Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Nú er tími loforða. Fulltrúar
flokka sem nú mynda meirihluta
keppast við að dásama ástandið
og hvað þeir hafi gott gert.
Fulltrúar flokka sem eftir sitja
valdaminni í bæjarstjórn keppast
hins vegar við að lýsa slæmu ástandi og hvað
meirihlutaflokkarnir hafi staðið sig illa.
Fyrir fjórum árum lofuðu flokkarnir ýmsu í
stefnu skrám sínum og fróðlegt er fyrir kjósendur að
skoða það sem þar stendur.
Lýðræðislega kerfið okkar byggir á því að
bæjarbúar kjósa 11 fulltrúa í bæjarstjórn og jafn
marga til vara. En þar sem lýðræðið er í formi
flokksræðis, sem vissulega er takmörkun á
lýðræðinu, þarf að kjósa flokka og ekki er hægt að
bjóða fram einstaklinga þar sem hlutbundin kosning
fer fram. Þá bjóða fram flokkar sem þurfa að tefla
fram lista með 22 frambjóðendum. Það geta verið
flokkar sem eingöngu eru hér í Hafnarfirði eða
verið flokkar sem við þekkjum frá Alþingi sem á
við um sjö af átta flokkum sem hér bjóða fram. Þó
er lítið sameiginlegt með landsstjórn og bæjarstjórn
og hugtökin hægri og vinstri verða lítt áberandi
enda byggist stefna flokkanna í bæjarstjórnum
miklu frekar á viðhorfum einstaklinganna en opin
berum stefnum flokkanna. Þó má sjá ákveðna
flokks hlýðni sem jafnvel má líkja við sértrú eins og
nú er vinsælt að kalla trúfélög utan þjóðkirkjunnar.
Reyndar er trúmennskan og gagnrýnisleysið á eigin
flokk oft sterkari en hjá sk. sértrúarsöfnuðum.
Bæjarfulltrúar mega ekki gleyma að þeir eru
fulltrúar bæjarbúa og þó þeim beri að fylgja eigin
samvisku verða þeir að hlusta á viðhorf bæjarbúa
og því nauðsynlegt að þeir gefi bæjarbúum raun
hæfan kost á að kynna sér málefni í vinnslu og fái
tækifæri til að tjá sig. Á það hefur mikið vantað og
undarlegt að í upplýsingatækniþjóðfélagi sem við
búum í skuli ekki vera betur gert.
Allir þeir sem veljast til pólitískra starfa fyrir
sveitarfélagið taka á sig ábyrgð og geta aldrei borið
fyrir sig lág laun eða þekkingarleysi. Allt of oft má
sjá að fulltrúar í nefndum, ráðum og jafnvel
bæjarstjórn hafi ekki kynnt sér málefni í þaula og
jafnvel æðstu ráðamenn bæjarins hafa borið við að
þeir hafi ekki tekið eftir mikilvægum atriðum í
útgefnum gögnum sem þeir sjálfir hafa samþykkt.
Hvort heldur fólk sé hluti af sk. meirihluta eða
minnihluta, þá ber þeim skylda að lesa framlögð
gögn og kalla eftir fleirum ef mál er ekki vel
upplýst. Öðruvísi geta þeir ekki tekið upplýsta
afstöðu sem þeir eru kosnir til.
Fjórir af átta oddvitum flokkanna vilja ráða
hlutlausan faglegan bæjarstjóra, einn svarar í báðar
áttir og þrír sýna vilja til að setjast í stólinn þó aðeins
einn geri það afdráttarlaust. Það fór vel með faglega
ráðinn bæjarstjóra og vilji menn leika pólitískan
bæjarstjóra er embætti forseta bæjarstjórnar æðsta
pólitíska embættið og ætti að virkja sem slíkt.
