Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 11

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 11
Viðtal við Þór Guðjónsson, veiði málastjóra. ftsUivtekt í Ameríku. Getum lært ýmislegt af Amerikumönn- um, en verðum að gera tilraunir, sem miðaðar eru við nkkar aðstœður. VEIÐIMÁLASTJÓRI fór í vor til Ameríkn og dvaldi þar um skeið. Er- indið \ar að kynna sér nýungar í fiski- rækt í ám og vötnum, og þá einkanfega lax- og silungsrækt. Ferðaðist hann bæði um Bandaríkin og Kanada, en liafði lengsta viðdvöl í Michigan- og Washing- tonfylkjum í Bandaríkjunum, en í þeim fylkjum báðum er inikil lax- og silungs- \eiði. Einnig heimsótti veiðimálastjóri helztu stofnanir, sem hafa með höndunr fiskirannsóknir og fiskirækt. Eftir heimkomuna birti dagblaðið \h's- ir \ iðtal við hann um förina, þar sem drepið var á það helzta, sem hann telur að íslendingar geti lært af Ameríkumönn- um í þessu efni, eða Iiaft hliðsjón af við rannsóknir og framkvæmdir, sem henta þeim aðstæðum, sem hér eru fyrir hendi. F.r það sem hér er sagt að mestu leyti samhljóða áðurnefndu blaðaviðtali. Sportveiði þýðingarmikil atvinnugrein. Veiðimálastjóri sagði að yfirleitt ríkti geysilegur áhugi vestan hafs fyrir veiði- máhnn, enda yfirleitt mikið fyrir þau gert. Meðal annars hafa fjárveitingar til fiskiræktar og hvers konar rannsókna í hennar þágu aukizt stórlega hin síðari ár. Þetta er líka skiljanlegt þegar þess er gætt að sportveiði hefur mikla fjár- hagslega þýðingu fyrir öll þau fylki þar sem veiðiaðstæður eru góðar. Þannig er t. d. í Michiganfylki einu um 11 þús- und veiðivötn. Þar hafa verið veitt á 2. milljón veiðileyfi á einu ári og sport- veiðin þar önnur þýðingarmesta atvinnu- greinin. Og einmitt vegna lrinnar þjóð- hagslegu þýðingar sem sportveiðin hefur í slíkum tilfellum hefur Bandaríkjastjórn með lögurn frá 1950 stórlega aukið fjár- hagslegan stuðning sinn til hinna ein- stöku fylkja, í þágu fiskiræktar og rann- sókna í ám og vötnum. Það liggur því í hlutarins eðli, sagði veiðimálastjóri, að margt er af Banda- ríkjamönnum að læra. Margháttaðar fiskiræktaraðferðir. Eitt meðal annars er reynsla Ameríku- manna af fiskiræktinni sjálfri. Til þess að ná sem beztum árangri í þeirn efnum og komast að raunhæfri niðurstöðu hafa þeir talið ákjósanlegast að reyna ýmsar fiskiræktaraðferðir samtímis. Áður var það álit manna, að allt sem þyrfti, væri að sleppa nægu klaki í ár og vötn. Nú eru menn aftur á móti komnir á þá skoðun að nauðsynlegt sé að reyna fleiri Veidimaðurinn 9

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.