Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 26
Fyrir mér er það ekkert öðruvísi í sjálfu sér að vinna með Nínu – eða í raun hverjum sem er í bransanum. Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Claire Huangci lék einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í síðustu viku. Mynd/Aðsend TónlisT Sinfóníuhljómsveit Íslands Verk eftir Mozart, Ravel og Hauk Tómasson einleikari: Claire Huangci stjórnandi: Eva Ollikainen Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar Jónas Sen Ég var ekkert sérstaklega spenntur yfir komandi sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöldið. Á dagskránni var meðal annars G-dúr píanókons- ertinn eftir Ravel. Það er óttalega útjöskuð tónlist, líka hér á landi. Hvorki meira né minna en fimm- tán píanistar hafa áður spreytt sig á konsertinum með Sinfóníunni í gegnum tíðina. Nú var komið að enn einum píanóleikaranum. Hví- lík leiðindi! En flutningurinn kom skemmti- lega á óvart. Hin kínversk-banda- ríska Claire Huangci, einleikari kvöldsins, rúllaði konsertinum upp. Hann lék í höndunum á henni, og alls konar heljarstökk og tónahlaup upp og niður hljómborðið voru óað- finnanlega af hendi leyst. Það var þó ekki aðalmálið. Nei, túlkunin var fersk og safarík, svo spennuþrungin og áleitin að það var eins og maður væri að heyra kons- ertinn í fyrsta sinn. Laglínurnar voru fullar af tilfinningum, bæði silkimjúkar og snarpar, allt eftir því hvað við átti hverju sinni. Stíg- andin í f lutningnum var krassandi og heildaráferðin dásamlega litrík. Þetta var frábært. Hljómsveit með sitt á hreinu Stjórnandinn á tónleikunum var Eva Ollikainen og hljómsveitin spilaði af kostgæfni með einleikar- anum. Hljómsveitarrullan er tölu- vert krefjandi, og er ánægjulegt að geta þess að hljóðfæraleikararnir stóðu sig með stakri prýði. Frammi- staða málm- og tréblásaranna var til dæmis aðdáunarverð. Á tónleikunum var frumflutt Jörð mistur himinn eftir Hauk Tómas- son. Verkið mun vera innblásið af myndlist Georgs Guðna. Myndir hans eru magnaðar og lýsandi á einhvern dularfullan hátt, en sama verður ekki sagt um tónlistina. Hún var ekki sérlega áhugaverð. Rétt eins og málverk var í henni kyrr- staða sem hverfðist um einn tón megnið af tímanum. Ofan á hann var prjónuð áferð sem virtist aðal- lega vera þrusk og skrjáf, ekki mjög lokkandi. Maður skynjaði enga dýpt, engan skáldaanda, ekkert flæði, ekkert sem virtist liggja tón- skáldinu á hjarta. Fyrir vikið var fátt ef nokkuð sem var hrífandi í tónlistinni. Spennandi atburðarás Annað á tónleikunum var hins vegar fínt. Haffner-sinfónían eftir Mozart var skemmtileg í túlkun Ollikainen og hljómsveitarinnar. Laglínurnar voru notalega ávalar og hnitmiðaðar, atburðarásin í tónlist- inni spennandi. Tæknilega séð var f lutningurinn yfirleitt glæsilegur, og því rann flutningurinn þægilega niður. Svíta nr. 2 úr ballettinum um Dafnis og Klói eftir Ravel var líka f lott. Fyrsti kaf li svítunnar, Dagrenning, var ákaflega tignarleg- ur. Í takti við yrkisefnið var tónlist- in rismikil, það var eins og hún hæfi sig til f lugs úr djúpinu. Innhverfur annar kaflinn var seiðandi og hug- leiðslukenndur. Sá þriðji var ótrú- lega fjörugur dans sem magnaðist upp í svo stórfenglegan hápunkt að áheyrendur æptu af