Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 6

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 6
166 RÖKKUR Helztu bankastjórar landsins sátu á ráðstefnum með stjórninni. Kauphöllinni.var lokað. Daginn eftir komu mörg brezku blöðin út, þótt sunnudagur væri. Þetta var daginn fyrir svonefnd- an „banka-frídag“, er menn almennt flykkjast til fjalla og baðstaða, því að vinnustöðvum er lokað þennan dag. Á leiðinni til slikra staða lásu menn nýjar fregnir í blöðunum, sem sýndu ljóslega hvert krókurinn beygðist. Þýzki sendiherrann í St. Pét- ursborg hafði daginn áður afhent rússneska utan- ríkisráðherranum stríðsyfirlýsinguna. Að svo búnu bafði hann haldið af stað heimleiðis. Þjóðverjar'réðust inn í stórhertogadæmið Luxem- bourg án undangenginnar stríðsyfirlýsingar. Með Lundúna-samningunum 1867 höfðu stórveldin lof- að að virða hlutleysi stórhertogadæmisins. Bretar kvöddu til herskyldu sjóher sinn og vara- lið hans. Stjórnin sat á stöðugum fundum. Kon- ungurinn var kvaddur tii viðræðna við ráðherrana á öllum tímum dags og nætur. Kitchener lávarður frestaði ákveðinni för til Egiptalands, — heima fyrir beið hans meira verkefni. Bankavextir liækkúðu upp í tíu af hundrað. Mánaðar greiðslufrestur var ákveð- inn á vissum skuldhindingum. 1 kirkjum Bretlands var bænadagur haldinn og þess heðið, að friðurinn mætti haldast. — Þennan sama dag, sunnudag, var fjöldafundur haldinn á Trafalgar-torgi. Ýmsir kunnir menn úr flokki jafn- aðarmanna fluttu ræður, sumir úr flokki þing- manna. Allir töluðu gegn styrjöld. Meðal áheyr- enda voru margir útlendingar, þeirra meðal Þjóð- verjar allmargir og Frakkar. Til nokkurra uppþota kom, en enginn meiddist. Var það vafalaust því að þakka, að lögreglan kom mjög vægilega fram. SamþykkTvar tillaga frá jafn- aðarmönnum um alþjóðarfrið, þ. e. að verkamenn í öllum löndum skyldu lxeita andstöðu sinni í verk- smiðjum og á sviði stjórnmálanna, til þess að koma

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.