Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 14

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 14
174 ROKKUR mikil samúð i ýmsum löndum heims. Albert konungur, faðir hans, fórst af slysförum. Hann var heimsfrægur maður, sem gat sér slíkt orð, að hans mun ávallt verða minnzt i sögunni. Það var hann, sem á hinum örlagaríka degi, 2. ágúst 1914, var í forsæti á ráðherrafundi, sem að hans tillögu hafnaði úrslitakostum Þjóðverja. Þeir höfðu krafizt þess, að fá að fara óáreittir um landið með her sinn. „Vér hleypum þeim eigi yfir land vort,“ sagði konungur. „Belgía ver rétt sinn.“ Það var trú hans á gildi sáttmálans, sem tryggja átti hlutleysi Belgíu, og það, hve fús hann var að fórna öllu fyrir réttlætið, sem kannske framar flestu öðru hafði þau áhrif, að Bretar gripu til vopna, til þess að Þjóðverjum héldist ekki uppi að virða að engu samningshelgina. Konungur lét það engin áhrif hafa á afstöðu sína, að hann var af þýzk- um ættum. Vinfengi hans við Vilhjálm Þýzkalands- keisara hafði heldur engin áhrif á gerðir hans. Hann lét hótanir Þjóðverja sem vind um eyrun þjóta, og liann fór til vígstöðvanna og dvaldist jafnan með her sínum. Margoft lagði hann líf sitt í hættu i virkjum og skotgröfum. Hann var jafnvirðulegur sem æ fyrrum á undanhaltU hersins, jafn staðfast- ur og ákveðinn. Smáskika af landi hans náðu Þjóð- verjar aldrei. Þar var varizt, unz stríðsgæfan loks hlasti við bandamönnum. Innrásarherinn var á und- anhaldi, sigraður og litillækkaður, í landi hans, og i nóvember hélt Albert konungur innreið sina í Brússel, höfuðhorg lands síns. Við hlið honum var Alhert Bretaprins, sonur Georgs V. konungs, Albert prins, sem nú er Georg VI. Bretakonungur. Albert konungur var hár maður vexti og sam- svaraði sér vel. Framkoman öll glæsileg og virðu- leg. Um hann var sagt, að enginn konungur gæti hagað orðum sínum svo fagurlega, er einhver var lióls eða aðdáunarverður, en hugleysi, grimmd og tviskinnungshátt þoldi hann ekki, og er hann vítti *

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.