Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 8

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 8
168 RÖKKUR eg þess, að stjórn Yðar Hátignar geri allt, sem í hennar valdi stendur til þess að vernda sjálfstæði Belgíu.“ Sir Edward bætti því við, að svo væri komið, að á hvaða augnabliki, sem væri, yrðu Bretar að grípa til vopna sjálfum sér til verndar. Flotinn var vígbúinn. Og byrjað var að kveðja menn til þjónustu í landherinn. Brezka stjórnin sendi þýzku stjórninni orðsendingu til þess að mót- mæla skerðingu Þjóðvérja á hlutleysi Belgíu. Þýzka stjórnin svaraði þegar, en svarið var ófullnægjandi. Þjóðverjar ætluðu ekki að leggja Belgíu undir sig. Þjóðverjar höfðu ráðizt inn í Belgíu sér til vernd- ar fyrir ágengni Frakka, og fyrir Þjóðverja var allt undir því komið, að þeir gerðu ráðstafanir sér til verndar gegn ágengni þeirra. Þriðjudaginn 4. ágúst sendi brezka stjórnin þýzku stjórninni úrslitakosti. Þess var krafizt, að Þýzka- land virti hlutleysi Belgíu — og ef Þýzkaland yrði ekki við þessari kröfu, mundi Stóra-Bretland lýsa yfir styrjöld gegn Þýzkalandi á miðnætti næsta. Tveir hrezkir ráðherrar, Morley lávarður og Mri John Burns, voru ósammála þessari ákvörðun, og báðust lausnar. England beið eftir svari Þýzkalands. Um allan heim var beðið með óþreyju eftir svarinu. Jafnvel þá voru menn sannfærðir um, að mest væri undir afstöðu Bretlands komið. Mundu Þjóðverjar hætta við áform sín? Það var spurningin, sem menn báru upp með sjálfum sér og hverir við aðra, er menn söfnuðust saman fyrir utan bústað forsætisráðherr- ans í Downingstræti og þar í grennd. Eða mundi Þýzkaland ögra Stóra-Bretlandi? En menn voru á cinu máli um það, að ef Þjóðverjar hættu ekki við innrásina í Belgíu, yrðu Bretar að taka sér vopn í hönd og taka þátt í styrjöldinni. Það var ekki fyrr en kl. 12,15 miðvikudaginn 3. ágúst, sem birt var tilkynning frá brezka utan-

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.