Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 9
RÖKKUR
169
ríkisráðuneytinu, þar sem svo var að orði komizt,
að þar sem þjzka stjórnin hefði algerlega neitað
að verða við kröfum brezku stjórnarinnar um að
virða hlutleysi Belgíu, hal'i brezki sendiherrann í
Berlín beðið um vegabréf sitt, og brezka stjórnin
tilkynnt þýzku stjórninni, að Bretland eigi i styrj-
öld við Þýzkaland frá klukkan 11 að kveldi þess
4. ágúst.
Mannfjöldinn laust upp fagnaðarópum. Mikill
mannfjöldi var i Downingstræti og i nánd við
helztu stjórnarbyggingar.
Það var þá svo komið, að Evrópu-styrjöld var
skollin á. 1 byrjun kom þannig þegar hin örlaga-
ríka tala 11 til sögunnar. Ekki óraði menn fyrir
þvi þá, að styrjöldinni mundi verða lokið á elleftu
stund ellefta dags ellefta mánaðar (1918).
Gripnir stríðsæsingu létu menn fögnuð sinn í
ljós á ýmsan bátt.
Georg konungur sendi sjóliðinu sérstaka orðsend-
ingu, stílaða til Jellicoe flotaforingja, sem bafði á
bendi yfirstjórn flotans. Kvað konungur svo að
orði, að hann væri þess fullviss, að brezki flotinn
mundi nú sem æ fyrrum halda hátt á lofti heiðri
Bretlands og reýnast Bretaveldi „öruggur skjöldur
á hinum miklu reynslutimum, sem framundan eru“.
Þann 5. ágúst gerðist margt annað en það, sem
bér hefur verið rakið. Kitchener lávarður var skip-
aður hermálaráðherra. Asquitli fór fram á að þing-
ið veitti eitt hundrað milljónir sterlingspunda til
styrjaldarþarfa. Það var mesta fjárveiting, sem
þingið noklcurn tíma hafði afgreitt vegna styrjald-
ar. Fjármálaráðherrann hvatti menn til þess að
safna ekki gulli. Hafizt var handa um fjársöfnun
handa þeim, sem urðu hart úti af völdum styrj-
aldarinnar. Prinsinn af Wales og Mary drottning
hirtu hvatningarávörp. Á tíu dögum safnaðist cin
milljón og 200 þúsund sterlingspund.
Þann 6. ágúst réðust Þjóðverjar á virkin við