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason
Ritstjórn og auglýsingar: 896 4613
fjardarfrettir@fjardarfrettir.is
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing
ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866
www.fjardarfrettir.is
www.facebook.com/fjardarfrettir.is
Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Víðistaðakirkja
„Græni söfnuðurinn okkar“
Sunnudagurinn 8. maí
Plokkmessa kl. 11
Plokkað í kringum kirkjuna
og á Víðistaðatúni.
Grillaður plokkfiskur
í boði á kirkjutorginu.
Skráning
í fermingu 2023
er hafin á vidistadakirkja.is
www.vidistadakirkja.is
Auglýsingar
sími 896 4613
gudni@fjardarfrettir.is
Blaðaauglýsingar
Vefauglýsingar
Reykjanesbrautin, frá Lækjargötu að Álftanesvegi
tilheyrir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
sem gerir ráð fyrir 13,1 milljarði kr. í framkvæmdir á
árunum 20252028. Er gert ráð fyrir 500 milljónum
kr. 2024, 1.100 m. kr. 2025, 2.700 m. kr. 2026, 4.400
m. kr. 2027 og 4.400 m. kr. 2028. Þó er ekki gert ráð
fyrir að framkvæmdum ljúki fyrr en 2034.
Vegagerðin kynnti í síðustu viku fjórar lausnir í
frumdrögum á umferðarvanda á þessu svæði. Þar
voru kynntar lausnir með Reykjanesbraut í núverandi
legu, 2 lausnir og 2 útfærslur að jarðgöngum undir
Setbergshamarinn.
Allar útfærslurnar komu út sem arðbær verkefni.
Ýmislegt þarf að skoða áður en vinnu við frumdrög
lýkur; gera umferðaspá til lengri tíma og uppfæra
afkastareikninga, meta hljóðvist og loftgæði, gera
jarðfræðirannsóknir og meta stöðu umhverfismats.
GÖNG UNDIR SETBERGSHAMAR
Í raun er tillaga að göngum ein, en með einu
afbrigði. Það er dýrasta lausnin, frá 17,4 22,4
milljörðum með tengigöngum Garðabæjarmegin. Þá
héldist núverndi braut sem innanbæjarvegur í
Hafnarfirði.
BRAUT Í NÚVERANDI HÆÐARLEGU
Í þessari útfærslu er gert ráð fyrir að Reykjanesbraut
yrði í núverandi hæð en mót Hlíðarbergs og
Lækjargötu yrðu undir Reykjanesbrautinni. Það kallar
á umtalsverðar breytingar í nágrenninu, m.a. þarf að
fjarlægja hús báðum megin og öll umferð upp
Lækjargötu sem ætlar norður Reykjanesbraut þyrfti
að fara um tvö hringtorg í Setbergi.
NIÐURGRAFIN REYKJANESBRAUT
Í þessari útfærslu er Reykjanesbrautin grafin niður
frá Lækjargötu og austur fyrir nýjan Álftanesveg. Þar
yrði hringtorg ofan á og frá því ný tenging við
norðurhluta Setbergshverfis. Hringtorg yrði ofan á
Reykjanesbrautinni við Lækjargötu. Í þessari tillögu
er jafnvel mögulegt að setja stærri hluta brautarinnar í
stokk.
Reykjanesbrautin breytist
Stokkur eða göng?
Jarðgöng undir Setbergshamarinn
Reykjanesbrautin í lokuðum
stokk á stuttum kafla við
Kaplakrika.
Skannaðu kóðann og skoðaðu
ítarlegri frétt á fjardarfrettir.is
Hreins unar
dagar garða
Dagana 25. maí - 29. maí verða hreinsunardagar í
Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM
HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað
sig við garðúrgang í gám við alla grunnskóla
hverfanna. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17
miðvikudaginn 25. maí til loka dags sunnudaginn 29.
maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta sér
þjónustuna eða koma pokunum beint á Sorpu. Sorpa
tekur á móti garðúrgangi endurgjaldslaust.
Athygli er vakin á því að lóðarhöfum er skylt að
halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka.