Fréttablaðið - 24.01.2023, Síða 32

Fréttablaðið - 24.01.2023, Síða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Kristbjargar Þórisdóttur bakþankar | Ég deili heimili með tveimur börnum og maka. Mér líður best þegar okkur tekst að halda heimilinu snyrtilegu og í röð og reglu. Oftast er heimili okkar eins og rennandi árfarvegur efnisf lóðs og sífelld uppspretta verkefna. Þvottur sem sífellt þarf að sinna og stanslaus efniviður sem flæðir inn á heimilið í ýmsu formi og bregðast þarf við. Hvernig lítur jafnan út þar sem notkunargildið er nægilega mikið svo réttlætanlegt sé að taka til sín þetta efni? Allt þetta dót á heimilum okkar er tekið úr sameiginlegum auðlindum jarðarbúa. Sumt endar svo jafn- vel í líkamanum á okkur sjálfum eins og örplastið. Allt sem við kaupum endar einn daginn sem rusl. Ætli við endum ekki eins og við byrjuðum þar sem vörurnar fara á milli fólks án umbúða? Það sem hefur breyst er að einhver græðir mikið á því að framleiða og selja okkur allar þessar vörur og umbúðir og telja okkur trú um að við þurfum þetta allt. Þar liggi lykillinn að lífshamingjunni. Þegar manneskja verður miðaldra eins og ég fer smám saman að renna upp fyrir henni að þetta sé nú ekki svona ein- falt. Hamingjan kemur innan frá og er ekki í umbúðum. Ein af áskorunum framtíðarinnar snýst um að finna leiðir til að umgangast þetta efni af meiri vandvirkni gagnvart okkur, öðrum jarðarbúum og jörðinni sjálfri. Deilihagkerfið gæti verið farsæl leið til að mæta þessari áskorun þar sem vörurnar fara á milli eftir þörf hverju sinni, fáum þær „lánaðar“ um stund en skilum svo aftur. n Efnisflóð v Til að taka þátt í leiknum þarft þú að 1) Finna PLAY flugvélina á flugi í Fréttablaðinu. 2) Segja okkur á hvaða blaðsíðu þú fannst PLAY flugvélina og skrá það á www.frettabladid.is/lifid/playleikur Finnur þú á flugi í Fréttablaðinu? Fréttablaðið og PLAY ætla að bjóða heppnum lesanda Fréttablaðsins 100.000 króna gjafabréf frá PLAY í hverri viku fram að 11. febrúar. Við drögum út næsta vinningshafa á mánudaginn 30. janúar næstkomandi. *Því oftar sem þú skráir þig, því líklegra er að þú vinnir. Fréttablaðið kemur út 5 daga vikunnar, frá þriðjudegi til laugardags. T Ö G G U R LÆGSTA ER Á BÚSTAÐAVEGI Í REYKJAVÍK VERÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.