Fréttablaðið - 24.02.2023, Page 22

Fréttablaðið - 24.02.2023, Page 22
Breyta þarf því hvernig ákvarðanir eru teknar með hag íslenska boltans í fyrirrúmi, Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði um helgina en þar verður tek- ist á um hin ýmsu mál þó ekki sé búist við neinum hitafundi. Sjálfkjörið er í stjórn sam- bandsins og þá er ekki kosið um formann á þessu þingi. hordur@frettabladid.is FÓTBOLTI Ársþing KSÍ er oftar en ekki áhugaverð samkoma en stærsta málið á þessu þingi verður f járhagsáætlun KSÍ og tillaga stjórnar KSÍ um að lengja kjörtíma- bil formanns í fjögur ár. Formaður KSÍ er í dag kjörinn til tveggja ára og telja sumir að lengja þurfi kjör- tímabilið svo formaður geti mótað stefnuna og fylgt henni eftir. Þetta gefur formanni og stjórn hin ýmsu tækifæri en ekki er talið líklegt að þessi tillaga nái fram að ganga. Vanda Sigurgeirsdóttir er að klára fyrra árið sitt í stól formanns og þarf eftir nokkra mánuði að fara að huga að kosningabaráttu ef mótframboð telst líklegt. Íslenskur toppfótbolti á ansi margar tillögur á þinginu en athygli vekur að stjórn KSÍ setur athugasemdir við þær f lestar. Jón Rúnar geti setið fundi ÍTF leggur til breytingar á því að varaformaður ÍTF geti tekið sæti formanns ÍTF á fundum stjórnar KSÍ. Þegar Orri Hlöðversson, for- maður ÍTF, hefur ekki komist á stjórnarfundi ÍTF þá hefur ekki mátt kalla inn varamann fyrir hann. „Með þessari tillögu er verið að bregðast við því að samþykktum ÍTF hefur verið breytt á þann veg að varaformaður ÍTF er kjörinn sér- staklega og er staðgengill formanns ef formaður er forfallaður. Þegar komið hefur fyrir að formaður ÍTF hefur ekki komist á fundi stjórnar hefur ekki verið heimild til þess að inn sé kallaður sérstakur varafull- trúi fyrir hönd samtakanna. Eðlilegt er að ákvæðinu sé breytt þannig að fulltrúi ÍTF hafi ávallt tækifæri til þess að vera á fundum stjórnar KSÍ og því er breytingatillagan lögð fram. Eftir sem áður er ákvæði um að viðkomandi aðili þurfi að vera sérstaklega kjörinn á aðalfundi ÍTF líkt og gildir með formanninn,“ segir í breytingartillögu ÍTF. Varaformaður ÍTF var kjörinn á dögunum og er það Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Gott net á alla velli ÍTF leggur einnig til tillögu um að allir vellir á landinu verði með góða KSÍ gerir athugasemdir við flestar tillögur Jón Rúnar Hall- dórsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoð- unum sínum þegar kemur að málefnum KSÍ. Hann gæti nú brátt farið að sitja stjórnar- fundi sambans- inds. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Mikilvægt að bregðast við og búa leikvellina þannig að hægt sé að spila á þeim seinni part dags þegar líður á haustið. Tillaga ÍTF Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði um helgina, ekki er búist við neinum hita á þinginu en fróðlegt er að sjá að KSÍ setur athugasemdir við flest- ar þær tillögur sem Íslenskur topp- fótbolti leggur fram. Ég hef fylgst náið með ársþingum KSÍ síðustu tíu árin eða svo og setið þau nokkur, þingið er meingallað og á engan hátt hannað til þess að bæta íslenskan fótbolta. Það er nefnilega einu sinni þann- ig að hvert einasta félag er aðeins mætt á þingið til þess að reyna að verja eigin hagsmuni til skamms tíma, engum dettur í hug að horfa á stærri myndina og horfa á framtíð- ina í íslenskum fótbolta þegar kosið er um mál. Fyrir nokkrum árum var lögð fram tillaga um varalið í meistaraf lokki kvenna sem gæti tekið þátt í deildarkeppnum, félög sem töldu sig ekki hafa hag af þess- ari tillögu mættu með læti í pontu og felldu tillöguna. Atkvæðisrétt í þessu máli höfðu öll félög landsins, líka þau sem spila bumbubolta í neðri deildum karla. Þingið er nefnilega meingallað, þar er kosið um mál sem ættu að vera ákveðin í miklu minni hópi. Hópi sem væri að hugsa um íslensk- an fótbolta en ekki eigin hagsmuni. Á meðan þingið er svona og atkvæð- in skiptast