulargervum og
heimspekilegum þönkum um
ástina. Hefðarfólkið Orlandó og
Rósalind fella hugi saman við fyrstu
sýn en margt stendur í vegi fyrir að
þetta unga fólk fái að elskast. Rósa-
lind hefur stundum verið kölluð
ein eftirminnilegasta kvenpersóna
skáldsins. Hún lætur ekki vaða yfir
sig, tekur málin í sínar hendur og
ögrar umhverfi sínu. Katrín Hall-
dóra er mjög fær gamanleikkona en
Rósalind skortir dýpt og breiðari
tilfinningaskala. Almar Blær leikur
Orlandó og skemmtilegt er að sjá
hann spreyta sig á Shakespeare,
enda spennandi leikaraefni. Hann
er léttur í lund en lin framkoma
Orlandó verður til þess að hann er
utanvelta í sýningunni, hvorki fugl
né fiskur. Þessi óræðni og afstöðu-
leysi einkenna nánast allar per-
sónur leiksins.
Gott dæmi er Selja, nánasta vin-
kona Rósalindar sem Þórey leikur af
þrótti. Hún er tvístígandi gagnvart
bestu vinkonu sinni, óviss um hvort
tilfinningar sínar spretti af vináttu
eða rómantískri ást. Spurningunni
er aldrei almennilega svarað og er
Selja þannig fúllynd táningsstelpa
frekar en ung kona á tímamótum.
Prófstein leikur Hallgrímur af af-
slöppun og húmor, enda hlutverkið
eins og skrifað fyrir hann. Atriði
hans og Kristjönu í hlutverki Öddu
eru kostuleg en Kristjana syngur
sömuleiðis afar vel.
Leikarar í stuði
Guðjón Davíð, Hilmar, Sigurður
Sigurjónsson og Steinunn Ólína
skipta á milli sér heilum haug af
persónum og eru í miklu stuði. Litla
augnablikið þegar Friðrik hertogi
paufast við að príla af hásæti sínu
undirstrikar náðargáfu Sigurðar.
Steinunn Ólína fangar tilfinninga-
rússíbana þeirra samfélagslega van-
hæfu og skotnu af sinni einstöku
snilli, textaf lutningur hennar er
sömuleiðis frábær. Guðjón Davíð
er í essinu sínu og fær að sleppa sér
lausum í fíf lalátunum. Hilmar er á
miklu flugi þessa dagana og mætir
á svið með krafti, tekur sjálfan sig
ekki alvarlega og mjólkar hverja
setningu, senuþjófur.
Allt er þetta gott og vel, leikararn-
ir gera ágætlega og leysa sitt hlut-
verk með látalátum en litlu er bætt
við og heildarmyndin losaraleg.
Ágústa setur grínið í forgrunninn
og pólitíkin er þannig skilin eftir
við vegkantinn. Leikararnir standa
til hliðar við söguna frekar en að
sökkva sér í hana. Hið sama má
segja um listræna umgjörð sýning-
arinnar. Leikmynd Þórunnar Maríu
skortir líf og búningarnir eru of
fyrirferðarmiklir. Karlmannsgervi
Rósalindar er mitt á milli hobbita
og skóladrengs, hvorugt er sérstak-
lega heillandi. Myndbandshönnun
Ástu Jónínu líður yfir bakvegginn
og fram hjá skilningarvitunum.
Afstöðulaus sýning
Tónlist Kristjönu kveikir undir
sýningunni, þar spilar texti Karls
stórt hlutverk sem og frammistaða
leikaranna. Frumsamda tónlistin
er snotur og vel samin, en hljóð-
heimurinn dalar þegar leitað er í
aðrar lagasmíðar. Notuð eru stef
úr nokkrum Bítlalögum sem eru
hljómþýð og kunnugleg en afskap-
lega klisjukennd lausn og stingur í
stúf við hljóðheiminn.
Í Arden-skóginum má finna kyn-
lega kvisti en hvar eru kvárin, kyn-
uslinn og kaosið? Afstöðuleysi verð-
ur sýningunni til trafala þrátt fyrir
frjálslega og lifandi þýðingu. Þeir
góðu eru góðir, þeir vondu vondir og
allt fer vel að lokum. Aukaleikararn-
ir baða sig í sviðsljósinu enda hæfi-
leikafólk en ekki er hægt að hengja
heila sýningu á leikaraskap. n
Niðurstaða: Milt og saklaust
glens en kynjaverurnar eru týndar
í skóginum.
Kynlegri kvistir óskast
Yfir vötnum þessara
smásagna svífur grun-
ur um merkingarleysi
nútímans.
Bækur
Svefngríman
Örvar smárason
Fjöldi síðna: 156
Útgefandi: Angústúra
Kristján Jóhann Jónsson
Þetta smásagnasafn er ekki aldæla.
