Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 9
Ástand heimsins Sara kom upp úr Óskarshattinum í borg englanna Indverjar fagna lýðveldisdegi sínum á morgun en undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir hátíðarhöldin. Hér má sjá hermann æfa stórhættulegt áhættuatriði; að bruna á mótorhjóli í gegnum eldhringi. Íslendingar munu eiga einn fulltrúa á Óskarsverðlaununum en það var tilkynnt í gær. Indverjar halda upp á lýðveldisdag sinn á morgun og undirbúningur stendur sem hæst. Elton John tryllti lýðinn á Nýja-Sjálandi og sápuóperustjarna fékk viður- kenningu frá Vilhjálmi Bretaprinsi. Myndavélalinsur Getty- veitunnar eru alltaf að störfum – hvar sem er í heiminum. Elton John geislaði á svið- inu í Christch- urch en um 30 þúsund manns fylltu leikvang- inn og sungu duglega með. Eðlilega, enda var stórstjarnan að spila í fyrsta sinn á Nýja-Sjá- landi í hartnær þrjátíu ár. Belgísku konungshjónin, drottningin Matthildur og konungurinn Filip, hittu Othmar Karas á nýársfagnaði hallarinnar sem haldinn var í gær fyrir fastafulltrúa hjá Evrópusambandinu. Þau Riz Ahmed og Allison Williams tilkynntu hverjir hefðu verið tilnefndir til Óskarsverðlaun- anna. Þar eigum við Íslendingar einn fulltrúa, Söru Gunnarsdóttur. Leikmenn Real Madrid gera sig tilbúna fyrir komandi átök. Þjóðverjinn Ant- onio Rudiger, Brasilíumaður- inn Vinicius Junior og Frakkinn Karim Benzema hoppa og skoppa undir vökulu auga sjúkraþjálfara. Leikkonan Helen Worth fékk orðu frá prinsinum af Wales, Vilhjálmi. Worth hefur leikið Gail Platt í Coronation Street síðan 1974. fréttablaðið/getty 1 1 2 2 3 3 4 4 5 5 6 6 Fréttablaðið fréttir 925. janúar 2023 MiÐViKUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.