Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 10

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 10
170 RÖKKUR Liege í Belgíu. Belgíumenn vörðust vel. Brezkt beiti- skip, Amphion, rakst á tundurdufl og sökk. 130 menn biðu bana. Bankavextir voru lækkaðir niður í 6 af hundraði. Sama dag skýrði Churchill frá hinni „ósvífnu til- lögu“ Þjóðverja, sem var þess efnis, að ef Bretland jnði hlutlaust, lofaði Þ<rzkaland að leggja ekki und- ir sig nein frönsk landsvæði. En um nýlendur var engu lofað. Yfirlýsing Asquiths vakti mikla athvgli. Þann 5. ágúst voru birtar hvarvetna áskoranir til manna um að gerast sjálfboðaliðar í hernum. En menn þurftu ekki hvatningar við. Menn á öllum aldri þyrptust til skráningarstöðvanna. Aldrei hafði slíkt aðstreymi sézt til innritunarstöðva liers- ins. Á einni helgi gengu 10.000 menn 1 herinn. En eingöngu voru valdir hraustir, ungir menn. Sá tími var ekki kominn, er taka yrði alla, sem vopnfærir gátu talizt. Fregnir um átök á styrjaldarvettvangnum voru enn fáar. Strangt eftirlit var með öllum fréttaflutn- ingi hvarvetna. Þann 7. ágúst voru bankarnir opnaðir aftur. — Þann 12. ágúst sagði England Austurríki stríð á hendur. Þessa fyrstu daga styrjaldarinnar voru engar fregnir birtar um brezka herinn. Hvað hafðist hann að? Hvar var hann? Enginn virtist vita það. Mikillar stríðsæsingar varð vart. Leiknir voru þjóðsöngvar bandamanna hvarvetna. Á veitingastof- um, i leikhúsum og víðar, og væri einhver seinn á sér að standa upp, kom það fyrir, að hróp voru gerð að mönnum. — Allir virtust fagnandi, nema mæðurnar, sem virtust gera sér gleggri grein fyrir því en aðrir, sem köma hlaut, en þær fylgdu sonum sínum og öðrum ástvinum brosandi úr hlaði. Þá mátti ekki sjást tár á hvörmum neins. Menn sáu ekki fyrir hugskotssjónum sínum blinda hermenn og lemstraða, eða röð við röð af litlum hvítum krossi

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.