Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 28

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Side 28
JUHANI AHO: Veiðistöngin. LESENDUR Veiðimannsins munu margir kann- ast við höfund þessarar greinar, því að nokkuð liefur verið þýtt eftir hann og birt hér í ritinu áður. Það er einhver sérstakur „tónn“ i frásögn og hugleiðingum þessa finnska skálds, sem hlýjar manni um hjartaræturnar. Og þótt hann lýsi oft aðstæðum, sem að ýmsu leyti eru ólíkar því sem íslenzkir veiðimenn þekkja, hljóta allir að hafa gaman af greinum hans, enda eru svo mörg atriði sameiginleg í reynslu veiðimanna hvær sem er í heiminum að þeir skilja alltaf hver annan. Þessi „óður‘“ til veiðistangarinnar er eflaust citt af þvx fegursta, sem um það tæki hefur xerið ritað, og hann er líka góð áminning til okkar allra um að fara vel með stöngina okkar og sýna henni allan þann sóma og umhyggju, sem hún verðskuldar. Ritstj. VEIÐISTÖNG af beztu gerð er í raun réttri listaverk. Og þegar ég nefni hana listaverk, gef ég henni mesta sæmdar- heiti, sem ég þekki. Sérhvert tæki er listaverk, ef það er eins og það á að vera, þ. e. fullkomlega hentugt og liæft til þess, sem á að nota það. Öxi eða hnífur eru listaverk, ef blaðið og skaftið eru í réttum hlutföllum og styrkja þannig og fullkomna hvort annað. Þau eru þá eins og lifandi verur. Þau hafa sína eigin sál, sem meistari þeirra liefur gætt þau. Það er liöndin, sig á hverju ári. Þess vegna vil ég ráð- leggja þér að biðja gyðjuna að vera eins góð við einhvern hinna og liún var við þig núna, ef þið farið aftur í Víðidalsá næsta sumar. Ritstj. sem notar þau, en þó er eins og þau starfi sjálfstætt. Og jafnvel þegar þau eru ekki í notkun eru þau lifandi — þau sofa og halda alltaf áfram að anda. Þegar ég kem inn í listasafn og horfi á einhverja forna myndastyttu, sem stend- ur þar á stalli sínum, en lít síðan á stein- aldaröxina undir glerkúpunni, gleður hvorttveggja augu mín og hjarta jafn- mikið. Meitill og hamar Mikaels Angelos hafa vafalaust verið eins fallegir og höf- uð Davíðs, sem ltann mótaði með þeim. Því nánara sem sambandið er milli tæk- ' isins og þess, sem notar það, þess meira mótast það af honum. Eigi hnífurinn, öxin eða orfið að vera fullkomin, þurfa þau að vera eins og samstillt framhald af hendinni — eins og hluti af þeim, sem notar þau, ekki aðeins hluti af hendi hans, heldur hluti af öllum líkama hans, í fullkomnu samræmi við krafta hans, líkanrsstærð ög jafnvel lyndiseinkunn. Klær greifingjans eru öðruvísi en katt- arins, úlfsins öðruvísi en ljónsins. í stuttu máli, eitt verður að svara til annars — veiðistöngin til veiðimannsins — og er ég þá kominn að efninu. Veiðistöngin er einhver fallegasti smíðisgripur, sem handverksmenn nú- tímans framleiða. Þótt hún sé að nokkru leyti smíðuð í vél, er eigi að síður á henni sú fínasta vinna, sem nokkur list- iðnaður getur boðið. Hún er eins og Toledosverð eða hárfínustu uppskurð- 26 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.