Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 17
Doktorsrannsókn Örnu Garðarsdóttur gengur út á þróun og innleiðingu skimunartækisins HEILUNG í skólahjúkrun í framhalds- skólum. starri@frettabladid.is Nýlega fékk doktorsrannsókn sem miðar að því að meta og bæta heil- brigði ungmenna í framhaldsskól- um með nýju skimunartæki styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands. Styrkhafi er Arna Garðarsdóttir sem er doktorsnemi við Hjúkr- unar- og ljósmóðurfræðideild við Háskóla Íslands og er aðalleið- beinandi hennar Sóley S. Bender prófessor. Rannsóknin gengur út á þróun og innleiðingu skimunar- tækisins HEILUNG í skólahjúkrun í framhaldsskólum. Núna er í gangi seinasti liður rannsóknarinnar þar sem notast er við þátttökurann- sókn við innleiðingu HEILUNG í starf skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum. Þátttökurann- sóknin felur í sér að hjúkrunar- fræðingarnir sem taka þátt noti skimunartækið í starfi sínu með nemendum og í lok rannsóknar- innar verður til handbók og verklag sem skólahjúkrunarfræðingar í framhaldsskólum geta nýtt sér. Mikill umbreytingartími Hugmyndin að rannsókninni kviknaði þegar Arna var í verknámi á heilsugæslu í hjúkrunarnámi sínu. Þá fékk hún það verkefni að sinna forvarnarfræðslu í 9. bekk í grunnskóla. „Þar vaknaði þessi ótrúlegi áhugi á þessum umbreyt- ingartíma sem unglingsárin eru. Ég hef haft mikinn áhuga á verndandi þáttum og hvernig við sem hjúkr- unarfræðingar getum eflt þá til að aðstoða unglinga við að komast á farsælan hátt í gegnum unglings- árin.“ Þegar Arna hóf meistaranám við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands vildi hún skoða verndandi þætti og seiglu unglinga í fram- haldsskólum og áhrif skólahjúkr- unarfræðings þar á. „Eftir að hafa skoðað þau skimunartæki sem voru til komumst ég og aðalleiðbeinandi minn að því að ekkert skimunar- tæki skoðaði bæði verndandi þætti og áhættuþætti/áhættuhegðun hjá unglingum. Þannig vaknaði hugmyndin að þróun skimunar- tækisins HEILUNG.“ Vernandi þættir efldir Nafn skimunartækisins má rekja til HEILbrigði UNGs fólk og er það sérstaklega þróað með starf skóla- hjúkrunarfræðings í framhalds- skóla í huga. „Í meistaraverkefninu mínu forprófaði ég HEILUNG og því fannst mér kjörið að fara í doktorsnám og halda áfram að þróa HEILUNG og að innleiða það í skólahjúkrun í framhaldsskólum.“ Sérstaða HEILUNGs er að tækið aðstoðar hjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum að meta heilsu unglinga með sérstöku tilliti til verndandi þátta, áhættuþátta og áhættuhegðunar segir Arna. „Þetta er stutt en yfirgripsmikið skim- unartæki þar sem áherslan er á að finna þá þætti sem þarf að vinna með unglingnum að. Með aðstoð HEILUNG getur skólahjúkrunar- fræðingurinn eflt verndandi þætti á sama tíma og unnið er með þá áhættuþætti sem eru til staðar.“ Einstaklingsmiðuð fræðsla Það er von Örnu að með rannsókn- inni sé hægt að tryggja gott verklag við skólahjúkrun í framhaldsskól- um sem skiptir máli til framtíðar. „Ég tel mjög mikilvægt að unglingar og ungt fólk í framhaldsskólum hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu í skólanum. Unglingar í framhalds- skólum standa frammi fyrir alls- konar breytingum, til dæmis hvað varðar sjálfsmynd, kynhegðun, lífs- stíl, sálræna líðan og margt fleira. Jafnframt er áhættuhegðun meðal þeirra meiri en á grunnskólastigi. Unglingar þurfa einstaklingsmið- aða fræðslu og ráðgjöf varðandi heilbrigði og líðan og með því að veita slíkt á skólatíma er betur hægt að hafa áhrif á heilsu þeirra og lífs- stíl til frambúðar.“ Hún segir aðkomu Háskóla Íslands að rannsóknum sem þessum skipta miklu máli. „Það skiptir miklu máli að HÍ taki þátt í rannsóknum sem hafa með heilsu landsmanna að gera. Þarna tengjast tveir heimar, sá akademíski og raunheimurinn sem við búum í. Með því að taka bestu þekkingu á hverjum tíma og nýta okkur hana á vettvangi erum við að tryggja góða og öfluga þjónustu til þeirra sem þurfa á henni að halda. Jafnframt er verið að leggja enn betri grunn að heilsu ungmenna til framtíðar.