Veiðimaðurinn - 01.09.1954, Page 36
sem iínan var íöst, og stóð hún þá beint
niður, eins og vænta rnátti. Pétur hall-
aði sér langt út yfir borðstokkinn og
konan mín hélt í fætur hans eins fast
og hún gat. Hann brá höndunum yfir
gagnaugun, lagðist með andlitið niður
að vatninu og rýndi í djúpið. Svo kom
löng þögn — en síðan sagði liann: „Ég
sé fiskinn iiérna beint fyrir neðan, mað-
ur!“ Síðan kraflaði hann sig aftur inn
í bátinn og sagði okkur að sér sýndist
línan vera föst utan um gamla pípu eða
eitthvað þess háttar, en fiskurinn lægi
með kviðinn upp á botninum þar hjá. Ég
spurði liann kvíðafullur, live djúpt hann
héldi að væri þarna, en liann virtist
óviss, svo ég lientizt út á borðstokkinn
og horfði niður líka. Éyrst sá ég ekkert
nema dökkgrænt vatnið, en svo gat ég
greint eitthvað óljóst og hvítleitt á feikna
dýpi, að því er virtist.
Ég settist upp aftur og hélt í skyndi
stríðsráðstefnu þar sem við samþykktum
að okkar eina hugsanlega von væri sú,
að reyna að krækja í fiskinn þar sem
liann lægi. ífæran mín var lengsta teg-
und frá Hardy, útdregin, og mig minn-
ir að þær séu 15 þuml. full-útdregnar.
í bátnum sást ekkert, sem liægt var að
binda með, en til allrar hamingju hafði
ég meðferðis skotveiðistígvél með því
sem næst nýjum reimurn. Það tók ekki
langan tíma að losa þær, og með þeim
bundum við ífæruna örugglega við árar-
hlumminn. Síðan hófst hin nrikla til-
raun. Pétur lét hið ómeðfærilega vopn
síga niður með borðstokknum og við
biðum — grafkyrr eins og mýs, með önd-
ina í hálsinum. Arin hvarf lengra og
lengra niður í dýpið uns ekki voru
nema svo sem 18 þumlungar upp úr
vatninu.
Þá var Pétur grafkyrr um stund, sem
okkur fannst heil eilífð, en síðan rykkti
hann í og fór að brjótast urn til þess
að bylta sér inn í bátinn. Konan mín
greip utan um hann, en ég reyndi að
hagræða bátnurn meðan árin steig hratt
upp úr djúpinu. Augnabliki síðar sáum
við risavaxinn sporð koma upp á yfir-
borðið við hliðina á bátnum og síðan
allan fiskinn. Ég mun aldrei gleyma
hvílíkt ferlíki þetta virtist við fyrstu
sýn, en það sem skipti nú meira máli
var, að ífæran stóð sýnilega blátæpt í
roðinu við kviðuggann og sérhver til-
raun í þá átt, að lyfta fiskinum yfir borð-
stokkinn myndi því verða til þess að
það rifnaði tir honum. Auk þess hafði
girnið slitnað svo fiskurinn var alveg
laus. Ég bað konu mína að fara út i
liitt borðið, til þess að rétta bátinn,
ruddist síðan yfir Pétur og tókst fyrir
einstaka heppni að koma hendinni inn
undir vinstra tálknlokið, við fyrstu til-
raun. Um leið tók Pétur um sporðinn
og lyftum við laxinum þannig í einum
áfanga upp í bátinn.
Þá var sem fiskurinn vaknaði fyrst og
gerði sér grein fyrir að eigi væri allt
með felldu. Hann stökk upp í loftið,
lamdi sporðinum og lét öllum illum lát-
um og við Pétur rákumst hvor á annan
í hamaganginum við að reyna að ná í
eitthvað til að rota hann með. Pétur
náði um sporðinn og í sameiningu tókst
okkur að koma lionum aftur niður í bát-
inn. Á endanum var honum svo greitt
banaliöggið og við settumst niður og
horfðum hvert á annað. Síðan tókum við
34
Veiðjmadurin.s