Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Önnu Sigrúnar Baldursdóttur bakþankar | Nú er það ekki ætlan mín að starta milliríkjadeilum en þurfum við ekki aðeins að ræða Norðmenn? Þessa almennt guðhræddu, göngu- skíðandi, brúnostsnestisborðandi öðlinga. Frændur vora. Íslendingar eiga í haturs-ástar- sambandi við Dani og maðkaða mjölið verður seint fyrirgefið. En einhverra hluta vegna hefur norskur lukkuriddaraher náð að fljóta undir radarinn í gegnum aldirnar og náð til sín miklum auðlindum á Íslandi og arðinum af þeim, auðvitað almennt sem aufúsugestir Íslendinga sem molana þeirra hirða. Þetta byrjaði með Geirmundi Heljarskinni sem mætti á Vestfirði og hreinsaði upp rostungastofninn og hirti ágóðann. Sparaði sér skatt- inn eins og aðrir landnámsmenn. Næst spurðist til Norðmanna um miðja 19. öld þar sem þeir hófu stórfelldar síldveiðar við Ísland, svo hvarf síldin og Norðmenn fóru heim með gróðann. Og hvalveið- arnar, maður minn! Eitthvert píp heyrðist um að hagur landsmanna væri fyrir borð borinn því skattar og tollar væru of lágir, en frændur vorir ypptu öxlum, kláruðu hvalinn og hirtu monnípeninginn. Og enn eru þeir mættir, norsku lukkuriddararnir. Nú er það eldis- lax og sjókvíar sem helst á að koma fyrir í hverjum firði og innlendir talsmenn predika um afleidd störf, enda ekki mörg sjálfbær eða eigin- leg störf í þessum iðnaði, frekar en öðrum umsvifum Norðmanna hér á landi í gegnum tíðina. Ísland er bara Kvikk lunsj. Hvers vegna við unnum Norð- mönnum þess að hreinsa upp auðlindir okkar og gerum þeim skattaforðun mögulega er mér hulin ráðgáta. Og þó. Þetta eru jú frændur okkar og það er svo svaka- lega margt líkt með skyldum. Við erum sjálf Norðmenn. Spegill. n Norðmenn Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Ævintýrið um töfraflautuna 18. FEBRÚAR MIÐASALA Á SINFONIA.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.