hrifningu. Hljómsveitin var með allt á hreinu í þessari mergjuðu tónlist, hver einasti hljóðfærahópur skil- aði sínu af fagmennsku og krafti. Heildarhljómurinn var þéttur og einbeittur, gæddur allskonar litbrigðum og snilldarlegum til- þrifum. Eva Ollikainen hélt um stjórnartaumana af festu og öryggi; enn einu sinni sýndi hún að hún er einn besti stjórnandi sem hljóm- sveitin hefur fengið til liðs við sig. n niðuRsTaða: Skemmtilegir tón- leikar að mestu. Innblásinn Ravel en síðri Haukur Ex er annað verkið í Mayen- burg-þríleiknum í Þjóðleik- húsinu. Gísli Örn Garðarsson fer með hlutverk fjölskyldu- föður í því og leikur á móti Nínu Dögg Filippusdóttur og Kristínu Þóru Haraldsdóttur. tsh@frettabladid.is Gísli Örn Garðarsson leikur eitt aðalhlutverkið í Ex, öðru leikritinu í þríleik Mariusar von Mayenburg, sem Benedict Andrews leikstýrir og frumsýnt er í Þjóðleikhúsinu næsta laugardag. Ex er sálfræðidrama sem segir frá því þegar fyrrverandi kær- asta bankar upp á hjá hjónunum Daníel og Sigrúnu seint um kvöld í von um gistingu. „Við Nína Dögg leikum hjón og síðan biður fyrrverandi kærasta mín, sem er leikin af Kristínu Þóru, um að fá að gista, því hún er að skilja við kærastann sinn. Það eru aðstæður sem ég held að f lestir, ef ekki allir, gætu sett sig inn í. Það er mikill undirliggjandi húmor í þessu og án þess að ég ætli eitthvað að fara að bera þetta saman við Ellen B. þá hallar þetta verk kannski í grátbros- legri áttir, þar sem inn í blandast þessi skyndilega óreiða í hjóna- bandinu og innbyrðis átök þeirra sem í hlut eiga,“ segir Gísli Örn. Ex var frumflutt hjá Riksteatern í Svíþjóð 2021 en er núna sýnt sem annar hluti Mayenburg-þríleiks- ins og sjálfstætt framhald verksins Ellen B. sem frumsýnt var í Þjóðleik- húsinu um jólin. Þú ferð með hlutverk eiginmanns- ins Daníels, hvers konar karakter er hann? „Hann er maður sem er í rútínu bæði í vinnunni og lífinu. Heimilis- haldið og hjónabandið er í föstum skorðum með tilheyrandi deyfð og búið að vera mjög lengi. Svo gerist þetta klassíska, fortíðin kemur og bankar upp á og þá fokkast mögu- lega allt upp.“ Mótleikarar og hjón Gísli Örn og Nína Dögg leika hjón í verkinu en eins og flestir vita þá eru þau hjón í alvörunni. Gísli Örn segir að það hafi engin áhrif á heimilis- lífið að leika á móti hvort öðru. „Maður er náttúrlega búinn að vera að svara þessari spurningu í bráðum þrjá áratugi. Stundum falla verkefnin þannig að við deilum skjánum eða sviðinu og stundum líða mörg ár á milli. Við útskrifumst úr leiklistar- skólanum ákveðinn hópur og svo búum við til Vesturport á meðan við erum enn þá í skólanum og við höfum unnið jafn náið með þeim öllum, eins og Birni Hlyni, Ólafi Darra, Ingvari eða Víkingi. Manni líður eins og maður hafi verið hluti af þessu teymi síðan, þó svo að leiðir okkar hafi legið í allar áttir.