Fréttablaðið - 24.02.2023, Side 30

Fréttablaðið - 24.02.2023, Side 30
Þungarokkararnir í DIMMU hafa gefið út tímamótaplötu sína, Myrkraverk, í nýjum og endurhljóðblönduðum búningi. arnartomas@frettabladid.is Síðasta haust fagnaði hljómsveitin DIMMA því að tíu ár voru liðin frá því að platan Myrkraverk var gefin út. Tímamótin voru ærin, enda markaði platan vatnaskil í sögu sveitarinnar, og því hefur sveitin ákveðið að gefa plötuna út aftur í nýjum, endurhljóðblönduðum búningi. Geirdalsbræðurnir Ingó og Silli sátu sveittir við endurhljóðblöndun á upprunalegu upptökunum og var verkefnið ákveðið nostalgíutripp. „Þegar platan kom út fyrir jólin 2012 þá vorum við að nýta okkur meðbyrinn sem við fengum með laginu Þungur kross sem var fyrsta lagið sem DIMMA gaf út með íslenskum texta og gerði mikla lukku,“ segir Ingó. „Við settum pressu á sjálfa okkur að koma plöt- unni út fyrir jólin til þess að nýta þennan meðbyr.“ Myrkraverk fékk frábærar við- tökur og tók DIMMA í kjölfarið á f lug. Sveitin var þó aldrei nógu ánægð með hljóminn á plötunni sjálfri. Eftir tónleikaferðalag í fyrra var þess vegna ákveðið að koma plötunni í sitt fínasta púss með endurútgáfu. „Við tókum þá ákvörðun að við Myrkt mix sem engan svíkur Tímamóta­ platan Myrkra­ verk hefur aldrei hljómað jafn skýrt og kröftuglega. MYND/AÐSEND Dimma tók flugið með Myrkraverkum sínum fyrir tíu árum en tímamótin gáfu Geirdalsbræðrunum, Ingó gítarleikara og Silla bassaleikara, upplagt tækifæri til að magna hljóminn sem er miklum mun skýrari og kröftugri þannig að heittrúuðustu aðdáendur eru sáttir. MYND/AÐSEND ætluðum ekki að breyta upptök- unum neitt sem slíkum, því þetta er jú eins og hljómsveitin hljómaði fyrir tíu árum síðan. En við höfum líka lært gríðarlega mikið á þessum tíu árum sem nýttist svo sannar- lega því munurinn á hljómnum er svo allt annar – hann var kraftmeiri, skýrari og víðari,“ segir Ingó. Þið eruð ekkert stressaðir yfir að hafa slípað þennan demant ykkar um of? Var þetta hráa hljóð ekki hluti af velgengninni? „Það er svo oft með plötur að ef þær ná til fólks þá verður þetta nánast eins og trúarbrögð þar sem fólk vill engu breyta. Við fengum að heyra frá nokkrum heitum aðdá- endum að þeir ætluðu sér ekki einu sinni að hlusta á endurhljóðblönd- un því það mætti ekki krukka neitt í þessu,“ segir Ingó og hlær. „Allir þeir sem voru búnir að mynda sér svona skoðun fyrir fram hafa talað um að þetta sé núna miklu, miklu betra. Sum lögin sem náðu minni hylli en önnur eru líka að koma sterk inn núna.“ n Þetta verður nánast eins og trúarbrögð þar sem fólk vill engu breyta. Ingó Geirdal Í HELGARBLAÐINU | FRÉTTIR AF FÓLKI | Markmiðið að snerta fólk á einhvern hátt Leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason segir það draumi líkast að sjá bók sína lifna við en verkið Draumaþjófurinn verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um næstu helgi. Gunnar ræðir lífið, tilveruna, bókmenntir, börn og fjölskylduna. Þekki af eigin raun að eiga ekki öruggt húsaskjól Elva Hrönn Hjartardóttir ólst upp á Akureyri hjá for- eldrum sem unnu mikið til að veita henni og systk- inum hennar öruggt skjól. Það að ekki hafi verið mikið til segir hún hafa mótað sig. Elva brennur fyrir verka- lýðsmálum og býður sig nú fram til formanns VR. Langar að gefa til baka Frumburður Ástu Marý Stefáns- dóttur, Stefán Svan, lést í fangi hennar á sveitabæ foreldra hennar í Hvalfjarðarsveit, aðeins fjögurra mánaða gamall. Daginn fyrir jarðarförina sat hún yfir honum í kapellunni og tók ákvörðun um að eignast annað barn, ein. toti@frettabladid.is Rúmlega hundrað nemendur stunda nám á vorönn Kvikmynda­ skóla Íslands og njóta þar leiðsagn­ ar kvikmyndagerðar­ og listafólks í fremstu röð. Þeirra á meðal eru Hilmar Odds­ son, fagstjóri leikstjórnar­ deildar, og Hlín Jóhannesdóttir, fagstjóri fram­ leiðsludeildar­ innar, en þau eru að frumsýna bíómyndina Á ferð með mömmu. Annars vegar sem leik­ stjóri og hand­ ritshöfundur og framleiðandi hins vegar. Þau er síður en svo einu kennar­ arnir við skólann sem eru frekir til fjörsins í lista­ lífinu um þessar mundir en á vor­ önninni er Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistardeildarinnar, og Þórey Sigþórsdóttir, fagstjóri leiks og raddar. Þau frumsýndu ekki alls fyrir löngu bæði leikverk sem vel hefur verið tekið. Rúnar með Marat/Sade í Borgarleikhúsinu og Þórey Ég lifi enn í Tjarnarleikhúsinu. Fyrrverandi nemandinn Arnar Benjamín Kristjánsson kennir einn­ ig við skólann en hann er einn framleiðenda Villibráðarinnar sem gerir nú stormandi lukku í kvik­ myndahúsum. Samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndaskólanum eru út­ skriftarnemar þaðan áberandi í íslenskum kvikmyndaiðnaði og fylla á venjulegu ári allt að 30% starfsheita á kreditlistum íslenskra bíómynda. Þá sýna kannanir fram á að 96% nemenda spreyti sig í faginu að námi loknu og um 40% þeirra sem útskrifast fá strax störf og fulla vinnu við kvikmyndagerð. n Bæði kenna og gera kvikmyndir Hilmar Oddsson Hlín Jóhannesdóttir Venjulega fylla nem- endur um 30% starfs- heita á kreditlistum. 22 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.