Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 24

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Qupperneq 24
Vænn sjóbirtingur. Eitt sinn var ég við veiðar í júlímán- uði í á nokkurri í Noregi, og þá bar svo til einn daginn að gestgjafi minn fór á sérstakt veiðisvæði neðst í ánni. Hann lét því veiðiþjón sinn vera með mér. Við náðum einum eða tveimur fiskum um morguninn, en aðstoðarmaðurinn kvaðst sannfærður um að okkur mundi ganga betur, ef við hefðum flugur með dekkra skeggi. Hann fór svo að segja mér að ráðsmaðurinn heima hjá sér ætti einmitt fugl með rétta litnum. Eftir mið- degisverðinn færði hann mér síðan fjölda af fjöðrum, sem reittar höfðu verið af fuglinum nauðugum, og ennfremur dá- lítið af kvenhári, vafið inn í silkipappír. Þegar ég spurði, hvernig á þessu stæði, ritið segir, að þegar „startskotið" ríði af þeysist veiðimennirnir af stað eins og veðhlaupahestar, því allir vilji vera fyrst- ir á beztu veiðistaðina, enda sé ösin þar jafnvel verri en á nokkurri kvenkjóla- útsölu. Hér er hin frjálsa samkeppni í sinni fullkomnustu mynd, en við get- um tekið undir með ritstjóra „Fiske- sport“ og spurt: „Hvað er þarna eftir af ánægjunni, sem Walton og nrargir aðrir tala um í sambandi við veiðiskap- inn?“ Ef til vill svara myndirnar þeirri spurningu bezt. 22 sagði liann mér að það væri af höfðinu á fagurhærðustu stúlkunni sinni, sem hefði látið stuttklippa sig þá fyrir skemmstu! Ég hnýtti því næst fluguna, notaði kvenhárið í vængi, og varð hún líkust fljúgandi möl. Ég skal geta þess, að ég var með 9 feta þurrflugustöng, hjól, sem á voru um 130 yards af línu og þriggja yarda langt girni IX. Línan var smurð og ég veiddi á þurr- flugu. Þessi nýja framleiðsla mín flaut eins og heyvisk á vatninu, þegar ég reyndi liana um k\öldið, og eftir nokkur köst kom stórt gin upp úr djúpinu og flug- an fór á kaf. Eftir góða stund — sem er mjög nauð- synlegt að Iáta þessa stóru drella fá tii umráða — brá ég við honum og fann að þetta var feikna fiskur. Hann barðist eins og ljón, strikaði yfir í lygnu liinum megin við straumharðan streng og fór út með mikið af línu. Að lokum fór liann þó að þreytast og ífærunni varð komið við. Hann reyndist 15 pund. Hann (eða réttara sagt hún) var stór- kostlegur fiskur, einhver formfegursti sjóbirtingur, sem ég hef séð. Veiðiþjónn- inn hristi liönd rnína ofboðslega, því að þetta var stærsti sjóbirtingur, sem hann hafði nokkru sinni fært í um dagana. Við byrjuðum aftur og festum fljótlega í öðrum, ennþá stærri fiski. Hann strik- aði líka yfir í lygnuna, fór út með mikið af línu og stökk þrisvar upp í straum- inn. Þá sagði aðstoðarmaður minn: „Sástu laxinn þann arna?“ Það var þó sjóbirtingur líka, en eins og oft vill verða þegar svona grönn tæki eru notuð, hrökk girnið í þriðja stökkinu. Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.