Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 15

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 15
ROKKUK 175 inenn fyrir slíkt, var hann þungnr á brúnina og fyrirlitningarnepja i rödd hans. Hann var maður hugrakkur. Það kom oft i ljós á vígstöðvunum, og eins í liættulegum fjallaferðum, en hann var fjall- göngumaður ágætur. Honum var hugleikið að hætta á eitthvað. Stæla hug og vöðva við hættuleg viðfangs- efni. Þess vegna haði hann dálæti mikið á fjallgöng- um. Timþir fjallanna heilluðu hann, drógu hann til sín með ómótstæðilegu seiðmagni. 1 fjöllunum undi liann sér bezt. 1 kyrrðinni naut hann óumræðilegrar fegurðar þeirra, ekki aðeins til þess að klífa hátinda, heldur og til þess að hvílast og liugsa um hugstæð efni i skjóli þeirra. Þar gat konungurinn gleymt tign sinni og áhyggjum, notið þess að vera maður, sem leitar návistar náttúrunnar og einveru. Konungurinn lagði það í vana sinn að fara til Italíu á ári hverju, einkanlega að hausti til og dvald- ist ]iá iðulega tvær til þrjár vikur i Cortina d’Am- pezzo, eða einliverjum öðrum kærum stað í Dolomita- fjöllum, þar sem hann gat fullnægt fjalla-lífsþrá sinni. Þar ferðaðist hann jafnan undir dulnefni — skráði sig sem Redy lækni frá Brússel, er hann gisti i gistihúsum. Oft leigði hann sér fjallakofa og dvald- ist þar einn með leiðsögumönnum sínum. Árið 1930 til dæmis dvaldist hann í Madonna di Campiglio, og kleif marga hátinda Dolomita-fjalla, sem eru 2500 til 3000 metra háir. Þetta voru oft mjög áhættu- samar fjallgöngur. Oftar en einu sinni bjargaði hann lífi samfylgdarmanna af hinu mesta snarræði. Arið 1932 kleif liann tindinn Crozzon di Brenta, og var það mikið afrek. Tindurinn er yfir 3400 metrar á hæð. Eitt sinn var tindur þessi talinn ó- kleifur, og illkleifur hefur hann jafnan verið talinn. Fyrr á sama ári, er Albert konungur var á ferða- lagi í Belgiska Kongó, kleif hann McKeno-fjall, sem er hátt á fimmta þúsund metrar, Var konungur kominn í um 4500 metra hæð, er hann neyddist til að snúa aftur, vegna fárviðris. Þegar hann var

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.