Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 28
Vivian Ólafsdóttir, Iain Glen og Ólafur Darri eru í leikhópn- um sem Óskar Þór Axelsson teflir fram í spennumyndinni Napóleonsskjölin. Myndin byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, sem var leik- stjóranum innan handar og kom með góða móralska orku á tökustað, þar sem Ólafur Darri var manna hressastur í ýktu aukahlutverki. toti@frettabladid.is „Það var góður fílíngur í hópnum enda verkefnið skemmtilegt. Mikil aksjón,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri spennumyndarinnar Napóleonsskjölin sem verður frum- sýnd eftir rúma viku. Myndin byggir á þriðju skáld- sögu Arnaldar Indriðasonar sem kom út 1999 og segir frá Kristínu, lögfræðingi í utanríkisráðuneyt- inu, sem stofnar lífi sínu og limum í stórhættu þegar hún fer að grafast fyrir um mál sem kemur upp í kjöl- far þess að gamalt f lugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Óskar segir Arnald síður en svo hafa andað ofan í háls- málið á honum við gerð myndarinnar, en hann haf i átt hann sem hauk í horni til skrafs og ráðagerða þegar svo bar undir. „Ha nn svona pínu læddist inn og út en hafði gaman af því að koma og vera með okkur,“ segir Óskar, þegar hann rifjar upp heimsókn Arnaldar á tökustað. „Hann gaf okkur góða móralska orku með nærveru sinni,“ segir leikstjórinn einnig um ann- álað hógværan rithöfundinn. Óskar segir myndina ekkert taka sig neitt súper hátíðlega, sem hafi gefið honum og leikurunum svig- rúm til þess að bregða á leik. „Eins og sést bara á þessum búningum sem Darri og Vivian eru í.“ Óskar segir Ólaf Darra hafa verið manna hressastan í tökunum enda í skemmtilegu aukahlutverki og laus undan þeirri kunnuglegu ábyrgð að þurfa að vera með allt á herðum sér. „Hann kemur mjög sterkur inn í myndina og er alveg í essinu sínu. Þetta er skemmtilegur karakter, pínu ýktur og þá er hann bara hlæj- andi allan daginn. Hann sérstaklega hafði gaman að þessu,“ segir Óskar, sem hefur þekkt leikarann lengi og leikstýrði honum til dæmis í nokkrum Ófærðarþáttum. n Arnaldur kom með móralska orku í hasarinn Aðalleikkonan Vivian og Arn- aldur í góðum fílíng á tökustað þegar rithöf- undurinn leit við og gaf af sér góða móralska orku. „Þetta er mómentið þegar Birna Rún Eiríksdóttir ákvað að það hefðu verið mistök að fara í björgunarsveitina,“ segir Óskar um leikkonuna sem er þarna heldur betur komin á kaldan klaka. „Ég man eftir því úr Ófærð hversu svakalegur „stunt driver“ Darri er og hann er ekkert slakari á vélsleða,“ segir Óskar um Ólaf Darra í hlutverki Einars, sem birtist til dæmis sem bangsalegur stuðbolti á vélsleða. Myndir/Juliette rowland Vivian, Darri og Jack Fox, sem leikur Steve Rush, á leið í tökur í stúdíói í Köln í Þýskalandi. Óskar fer yfir málin með Darra og skoska leikaranum Iain Glen, sem er sjálf- sagt þekktastur hér á landi sem Game of Thrones-kempan Jorah Mormont. „Glen er mikill sögumaður og lúmskur grínisti,“ segir leikstjórinn. „Fókus-leg- endið og fag- maðurinn Goði Már Guðbjörnsson þekkir mikilvægi þess að bregða á leik þegar færi gefst.“ „Þessi mynd sýnir að Vivian og Iain eru ekki „method“-leikarar. Það er að segja að þau þurfa ekki að halda áfram að hatast við hvort annað eftir að kameran hættir að rúlla. 24 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 25. jAnúAR 2023 MiðViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.