Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 5

Rökkur - 01.06.1945, Blaðsíða 5
RÖKKUR 165 lið með Miðveldunum, rufu Italir seinustu tengsl sín við Miðveldin og gengu í lið með bandamönnum. Víkjum nú að þessu nokkru nánar. Þann 28. júlí sagði Austurríki Serbum stríð á hendur. Fregnir ípru að berast um smáskærur á landamærunum, töku fljótabáta og þess háttar. Þessum fregnum var gert allhátt undir höfði i brezkum blöðum. Þennan dag birti Times áskorun þess efnis, að öll þjóðin ætti að sameinast um þá kröfu, að írska deilan yrði til lykta leidd tafarlaust, vegna þess hve ískyggi- lega horfði á meginlandinu. Brezku blöðin tóku yfirleitt undir þessa áskorun. Þann 29. júlí sagði Asquith forsætisráðherra i neðri málstofunni, að horfurnar væru mjög ískyggi- legar. Hann iívað hrezku stjórnina halda áfram til- raunum sínum til þess að koma í veg fyrir að styrjöld hrytist út um alla álfuna. Daginn eftir sagði hann, að það „héngi á þræði”, hvort friður héldist eða Evrópustyrjöld blossaði upp. Hann hvatti alla flokka til þess að leggja innhyrðis deilur til hliðar. Bonar Law studdi forsætisráðherrann: Hvað sem líður ágreiningsmálum okkar heima fyrir, verðum vér að standa sameinaðir á vettvangi heimsmál- anna. Báðherrarnir voru hylltir fyrir þessar yfir- lýsingar sínar. 1 rauninni var nú fyrir það girt, að frekari ágreiningur yrði í Bretlandi um Irlands- málin. Þann 31. júlí hvatti Georg konungur V. Rússa- keisara til þess að gera allt, sem í hans valdi stæði, til þess að varðveita friðinn. Rússar voru þá hyrj- aðir að hervæðast. Þjóðverjar svöruðu með því að lýsa yfir hernaðarástandi. Þrátt fyrir allt virtist svo, sem vígahugur væri í mönnum í flestum lönd- um álfunnar. Jean Jaures, leiðtogi franskra jafn- aðarmanna, var myrtur, af því að hann hafði mót- mælt því, að lagt væri út í styrjöld. 1 Englandi A oru bankavextir hækkaðir úr 4 í‘ 8 af hundraði.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.