“ Gísli Örn bætir því við að honum finnist mjög gefandi að leika á móti eiginkonu sinni þegar hann fær tækifæri til þess. „Fyrir mér er það ekkert öðruvísi í sjálfu sér að vinna með Nínu – eða í raun hverjum sem er í bransanum. Þetta er lítill heimur og það mæta allir í vinnuna af sömu fagmennsku óháð einkalífinu. Og eins og þeir vita sem hafa leikið á móti Nínu þá er mjög gefandi að leika á móti henni, hún er frábær leikkona, og það sama gildir um Kristínu Þóru,“ segir Gísli Örn. Beint inn í kjarnann Með hlutverk gömlu kærustunnar sem bankar upp á fer Kristín Þóra Haraldsdóttir sem lék einnig með Gísla Erni og Nínu Dögg í sjónvarps- þáttunum Verbúðinni sem fönguðu athygli þjóðarinnar fyrir sléttu ári. „Það er mjög gaman að leika á móti tveimur konum sem maður hefur leikið mikið með og þekkir vel. Þá er maður mjög fljótt búinn að ýta einhverju frá sér og getur farið bara beint inn í kjarna málsins og beint inn í hjartað á skepnunni án þess að þurfa eitthvað að vera að átta sig á hvort öðru. En auðvitað er ekkert hægt að alhæfa um neitt í þessu. Verkefnin eru alltaf svo ólík og fólkið líka, svo maður mætir bara opinn til leiks og segir helst bara já við öllum hugmyndum. Það er lík- lega kjarninn í þessu,“ segir Gísli Örn. Gísli hefur unnið jöfnum hönd- um sem leikari og leikstjóri allt frá því hann útskrifaðist úr Leiklistar- skóla Íslands 2001 og segir hann það alltaf skemmtilega áskorun að stíga á svið og einbeita sér að því að vera sviðsleikari. „Ég hef náttúrlega ekki stigið á svið sem óbreyttur leikari í langan tíma. Þegar ég hef leikið á sviði, þá hefur það annað hvort verið eitt- hvað sem ég hef sett upp sjálfur eða haft áhrif á að setja upp. Ég held að þetta sé bara í fyrsta skiptið frá útskrift sem ég er ráðinn sem leikari sem hefur ekkert um neitt að segja. Þá vill maður náttúrlega gera það með svona frábærum einstakling- um eins og Nínu Dögg og Kristínu Þóru,“ segir hann. Framhald af Verbúðinni Höfundur Ex, Marius von Mayen- burg, er Þjóðverji og eitt þekktasta leikskáld Evrópu um þessar mundir. Leikstjórinn, hinn ástralski Bene- dict Andrews, er einnig mjög virtur á alþjóðlegum vettvangi. Gísli kveðst hafa fylgst með verkum þeirra beggja en þetta er þó í fyrsta skipti sem hann fær tækifæri til að vinna með þeim. „Maður hefur náttúrlega séð verk- in hans Mariusar von Mayenburg frá því hann kom á sjónarsviðið. Svo með Benedict, hann er frá Ástralíu, og leiðir okkar hafa legið samsíða í mörg ár. Við vorum báðir listrænir meðstjórnendur hjá Young Vic leik- húsinu í London á sama tíma, en lentum alltaf einhvern veginn sitt á hvorum tímaásnum með upp- setningar. Þannig að við höfum vitað hvor af öðrum lengi en í raun aldrei hist almennilega, svo það var kominn tími til. Ég var mjög til í þetta þegar Bene- dict bauð mér að vera með, enda er hann frábær listamaður og mjög gefandi leikstjóri,“ segir hann. Hvað er svo næst á döfinni hjá þér, fá landsmenn að sjá framhald af Verbúðinni von bráðar? „Næsti kafli Verbúðarinnar hefur verið í góðri gerjun hjá okkur, við erum búin að vera í mikilli heim- ildavinnu og erum að fara að setjast niður og klára að skrifa. Við erum mjög spennt yfir því. Svo var ég að leikstýra tveimur þáttum í Exit, norsku sjónvarps- seríunni, sem eru að fara í loftið 1. mars. Það verður eitthvað, og svo verður vonandi meira um leikhús- verkefnin. Þar á jú hjartað alltaf sinn sess,“ segir Gísli Örn. n Flugbeitt og fyndið sálfræðidrama Gísli Örn segir það mjög gefandi að leika á móti Nínu Dögg og Kristínu Þóru enda séu þær báðar frábærar leikkonur. FréttAblAðið/ernir 22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 25. jAnúAR 2023 miÐViKUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.