svona verður erfitt að fá góðar tillögur í gegn. Nýtt fyrirkomulag Bestu deildar var sem dæmi fellt þegar það kom fyrst upp og þurfti að fara bak við tjöldin til að leysa þann hnút. Til- raun sem er gerð til þess að bæta íslenskan fótbolta en félög sem höfðu ekki hag af því reyndu að stoppa málið. Breyta þarf því hvernig ákvarð- anir eru teknar með hag íslenska boltans í fyrirrúmi, félag í 4. deild á ekki að taka ákvörðun um það sem gerist í efstu deildum og félög í efstu deildum eiga ekki að taka ákvörðun um það sem gerist í neðstu deildum. Félög sem ekki hafa yngri f lokka eiga svo ekki að hafa atkvæðisrétt um það sem þar gerist. Þetta hljóta flest að sjá sem vilja íslenskum fót- bolta það besta. n Gallað ársþing sem hamlar framgangi fótboltans UTAN VALLAR | Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is nettengingu, er þetta gert til þess að fréttamenn og sjónvarpsútsend- ingar sem sendar eru í gegnum netið gangi vel fyrir sig. „Ársþing KSÍ samþykkir að sett verði inn ákvæði í reglugerð um knattspyrnuleikvanga að allir leik- vellir í tveimur efstu deildum karla og kvenna séu tengdir ljósleiðara- tengingum og verði félögum veitt aðlögun til keppnistímabilsins 2024 til þess að verða við þessum breyt- ingum,“ segir í tillögunni. Færsla á dómurum ÍTF leggur til að KSÍ hætti að útvega aðstoðardómara á leikjum í 5. deild karla, sem er neðsta deild, og þess í stað verði séð til þess að KSÍ sjái um að útvega aðstoðardómara á leiki í 2. f lokki. „Með þessum hætti er verið að færa aðstoðardómara á vegum KSÍ af leikjum í 5. deild karla yfir á leiki í 2. aldursflokki og í ljósi þess að í 2. aldursflokki eru krefjandi leikir oft og tíðum og þar eru framtíðar- leikmenn í íslenskri knattspyrnu er eðlilegt við núverandi ástand að þar skipi KSÍ alla dómara en félög í 5. deild sjái um að manna aðstoðar- dómara á leikina hjá sér,“ segir í greinargerðinni. ÍTF vill meira til sín ÍTF vill fá meiri rétt til að sjá um öll sín mál en í fyrsta sinn í fyrra sá ÍTF um sölu á sjónvarpsrétti og f leiri réttindum en áður var málið á borði KSÍ. Félög í ÍTF eru félög í tveimur efstu deildum karla og kvenna. „Með þessari tillögu er einvörð- ungu verið að hnykkja á því að réttindin í tveimur efstu deildum karla og kvenna liggja nú hjá ÍTF fyrir hönd félaganna. Jafnframt að hnykkja á því að réttindi í öðrum deildum liggi hjá þeim félögum sem í deildinni eru eða hagsmunasam- tökum þeirra, verði þau stofnuð. Það er mikilvægt að þetta sé skýrt í lögum KSÍ þannig að ekki fari á milli mála að réttindin eru félag- anna að fara með, ráðstafa og hag- nýta, hvort sem þau tilheyra efstu deildum eða ekki,“ segir í tillögunni. Betri ljós Með breyttu fyrirkomulagi á efstu deildum karla og kvenna byrjar mótið fyrr og endar síðar. Vill ÍTF að það verði sett sem skylda að leik- vellir í efstu deild séu flóðlýstir en aðeins gervigrasvellir eru það í dag. „Ársþing KSÍ samþykkir að sett verði inn ákvæði í reglugerð um knattspyrnuleikvanga að allir leik- vellir í efstu deild karla og kvenna verði búnir flóðljósum með að lág- marki 800 lux (útfærsla í höndum mannvirkjanefndar) og uppfylli önnur skilyrði sem UEFA setur varðandi flóðlýsingu á leikvöllum. Aðlögun verði gefin til þess að uppfylla þetta skilyrði til upphafs keppnistímabilsins 2026,“ segir í tillögunni og fylgir með greinargerð sem hljóðar svona. „Með breytingu á mótafyrir- komulagi í efstu deildum og leng- ingu keppnistímabils inn í skamm- degið er mikilvægt að bregðast við og búa leikvellina þannig að hægt sé að spila á þeim seinni part dags þegar líður á haustið. Við núverandi ástand er erfitt að finna hentugan tíma fyrir leiki í seinni hluta tíma- bilsins hjá þessum liðum og lenda leikir því oft á þeim tímum þegar hvorki áhorfendur né starfsmenn leikjanna hafa möguleika á að mæta á völlinn,“ segir í greinargerð ÍTF. n 14 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.