Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 11

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 11
RÖKKUR 171 á ökriun Flandurs. Menn hylltu hersveitirnar, sem lögðu af stað í stríðið, sólbrennda khakiklædda menn, hlupu til þeirra, réttu þeim blóm, vindlinga og ann- að. Enginn hafði áhyggjur af Zeppelín-loftförum — eða eiturgasinu. Um slíkt höfðu menn enga hug- mynd. Og stjórnin sat á fundum dag og nótt. Fjölda margir hermenn sáust á ferli, í norður- og suðurhéruðum landsins. En herinn sjálfur — hvar var hann? Hann var horfinn. Margir hljóta að liafa vitað, hvert hann hefði verið sendur, en um þetta var ekki talað, og það var ekki mikið um að vera i brottfararstöðvunum. Enginn hornablástur eða neitt. Það var ekki fyrr en þann 18. ágúst, að eftir- farandi tilkynning var birt, og þá var aflétt ]>eirri hulu, sem yfir þessu hafði verið: I „Her sá, sem fengið hefir það hlutvcrk, að berjast erlendis, er kominn heilu og höldnu til Frakklands“ o. s. frv. Tekið var fram, að herflutningárnir hefðu gengið algerlega að óskum og án þess nokkurt slys hefði orðið. Kitchener lávarður þakkaði blaðamönnum sér- staklega hve vel þeir hefðu gætt skyldu sinnar, að minnast ekki einu orði á neitt, sem gaf til kynna, að verið var að flytja hcrinn til Frakklands. Herinn var settur á land í Boulogne. Herskip voru herflutningaskipunum til verndar. Er til Frakklands • kom var hermönunvim brezku ágætlega tekið. „Lifi England!“ var hrópað einum munni af hinum mikla fjöldi manna, sem safnazt hafði saman við höfn- ina. Og lírezku hermennirnir voru kátir og hressi- legir og vissir um, að bandamönnum myndi falla sigur í skaut. Birt var ávarp til hermannanna frá Georgi kon- ungi, þar sem hann komst svo að orði: „Þér farið nú að' heiman til þess að berjast fyrir öryggi og heiður Bretaveldis.... Eg ber hið fyllsta traust til yðar. Gerið skvldu yðar. Hafið orðið skylda

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.