Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 3
RÖKKUR
163
Skotið var á múginn. Þrír menn biðu bana, en margir
særðust. Þetta var upphaf og endir borgarastyrjald-
arinnar í Irlandi, sem fjandmenn Bretlands höfðu
gert sér svo miklar vonir um. En miklir viðburðir
voru í aðsigi.
Daginn eftir stakk Sir Edward Grey, utanríkis-
ráðherra Bretlands, upp á því, að haldin væri ráð-
stefna í London, til þess að koma í veg fyrir, að
styrjöld brytist út á meginlandinu. Hann bauð rík-
isstjói'num Þýzkalands, Frakklands og Italíu að
ræða við fulltrúa brezku stjórnarinnar. Þau þrjú
lönd, sem að framan greinir, voru ekki þátttakendur
í deilunum, sem gerðu horfurnar svo ískyggilegar
sem raun bar vitni, en Grey kvað augljóst, að ef ekki
væri hægt að jafna ágreininginn milli Austurríkis-
manna og Serba fljótlega, myndi Evrójia verða fyrir
meira áfalli en nokkurn tíma áður, með svo hörmu-
legum afleiðingum, að ekki yrði með orðum lýst.
Frakkar og Italir tóku boðinu. Þjóðverjar hikuðu
— færðust undan. Það var augljóst, að þeir höfðu
vitneskju um eitthvað, sem þeir héldu leyndu.
Fréttir bárust nú dræmt frá Vínarborg. Og eng-
fnn virtist vita með neinni vissu hvað var að gerast.
i Englandi féllu verðbréf og ókyrrð var meðal kaup-
sýslumanna. Verðlag á matvörum, t. d. hveiti, hækk-
aði í Englandi. Og fregnir bárust frá Berlín, að menn
hópuðust í bankana til þess að taka út sparifé sitt.
1 Englandi voru ýmsar varúðarráðstafanir gerðar
af her- og flotastjórninni. Konungurinn hafði nýlega
verið viðstaddur flotasýningu nálægt Spithead. Þar
voru samankomin í einu fleiri herskip en dæmi voru
til áður. Vegna Irlandsmálanna tafðist konungur í
London, en hann kom í tæka tíð til þess að vera við-
staddur flotasýninguna. Hann fór á vettvang í kon-
unglegu snekkjunni, snekkjunni Victoria and Albert.
— Við hlið konungs á stjórnpalli var prinsinn af
Wales, síðar Játvarður VIII., og eftir valdaafsalið
hertogi af Windsor. — Ennfremur stóð við hlið kon-