Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 21
Veíðiferð til (Jr^nlonds.
Veiði eins manns á stnnd úr degi.
í fyrravetur efndu stangaveiðimenn
í Oslo til kvöldskemmtunar, þar sem
sýnd var litmynd frá Grænlandi eftir
danska tannlækninn Börge Höft. Mynd-
in heitir „Grönland fanger“.
Börge Höft fór í tveggja mánaða ferða-
lag til Vestur-Grænlands haustið 1951,
til þess að rannsaka þar möguelika til
stangaveiða. Eftir heimkomuna gaf hann
út ferðabók sína með hinu kynlega heiti
„Aad jeg en Hund?“
í viðtali við blaðamann frá Aften-
posten í Oslo, þar sem hann var spurður
um veiðimöguleika í Grænlandi, svar-
aði hann:
„Það er óhætt að fullyrða, að þeir eru
ótakmarkaðir, hvað fiskmagnið snertir. í
öllum ám og vötnum er ótrúleg mergð af
fjallaurriða, sem við köllum, en er bleikja
(salmo alpinus). Aðeins í einni á er lax
(salnto salar). Bleikjan getur orðið 6—8
pund, og ég gæti trúað að meðalþunginn
væri nálægt 4 pund. Það er talsvert erf-
itt að veiða í sumum ánum sökum þess,
hve mikið stórgrýti er í þeim. En niður
við ósana eru ágætir veiðistaðir. Bezta
Veiðimaburinn
19