Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 35

Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Blaðsíða 35
rérum, því það var ógerningur fyrir einn mann að berjast \ið rokið og ágjöfina úti á vatninu. Konan mín sat á skut- þóftunni, dúðuð í rnargar kápur, með sína stöngina til hvorrar handar; við aðra var hnýtt Blue and Silver minnó, en Brown and gold við hina. Á þessu stigi málsins er rétt að geta þess, að stengurnar, sem við höfðum með- terðis, hæfðu engan veginn svona veið- um. I>ar sem við höfðum ekki hugsað okkur að veiða neitt að ráði í þessari Skotlandsferð, sendum við flestar steng- ur okkar í stangakassanum til föður míns, um leið og \ið fórum frá Devonshire, en tókum aðeins með okkur þær, sem auðvelt var að hafa í bílnum, og það \oru létt 12 feta greenheart smálaxa- stöng og rnjög stutt „splitcane“ kast- stöng, aðallega ætluð til þess að veiða á hana geddu úr bát. Yið Pétur réruin þétt npp ána og með suðurbakka liylsins, rétt utan við sokknu trén. Allt í einu, brrrr! — og toppurinn ;i smálaxastönginni svignaði af gríðarlegu átaki. Við Pétur töldum báðir víst að \ ið hefðum fest í einu trénu, en á næsta augnabliki var augljóst, hvað olli, því að línan stefndi inn í miðju hylsins með geislegum hraða, þrátt fyrir alla viðleitni konu minnar til þess að hafa hemil á fiskinum. Fyrst í stað gerði fiskurinn lítið ann- að en að synda í hringi um allstórt svæði í liylnum, en af einhverri kynlegri á- stæðu reyndi hann ekki að flækja okk- ur í trjánum. Að nokkurri stundu lið- inni var konan mín orðin dofin í báð- um höndum, því kuldinn var óskapleg- ur, og hún bað mig að taka stöngina um stund. Þar sem ég vissi að mér var óhætt að treysta línunni og virgirnið var nýtt og óskaddað tók ég á fiskinum eins og ég gat, til þess að koma meiri hreyfingu á hann, í þeirri von að hann myndi þá einhvern tíma þreytast. Þetta var að vísu veik von, því að við fórum eintóma hringi um hyli-nn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að snúa bátnum og breyta þannig átakinu. Fjörutíu mínútur gekk hvorki né rak og við sáum aldrei andstæðinginn, en þá tók hann loksins roku yfir hylinn og velti sér ofan á vatninu í um það bil 50 metra fjarlægð frá bátnum. Við sáum liann aðeins augnablik, en okkur sýndist þetta vera fallegasti fiskur, ný- runninn, og gizkuðum á að hann væri um 20 pund. Síðan lagðist liann í dýpið aftur og hvernig sem ég reyndi, gat ég ekki rokkað honum þaðan. Það var nú augljóst, að litla smálaxastöngin var of veikbyggð til þess að lyfta fiskinum í svona lygnu vatni, og við fórum að \erða dálítið óróleg vegna kiddans og hinna ömurlegu aðstæðna yfirleitt. Vinstri hendin á mér, sem \ itanlega hafði reynt mest á, var löngu orðin alveg dof- in, og ég var farinn að hugsa um það með sjállum mér, hve langt yrði þang- að til hún yrði orðin kalin, en þá varð ég var við að átakið hafði breytzt og \ar nú orðið alveg „dautt“. Við vorum þá stödd við suðurbakka hylsins og rérum hægt út, og kom þá í ljós svo ekki varð um villst, að við vorum föst! Fiskurinn hafði nú verið á í klukku- tíma og 20 mínútur, og það má ímynda sér hugarástand okkar í bátnum, þegar \ ið vorum orðin nokkurn veginn viss um að við nnxndum missa hann eftir allt saman. Við rerum hægt að staðnum þar 33 Veiðimabvrinn

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.