Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 29
artæki. Þar er engu ofaukið, en samt allt, sem þarf að vera, og hún er sér- staklega gerð fyrir einstaklinginn, sem á að nota hana. Hvað lögunina, gerðina og liugmynd- ina snertir eru jafnvel beztu laxastengur enn í dag prik, eins og veiðistengur hafa alltaf verið. Veiðimenn steinaldarinnar fóru að eins og drengir nútímans og skáru sér til prik úr hrísi eða reyni í lund- inum við árbakkann. Laxastöngin er framleidd úr bezta efni, sem fáanlegt er og vönduðustu vinnu, en enginn ensk- ur meistari getur hefiað, mælt eða vand- að verk sitt af meiri nákvæmni og sam- vizkusemi heldur en veiðimaðurinn í fornöld leitaði sér að priki, prófaði það og valdi það eða hafnaði því. Vér getum hugsað oss, livernig hann sveiflaði því til, svo að hvein í loftinu, áður en hanri fláði börkinn af og live vel hann gætti þess, að flá ekki börkinn af toppnum og liandfanginu, bæði til þess að það liéldi mýktinni og seigjunni og að hand- festan yrði góð — alveg eins og enski snillingurinn leggur rnesta alúð við topp- inn og síðan handfangið, sem hann klæð- ir með korki. Og alveg eins og veiðimenn nútímans, sem vilja stunda íþrótt sína eftir öli- um listarinnar reglum, láta sér ekki nægja eina stöng, lieldur minnst tvær, aðra fyrir rnaðk og spón og hina fyrir flugu, þannig áttu einnig veiðimenn fortíð- arinnar nokkrar stengur, eina fyrir hverja fisktegund, sumar til þess að veiða með á grunnu vatni og aðrar á djúpu, og ef til vill sérstakar stengur fyrir sum- arveiðar og aðrar til að nota á veturna. Sportveiðimaður vorra tíma hirðir og lætur sér annt um „split-cane“-stöngina sína, eins og hún væri hvítvoðungur, en nákvæmlega eins hugsar hinn veiði- maðurinn um prikin sín, þótt þau séu úr einiviði eða reyni. Hann heldur gæti- lega á þeim undir hendinni á leiðinni frá bænum niður að bátnum, leggur þær í stafninn, en ekki niður í bátinn, og hann lætur þær ekki liggja úti eða rifna og vindast af regni og hita. Hann gælir við þær. Hann smíðar sér lielzt ekki nýja meðan sú gamla er nothæf. Þær eru vin- ir hans og félagar, sem hann hefur átt með margar stundir kyrrlátrar gleði og liamingju, sem enginn veit um nema þessi tvö eða þrjú — veiðimaðurinn og ,,stangafjölskylda“ lians. Þegar krakkarn- ir öskra, konan er í vondu skapi og heimilislífið tirðist óbærilegt og sálin þráir gleymsku og frið og dálitla gleði, laumast maðurinn framhjá bað- stofunni og eftir blómguðum rúgakr- inum niður að ströndinni, ýtir bátnum á flot og rær hlæjandi og raulandi út á sjóinn. Þá lifir hann, þessa björtu sum- arnótt, aðfaranótt sunnudagsins, þær stundir, sem eru ætlaðar honum — hon- um einum. Annaðhvort lætur hann sig reka nreð straumnum eftir fiskigöngunni eða hann leggst við fast á einhverju miði langt undan landi, umkringdur af vinum sínum. Eina veiðistöngina lætur liann liggja undir hnésbótinni og yfir borð- stokkinn, aðra í hinni hnésbótinni og heldur á þeirri þriðju. A einni hefur hann karfa seni beitu, á annarri tordýfil og á þeirri þriðju maðk. I hans augum er leyndardómur veiðiheppninnar fólg- inn í þessum gömlu, veðurbörðu stöng- um með hin gljáslitnu handföng. Hann trúir því, að hann geti ekki veitt á önn- ur tæki en þær, og heppnin yfirgefi sig, Vkiðimaðurinn 27

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.