Fréttablaðið - 25.01.2023, Blaðsíða 20
Kæra Sundhöll, ÍTR og stjórnendur.
Ég mála ykkur mynd:
Það er sólarlag að vetrarkvöldi,
létt snjófall og fólk flykkist að sund-
laugum landsins fyrir félagsskap og
hlýju. Í sundlaugunum má finna
nær fullkominn þverskurð af sam-
félaginu. Þar situr fullorðna fólkið í
pottinum og ræðir málefni líðandi
stundar. Í innilauginni leika sér leik-
skólabörn og ungir foreldrar. Í kalda
pottinum situr íþróttagarpurinn og
í gufunni á fundur eldri borgara sér
stað. Í djúpu lauginni synda ungl-
ingar á sundæfingu, hvattir áfram
af þjálfara. Yngri systkini þeirra
hlaupa í litlum hópum upp stigann í
rennibrautina og trufla mikilvægar
samræður nýstúdentanna í grunna
pottinum með hlátrasköllum
sínum.
Þetta er nær fullkominn þver-
skurður eins og sjá má, en þó eru
örfáir hópar sem ekki komast með
í þessa ímynduðu sundferð, en það
eru þau sem ekki geta nýtt sér þá
búningsaðstöðu sem sundlaugin
býður upp á. Í þann hóp falla m.a.
foreldrar með börn á fyrstu árum
grunnskóla, eins og kom upp í sam-
félagsumræðunni nú fyrir nokkrum
mánuðum. Samkvæmt reglugerðum
mega þau nefnilega ekki fara með
foreldrum sínum í klefa séu þau af
mismunandi kynjum, heldur eiga
þau að sækja klefa sem samsamar
kyni þeirra sjálfra, ein síns liðs, sem
þau þora ekki endilega. Einnig falla
í þann hóp öll þau sem ekki falla
fullkomlega að kynjatvíhyggjunni,
svo sem intersex, trans og kynsegin
fólk. Þrátt fyrir að flestar sundlaug-
ar séu nú komnar með sérklefa þá
er oft erfitt að nálgast þá. Einungis
einn til tveir klefar eru til staðar í
hverri laug (nema Laugardalslaug)
sem þýðir að ef t.d. eldrimanna-
klúbburinn (átta manneskjur) úr
gufunni þyrfti allur að komast upp
úr í gegnum sérklefana tvo tæki það
í það minnsta klukkutíma, þar sem
aðeins er rými fyrir eina manneskju
í einu í hverjum klefa (á f lestum
stöðum). Þetta þýðir að ef hópur
ungmenna sem væru öll kynsegin
ætlaði í sund saman þá væri það
hægara sagt en gert, og í raun ekki
hægt með góðu móti nema einhver
þeirra færu í klefa sem ekki eru ætl-
aðir þeim.
Það er ekki auðveld lausn til á
þessu máli í f lestum sundlaugum
vegna þess hvernig húsakostur
þeirra hefur verið byggður upp í
kringum tvo jafn stóra hópa, karla
og konur, og hannaður í kringum
þarfir þeirra. Það er hins vegar ein
sundlaug sem sker sig úr, en það er
Sundhöll Reykjavíkur. Þar eru 2
sérklefar og 5 stærri klefar: tveir úti
(einn karla og einn kvenna) og þrír
inni: einn karla (sá eldri) og tveir
kvenna, (sá eldri sem er nýupp-
gerður og sá nýi sem var byggður
á sama tíma og nýja útilaugin.) Því
liggur beint við að í Sundhöllinni
verði einn þessara kvennaklefa
gerður að fjölskylduklefa. Slíkur
klefi gæti því nýst fjölbreyttum
hópi fólks, eða í raun bara öllum
þeim sem vilja, hvort sem það
eru barnafjölskyldur sem gætu þá
hjálpast að með börnin, vinahópar
hinsegin ungmenna, já, eða bara
eldrimannagengið úr gufunni. Enn
væri þó hægt að nýta sér kynjuðu
klefana tvo, bæði inni og úti, fyrir
þau sem finna sig betur í því skipu-
lagi. Jú, og þau sem þyrftu á aðbún-
aði sérklefanna að halda hefðu þá
greiðari aðgang að honum. Því væri
þessi skipulagsbreyting einungis
til þess að gera laugina aðgengi-
legri stærri hóp fólks. Þessi skipu-
lagsbreyting gæti einnig verið góð
til þess að sýna fram á þörfina á
slíkum fjölskylduklefum, en þá
væri hægt að sjá hvort vert væri
að leggja í framkvæmdir í öðrum
sundlaugum í svipuðum stíl eða
hvort sérklefarnir sem til eru dugi
til þess að mæta f jölbreyttum
þörfum allra þeirra sem ekki geta
nýtt sér hina hefðbundnu kynjuðu
klefa.
Undir þessa beiðni skrifa hér með
ofantaldir aðilar og hvetjum við öll
þau sem líst vel á hugmyndina til
skrifa undir skjal sem er á vefnum
change.org svo stjórnendur ÍTR geti
séð að þennan klefakost myndu
mörg kjósa að nýta sér. n
Fjölskylduklefi og sund fyrir öll
Mars M. Proppé
Elías Rúni
Alex Diljar Birkisbur Hellsing
Sólveig Ástudóttir Daðadóttir
Sindri Freyr Bjarnason
Sigur Huldar Ellerup Geirs
Við lifum á tímum sem einkennast
af krísum. Fyrir skemmstu gengum
við í gegnum heimsfaraldur. Áhrifa
af hlýnun jarðar gætir í æ meiri
mæli. Tegundir hverfa á methraða. Í
Evrópu geisar á ný stríð á milli þjóða
og þörfin á meiri, og endurnýjan-
legri, orku er aðkallandi. Fólk er á
flótta frá suðri til norðurs og íbúar
okkar búa við aukna verðbólgu og
erfiðari fjárhag. Trúin á lýðræðið
sem stjórnarform á undir högg að
sækja, einnig í samfélögum sem
byggð eru á trausti, svo sem hin nor-
rænu. Hvernig eigum við að takast á
við allar þessar krísur?
