Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 14
Merkingar í Ulfarsá. Hugsanlegt að laxinn leiti þaðan vegna vatnsþurðar. UM þrjú síðastliðin ár hefur veiði gönguseiða í Úlfarsá verið einkar liag- stæð og miklu meira veiðzt af þeim en árin þar á undan. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, hef- ur tjáð Veiðimanninum að af 582 laxa- seiðum, sem merkt voru í Ulfarsá 1952, hafi endurheimzt í fyrra 11 laxar eða 1.9%. í sumar komu svo 8 laxar til við- bótar í leitirnar af laxamerkingunum frá því í hitteðfyrra eða 1.4%. Þannig hafa 3.3% endurheimzt á þessu tveggja ára bili og er það mestur árangur sem fengizt hefur af merkingum í Úlfarsá að und- anteknum merkingunum frá 1947. Frá þeim árgangi endurheimtust 9.5% á þrem næstu árum á eftir. í fyrra voru 593 laxaseiði merkt í Úlf- arsá og af þeim komu 8 í leitirnar í sum- ar sem leið, eða 1.3%. En metár í laxamerkingum var í sum- ar því þá voru merkt 799 laxaseiði í Úlf- arsá og hefur þvílíkur fjöldi laxaseiða aldrei verið merktur þai' á einu ári. Veiðimálastjóri sagði að nú hefðu þrír þeirra laxa, sem merktir voru í Úlfarsá í fyrra og hitt eð fyrra, komið fram í Elliðaánum og Grafarvogi og er ekki vitað til að slíkt hafi kornið fyrir áður. Ekki kvað veiðimálastjóri það óhugs- andi, að þetta fyrirbæri stæði í sambandi við þverrandi vatnsmagn í Úlfarsá, því að nú er mikill hluti þess notaður til áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, svo sem kunnugt er. Væri ekki óhugsandi að laxinn leitaði til nýrra stöðva af þess- um sökum, en of snemmt kvað Iiann þó að fullyrða nokkuð um þetta. Hér \æri aðeins uni ágizkun að ræða, sem ekki fengizt úr skorið fyrr en síðar. Veiðin í sumar. SKÝRSLUR hafa enn ekki borizt nema frá fáum ám, en vitað er að veiði var talsvert neðan við meðallag síðustu 6 ára og heildartalan svipuð og í fyrra. Nokkrar ár hafa þó verið með allra lé- legasta móti, eins og t. d. Þverá í Borgar- firði, en aðrar yfir meðallag, svo sem Elliðaárnar, Laxá í Kjós, Laxá í Leirár- sveit, Haukadalsá í Dölum o. 11. Neta- veiði er sögð hafa verið með lakara móti bæði í Árnessýslu og Borgarfirði. Samkvæmt því, sem að framan var sagt, er því ekki hægt að birta hér að þessu sinni tölur nema frá fáum ám. Hinar verða að bíða jólablaðsins. F.ins og undanfarin ár eru tölur frá síðasta ári teknar upp til samanburðar. 1954 1953 Elliðaárnar .... 1257 918 Laxá í Kjós .... 645 440 Bugða 81 41 Meðalfellsvatn 33 24 Laxá í Leirársveit . . .... 300 221 Norðurá .... 474 470 Miðfjarðará . um 450 528 Laxá í Aðaldal . . . . . . um 700 1032 12 Veioimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.