Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 11
Það veitir mér mikinn
innblástur að vinna
hjá fyrirtæki sem hlúir
eins vel að starfsfólki
og Origo gerir.
Dröfn Guðmundsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo
og hefur sinnt því starfi í bráðum
tíu ár. Áður starfaði hún sem mann-
auðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu,
þar áður sem fræðslustjóri hjá Arion
banka. Einnig hefur hún starfað hjá
Reykjavíkurborg og í mannauðsmál-
um hjá Straumi fjárfestingabanka.
„Það er ótrúlega gefandi að vinna
að mannauðsmálum hjá Origo. Við
erum sífellt að þróa vinnustaðinn
og leggjum áherslu á fyrsta flokks
starfsumhverfi sem ýtir undir vel-
líðan og nýsköpun starfsfólks. Við
vinnum markvisst að því að auka
jafnrétti og fjölbreytileika, því við
trúum því að þannig fáum við fjöl-
breyttari sjónarmið að borðinu,“
segir Dröfn.
„Origo hefur til fjölda ára lagt
gríðarlega áherslu á starfsánægju
og vellíðan starfsfólks. Við höfum
fylgst með vaxandi starfsánægju hjá
okkur síðastliðin ár sem hefur verið
afar ánægjulegt. Við gerum mán-
aðarlegar mælingar með hugbúnað-
inum Moodup til að mæla viðhorf
starfsfólks til vinnustaðarins. Það
er gaman að segja frá því að Origo er
að skora einna hæst af þeim rúmlega
60 fyrirtækjum sem nýta Moodup.
Starfsánægja í desember mældist
8,4 sem er hæsta skor sem fyrirtæki í
Moodup hefur náð. Við erum virki-
lega stolt af þessu,“ segir hún.
„Það veitir mér mikinn innblástur
að vinna hjá fyrirtæki sem hlúir eins
vel að starfsfólki og Origo gerir. Við
leitum stöðugt leiða til að skapa
lærdómsmenningu með hvatningu
til starfsmanna um að taka ábyrgð
á eigin þekkingu og færni og sýna
frumkvæði í þekkingarleit sinni.
Á dögunum samþykkti stjórn
Origo að setja á laggirnar mennta-
sjóð fyrir hluta af söluhagnaði
Tempo. Markmið sjóðsins er að
virkja hugvit og styrkja mannauð
Origo til framtíðar á sviði nýsköp-
unar og verðmætasköpunar. Það er
mjög gefandi að horfa á starfsfólk
vaxa og þróast og með tilkomu þessa
sjóðs opnast ný tækifæri í að styðja
við þekkingaröflun og virkjun hug-
vits.
Origo setti sér það markmið fyrir
tveimur árum að 50 prósent nýráð-
inna væru konur. Það hallar enn á
konur hjá Origo og í tæknigeiranum
en hjá okkur eru nú 30 prósent
starfsfólks konur. Þó okkur hafi ekki
tekist að ná settu markmiði í ráðn-
ingum á síðastliðnu ári gefumst við
ekki upp. Við ætlum að halda áfram
að fjölga konum og auka fjölbreyti-
leika í hópi starfsfólks okkar.
Við munum líka halda áfram að
leggja áherslu á að gefa ungu fólki
tækfæri á störfum, með því að
bjóða f leiri háskólanemum upp á
starfsnám og lokaverkefni og fjölga
sumarstarfsfólki. Í starfsmanna-
hópi Origo er gríðarleg reynsla og
hár starfsaldur og því erum við vel í
stakk búin til að taka við ungu fólki
og gefa því tækifæri á að læra áfram
og þróast í starfi. Unga fólkið kemur
með nýjar og ferskar hugmyndir og
saman verður það frábær blanda,“
segir Dröfn.
Hver eru helstu áhugamálin?
„Ég á mörg áhugamál en fyrir utan
mannauðsmálin þá veit ég fátt betra
en að stunda skemmtilega hreyfingu
í góðum félagsskap, helst úti. Mér
finnst frábært að ganga á fjöll, hjóla
og spila golf.“
Áttu þér uppáhaldsbók?
„Ég hef lesið margar góðar bækur
og er yfirleitt með tvær bækur í tak-
inu hverju sinni, eina hljóðbók og
eina „venjulega“ bók á náttborðinu.
Lífið er of stutt fyrir lélegar bækur,
svo ég hætti hiklaust að lesa eða
hlusta á bók sem vekur ekki áhuga
minn á fyrstu 50 síðunum.“
Eftirminnilegasta sumarfríið?
„Ég eyði flestum mínum sumar-
frísdögum í ferðalög erlendis. Ítalía
er í sérstöku uppáhaldi og ég hef
ferðast víða þar um og á enn nóg
eftir. En ætli ferðin til Singapúr og
Balí árið 2019 með eiginmanninum
sé ekki sú eftirminnilegasta.“ n
Ferðin til Singapúr og Balí eftirminnilegust
Svipmynd |
Dröfn Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri
Mannauðs hjá Origo.
Menntun:
BA í sálfræði frá HÍ og
meistara gráða í sálfræði, með
áherslu á vinnusálfræði, frá
Háskólanum í Giessen í Þýska-
landi.
Fjölskylduhagir:
Gift Sigurði Bjarnasyni, tvær
dætur.
Dröfn Guð-
mundsdóttir
segir lífið vera
of stutt fyrir
lélegar bækur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Vilt þú starfa í forystu VR?
Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til
formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð.
Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 6. febrúar.
Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til
formanns, til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara. Skrifleg
meðmæli 50 VR félaga þarf vegna einstaklingsframboðs til
formanns og 15 þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar
og varastjórnar.
Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í
trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er
fram gegn lista uppstillinganefndar VR sé löglega fram
borinn þarf skrifleg meðmæli 300 VR félaga sem og skriflegt
samþykki frambjóðenda á listanum.
Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum VR er einstak
lingi óheimilt að skipa sæti samtímis á lista til trúnaðar ráðs
og vera í framboði til formanns eða stjórnar félagsins.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍM I 510 1700 | WWW.VR.IS
25. janúar 2023
Kjörstjórn VR
Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð
vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegri upplýsingar eru
birtar um framboð til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs.
Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700
eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. Framboðum og
framboðslistum skal skilað til kjör stjórnar á skrifstofu VR, Húsi
verslunarinnar, Kringlunni 7.
Fréttablaðið markaðurinn 1125. janúar 2023
miðVikuDaGur