Á Norðurlöndum eru stjórnmál
og samfélagsþróun byggð á þekk-
ingu, og helst þekkingu sem byggð
er á rannsóknum. Norrænu löndin
eru lítil og hafa hvorki efnahagslega
burði né getu til að uppfylla rann-
sóknarþörfina hvert um sig – en
saman getum við áorkað miklu.
Til þess að auka getu okkar til að
stunda rannsóknir á sviði viðbún-
aðarmála ættu norrænu löndin að
vinna saman að því að koma á fót
og fjármagna rannsóknasjóð sem
fjármagnar norræn rannsóknar-
verkefni á sviði öryggis- og við-
búnaðarmála. Stofnun sjóðs vegna
rannsókna á sviði viðbúnaðarmála
er eðlilegt skref í þróun þess sam-
starfs á sviði öryggis- og viðbúnað-
armála sem nú þegar er fyrir hendi
á Norðurlöndum.
Kveðið er á um opinbert sam-
starf norrænu landanna í Helsing-
forssamningnum frá árinu 1962.
Hingað til hafa öryggis- og varnar-
mál verið utan við hið opinbera
samstarf innan Norðurlandaráðs
og Norrænu ráðherranefndarinnar,
þótt samstarfið á þessu sviði sé nú
þegar mikið. Með innrás Rússlands
í Úkraínu og umsóknum Finnlands
og Svíþjóðar um aðild að Atlants-
hafsbandalaginu hefur tónninn í
umræðum um norrænt samstarf á
sviði varnar- og öryggismála breyst.
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs
ákvað fyrir skömmu að meta þörf-
ina á endurskoðun Helsingfors-
samningsins svo hann endurspegl-
aði betur veruleika dagsins í dag og
þau úrlausnarefni sem Norðurlönd
standa frammi fyrir. Í raun þýðir
það að til skoðunar sé að fella sam-
starf í varnar- og öryggismálum inn
í Helsingforssamninginn.
Þegar árið 2009 samþykktu ráð-
herrar frá norrænu löndunum
Haga-yfirlýsinguna sem færir nor-
rænt samstarf á sviði öryggis- og
viðbúnaðarmála í formlegan farveg.
Með Haga II-yfirlýsingunni frá 2013
var samstarfið aukið enn frekar.
Markmið samstarfsins er Norður-
lönd án landamæra þar sem stöðug-
leiki ríkir, ásamt öflugra samstarfi
til að koma í veg fyrir, takast á við,
komast í gegnum og læra af slysum
og krísum.
Í tengslum við Hagasamstarfið
setti NordForsk á fót verkefni í
kringum rannsóknir á samfélags-
legu öryggi árið 2013. NordForsk
úthlutar rannsóknarstyrkjum á
völdum sviðum sem tengjast öryggi
í samvinnu við fjármögnunaraðila
rannsókna í löndunum. Á þeim tíu
árum sem verkefnið hefur verið
starfrækt hefur NordForsk úthlutað
styrkjum sex sinnum og fjármagnað
21 rannsóknarverkefni um samtals
225 milljónir norskra króna.
Það er krefjandi og tímafrekt verk
að fá fjármögnunaraðila allra nor-
rænu landanna til að sammælast
um hvaða verkefni beri að styrkja.
Stundum hefur reynst erfitt að
úthluta fé með skjótum hætti frá
fjármögnunaraðilum í löndunum
til norrænna rannsókna á sviði við-
búnaðarmála.
Með stofnun sjóðs vegna rann-
sókna á sviði viðbúnaðarmála á
Norðurlöndum yrði auðveldara
að bregðast hratt við þegar krísur
koma upp og í öðrum tilvikum
þegar þarf að afla þekkingar sem
byggist á rannsóknum á mikil-
vægum sviðum samfélagsins með
skjótum hætti svo taka megi
ákvarðanir á eins traustum grunni
og hægt er. Þegar slíkur sjóður hefur
verið stofnaður mun ekki þurfa
tíma- og mannfrek ferli í gegnum
rannsóknarráð landanna til þess
að stunda mikilvægar rannsóknir
á sviði viðbúnaðarmála á Norður-
löndum. Jafnframt yrði sjóðurinn
mikilvægt skref í þá átt að uppfylla
framtíðarsýn forsætisráðherranna
frá 2019 um að Norðurlöndin eiga
að verða sjálf bærasta og samþæt-
tasta svæði í heimi árið 2030. n
Norðurlönd þurfa
rannsóknasjóð vegna
viðbúnaðarmála
Arne Flåøyen
forstjóri
NordForsk
Sýningarsalur
Draghálsi 4 - S: 535 1300
verslun@verslun.is
Umhverfisvæn endurvinnsla
á tækjum í endurvinnslu
Nú hafa Verslunartækni og Geiri ehf. ásamt Hringrás
hafið samstarf á endurvinnslu á ónýtum tækjum úr atvinnueldhúsum
og kælitækjum, Þú kemur einfaldlega með tækið til okkar að
Draghálsi 26 og við komum þeim til Hringrás til endurvinnslu
16 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 25. jANúAR 2023
MIðVIkuDAGuR