“ n Leggur grunn að betri heilsu ungmenna „Þetta er stutt en yfirgripsmikið skimunartæki þar sem áherslan er á að finna þá þætti sem þarf að vinna með unglingnum að,“ segir Arna Garðarsdóttir, doktorsnemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.  FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Unglingar í fram- haldsskólum standa frammi fyrir allskonar breytingum, til dæmis hvað varðar sjálfsmynd, kynhegðun, lífsstíl, sálræna líðan og margt fleira. Tobba Marinósdóttir eigandi Granólabarsins kynntist Mjólkurþistli frá ICEHERBS í gegnum viðskiptavin. Síðan hefur hún boðið upp á mjólkurþistil samhliða safa- hreinsun á Granólabarnum. Viðskiptavinurinn góði hafði sjálfur notað mjólkurþistil, sam- hliða safahreinsunum. Hann hafði heyrt af því að mjólkurþistill ýtti undir hreinsandi áhrifin og stakk því upp á því að Tobba byði upp á mjólkurþistil á Granólabarnum, sem hún rekur með móður sinni úti á Granda. „Þegar fólk vill ná sem mestum „detox“ áhrifum er það mjög öflugt að para saman mjólkurþistilshylki frá ICEHERBS og taka tvö hylki á dag samhliða safahreinsun. Hylkin ein og sér virka hreinsandi en ef þú parar þau saman með safa- hreinsun, þá færðu enn öflugri niðurstöðu,“ segir Tobba. Hún segist í raun vera hissa á því að hún hafi ekki heyrt af töfrum Mjólkur- þistils fyrr. „Mjólkurþistill á sér langa hefð sem lækningajurt en hann inni- heldur virka efnið Sylimarin sem örvar starfsemi lifrar og nýrna. En mjólkurþistilinn frá ICEHERBS inniheldur líka fjallagrös sem eru algjörir töfrar. Það er ástæða fyrir því að mamma og amma og langamma þræluðu þeim í sig. Það er af því þau gera gagn,“ segir hún. Tobba segir að hreinsunaráhrif- in séu ein jákvæð hlið mjólkur- þistils, en önnur hlið sem hún hefur uppgötvað er að mjólkurþis- till virkar mjög vel til að lágmarka eftirköst ef áfengi er haft um hönd. „Ég gerði hávísindalega rann- sókn um daginn þegar ég lét 24 konur taka mjólkurþistil kvölds og morgna í skemmtiferð, til að koma í veg fyrir lágskýjun daginn eftir að skálað var. Þær komu allar órispaðar úr þeirri ferð,“ segir Tobba og hlær. Náttúrulegt bætiefni Sylimarin, virka efnið í mjólku- þistli er talið hafa góð áhrif á lifur og nýru. Efni úr Mjólkurþistli eru talin hjálpa lifrinni við myndum nýrra lifrarfruma og vera þannig náttúruleg hreinsun fyrir lifrina. Þá hefur plantan andoxunarvirkni og er þekkt fyrir að hjálpa við að losa óæskileg efni úr líkamanum til dæmis eftir áfengisneyslu. Mjólkurþistillinn frá ICEHERBS inniheldur líka íslensk fjalla- grös sem eru þekkt sem ginseng Íslands og ekki að ástæðulausu. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem taldar eru geta hjálpað til við þyngdartap, að bæta meltingu og styrkja þarmana. Fjallagrös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum, og bera í sér fléttuefni sem talið er að hindri óæskilegar bakteríur. Fjallagrös eru einnig talin hjálpa til við að draga úr bjúg. Bætiefnin frá ICEHERBS eru hrein og nátt- úruleg. Lögð er áhersla á að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar innihaldsefn- anna viðhaldi sér að fullu. Vör- urnar eru fram- leiddar á Íslandi og innihalda engin óþarfa fylliefni. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. Töfrar mjólkurþistils ótrúlegir Tobba Marinós segist hissa á að hafa ekki heyrt af töfrum mjólkurþistils fyrr. MYND/ásTA kRIsTjáNsDóTTIR Ég gerði hávísinda- lega rannsókn um daginn þegar ég lét 24 konur taka mjólkurþistil kvölds og morgna í skemmtiferð, til að koma í veg fyrir lág- skýjun daginn eftir að skálað var. Tobba Marinós ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 25. janúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.