Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 2

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 2
162 RÖKKUR Sarajevo. Var þess krafizt, að serbneska stjórnin lýsti þvi yfir opinberlega, að hún vítti og bannaði allan hættulegan áróður, að yfirlýsing þess efnis væri birt í hinu opinbera málgagni stjórnarinnar, og yf- irlýsingin innifalin í skipun til hersins. Þá var þess krafizt, að réttarrannsókn yrði hafin í máli allra, sem grunur hvíldi á um þátttöku í samsær- inu, og að þegin væri aðstoð Austurríkismanna til að bæla niður áróðursstarfsemina. Svar Serba var hógvært, næstum í afsökunartón. Fallizt var í raun og veru á allar kröfurnar, nema það, að þiggja „aðstoð“ Austurríkismanna við að bæla niður áróðursstarfsemi í landinu. Jafnframt leituðu Serbar stuðnings Rússa — á þessu stigi þó aðeins stjórnmálalegs stuðnings. Svari serbnesku stjórnarinnar var hafnað. Það var talið ófullnægj- andi. Og austurríski sendiherrann í Belgrad hvarf heim til Vínarborgar. öll stórveldin beittu sér til þess að koma í veg fyrir styrjöld — þ. e. a. s. öll nema Austurríki og Þýzkaland. Mikilla þjóðernislegra hræringa varð vart í Berlín og Vínarborg. Menn gengu í fylking- um um göturnar og kröfðust þess, að lagt væri út í styrjöld. Hið fræga lag, „Wacht am Rhein“, heyrðist hvarvetna, á götum úti, í leikhúsum og veitingastofum. Þ. 26. júlí varð ekki vart neinna æsinga i Englandi út af horfunum á m.eginlandinu, en í Írlandi gerðist atburður, sem margir óttuðust að myndi verða upp- haf borgarastyrjaldar. Skipað var á land 3000 riffl- um nálægt Dublin. Irskir sjálfboðaliðar tóku á móti vopnunum og voru á leið með þau til borgarinnar, er til átaka kom við skozka herdeild (King’s Own Scottish Bordorers). Beitt var byssustingjum, en Irar komust undan með vopnabirgðirnar. — Þeg- ar skozka herdeildin kom til Dublin var hún grýtt.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.