Samfélagsgagnrýni er hörð og
aðferð furðusögunnar er beitt af
útsjónarsemi til þess að af hjúpa
bjánagang í mannlífinu.
„Svefngríman“, fyrsta sagan í
safninu, segir á hófstilltan hátt
frá Guðbjörgu f lugstjóra, sem fær
kaffibolla á meðan hún bíður eftir
heimsendi sem staðfest er að sé
á leiðinni. Nafnið „Guðbjörg“ er
varla tilviljun og starfið ekki heldur.
Heimsbjörgun af himnum ofan er
ekki líkleg framvinda í veraldar-
málunum. Sagan „Sprettur“ segir
frá manni sem stríðir við þrálátan
útlimamissi, fer í sund, týnir tá og
leitar að þessum hluta af
sjálfum sér. Það reynist
mörgum snúið að finna
sjálfan sig, eða hluta af sér
ef því er að skipta.
Kyndugt
mæðginasamband
Í „Gæsum himinsins“
kynnumst við Jórunni
Birnu sem lokast inni í
eigin heimi. Hún hefur
haft þungar áhyggjur af
einkasyninum og endar
með því að verða hans
helsta áhyggjuefni. Margt
er þar kyndugt í sam-
bandi móður og sonar.
Hlutverkaskipting þeirra
verður vandræðaleg en hjá Jórunni
kemur botnfallið úr sjónvarpinu
og spjall við gervigreind að lokum í
staðinn fyrir þátttöku í mannlífinu.
Helsti unaður Jórunnar Birnu er að
fara ein í bíltúr og prumpa í bílsætið
með kveikt á sætishitaranum.
Í sögunni „Holur“ verða þau tíð-
indi að stofnað er Endaþarmssafn,
gegnt Reðasafninu; hinum megin
við götuna. Þar starfar ungur maður
sem heitir Fífill. Hann dregst inn í
samkeppni þess-
ara tveggja safna
í hjarta Reykja-
v ík ur. Fíf li er
gert erfitt fyrir en
hann stendur sig.
Sagan „Radd-
bönd“ fjallar ekki
um þau raddbönd
sem v ið er u m
vön að tala um.
A ð a l p e r s ó n a n
er að eigin mati
me ð ú t hve r f a -
blindu, ratar ekki
í úthverfum, en í
bílnum er leiðsögu-
tæki og í því er rödd
sem vísar veginn og aðalpersónan
tengist henni sterkum böndum.
Óborganlegur starfstitill
Í sögunni „Óráð“ er fjallað um þá
ógnvekjandi stöðu að vera karl-
maður og sitja einn heima yfir
veiku barni. „Blekhafið“ segir frá
konu sem fer í læknisskoðun vegna
þungunar sem lengst af í sögunni
virðist nokkuð langt fram gengin.
Hjá lækninum fær hún þau erfiðu
tíðindi að fóstrið sé horfið og eng-
inn veit hvað varð af því. Sögunni
er síðan snúið frá fæðingum að
dauða og hvort tveggja virðist frekar
óraunverulegt. Er eða er ekki en
skiptir annars litlu.
Lokasagan „Nætursveifin“ segir
frá manni með aldeilis óborgan-
legan starfstitil. Hann er „bakdyra-
vörður“! í leikhúsi. Á hverju kvöldi
snýr hann hinni vel földu nætur-
sveif og alltaf kemur nóttin. Bak-
dyravörðurinn okkar veit hins vegar
ekki hvers vegna hann á að snúa
þessari sveif og finnur það aldrei
út. Honum var sagt þegar hann hóf
störf að þetta væri mikilvægt og
mætti aldrei gleymast. Kafka hefði
haft gaman af þessu!
Merkingarleysi nútímans
Yfir vötnum þessara smásagna
svífur grunur um merkingarleysi
nútímans. Fólkið er þrælar vanans,
meðvitundarlaust eins og vélmenni
og getur einna helst myndað sam-
band við önnur vélmenni. Nútím-
inn er trunta og mannhyggjan á
undanhaldi. Ég viðurkenni að við
lesturinn varð mér stundum hugsað
til Lewis Carroll og Lísu í Undra-
landi þar sem orsakasamhenginu
er snúið á haus, og stundum til
Guðbergs Bergssonar þegar hann
var upp á sitt besta. Ekki veit ég af
hverju. n
Niðurstaða: Sérstætt og mjög
áhugavert sagnasafn. Samfélags
gagnrýnin óvægin og hug renn
inga tengsl frumleg! Vonandi
kemur meira efni frá Örvari
Smárasyni sem fyrst.
Örvar í
Undralandi
Fréttablaðið menning 2324. janúar 2023
ÞRiÐJUDAgUR