Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 19
www.fjardarfrettir.is 19FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
HELSTU STEFNUMÁL
1. Að gera Hafnarfjörð að fyrirmynd í
lofts lagsmálum. Grípa til beinna aðgerða
strax í loftslagsmálum með skýrri stefnu
um sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd og
endurheimt vistkerfa og skilvirku hring
rásarhagkerfi. Stöðva útþenslu byggð
arinnar og að allar bygg ingafram
kvæmdir miði að því að fyrirbyggja
mengun og lágmarka rask náttúru og
lífvera. Gera átak í vistvænum sam göng
um og flýta Borgar línu samhliða gerð
hjólreiðaáætlunar fyrir bæinn.
2. Gera betur í málefnum ungs fólks.
Leikskólinn á að vera gjaldfrjáls og lög
bundið hlutverk sveitafélaganna og SMT
kerfið valkvætt svo grunnskólar geti mót
að sína stefnu sjálfir. Nauðsynlegt er að
sálfræðingur sé í hverjum skóla og bæta
þarf aðgengi að sérfræðingum inni í skól
unum. Hlutverk ungmennahúsa á að vera
lögbundið hlutverk sveitarfélaga og
koma þarf á fót verk og nýsköpunar mið
stöð ungs fólks. Finna Brettafélagi
Hafnar fjarðar framtíðarheimili.
3. Tryggja öllum góða þjónustu. Gera
betur í málefnum fatlaðs fólks og annarra
jaðarsettra hópa. Það þarf að taka sér
staklega utan um fólk með fíknisjúkdóma
með eftirfylgni og húsnæðislausnum.
Sam þætta þarf heimaþjónustu og heima
hjúkrun eldra fólks og sjá til þess að
þjón ustan sé á þeirra forsendum. Byggja
þarf íbúðir sem henta fyrstu og síðustu
kaupendum með stofnun óhagnaðar drif
inna leigu og byggingafélaga að frum
kvæði bæjarins.
BÆJARSTJÓRAEFNI
VG vill ráða hæfan, framsýnan og
óháðan bæjarstjóra.
STYÐUR FLOKKURINN
„SAMSTÖÐUPÓLITÍK“?
Það er útbreiddur misskilningur,
sérstaklega meðal stjórnmálafólks, að
það verði að mynda meirihluta og þ.a.l.
minnihluta líka. Bæjarfulltrúum er fyrst
og fremst gert að vinna saman og hafa
til þess margar leiðir, þ.m.t. sam stöðu
pólitík. Ef bæjarfulltrúar í nýrri bæjar
stjórn komast að samkomulagi um
eng an minni eða meirihluta þá styður
VG það vitanlega.
STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI
ÓTTASTAÐA?
Nei, það gerir VG ekki, heldur leggur
til að Hafnarfjörður hafi frumkvæði að
friðlýsingu Hrauns í Almenningi vestan
Straumsvíkur, þ.m.t. Óttarstaða, á for
sendum náttúru og minjaverndar, og
útivistargildis, í samvinnu við Voga,
landeigendur og aðra hagsmunaaðila.
GÖNG UNDIR
SETBERGSHAMARINN
VG er umhverfis og náttúruverndar
flokkur og samgöngur eru eitt stærsta
umhverfismál samtímans og fram tíð
arinnar. Reykjanesbrautin er um ferða
hnútur sem verður að leysa og göng
undir Setbergið mögulega góður kostur.
Jafnframt teljum við löngu tímabært að
leggja á ráðin um lestarsamgöngur á
höfuðborgarsvæðinu, neðan jarðar á
köflum og kannski undir Setbergs
hamarinn.
TIL KJÓSENDA:
Farið á kjörstað og kjósið. Sendið
frambjóðendum skilaboð og sýnið vilja
ykkar í verki. Að vera bæjarfulltrúi er
fyrst og fremst þjónustuhlutverk við
bæjar búa og bæjarfulltrúar þurfa leið
beiningar um hvernig íbúar vilja hafa
bæ inn. Við í VG erum til þjónustu
reiðubúin.
Vinstri græn
Davíð Arnar Stefánsson
oddviti VG
HELSTU STEFNUMÁL
a. Við viljum sjá öfluga og jafna
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum,
þar sem fjölbreytt íbúðaform er í boði. Og
fá í stórauknum mæli aðila sem starfa á
félagslegum grunni í íbúðabyggingum,
óhagnardrifið. Fólksfjölgun í bænum
verði þannig jöfn og stígandi, en aldrei
verði aftur íbúðafækkun í bænum eins og
gerðist fyrir tveimur árum.
b. Leikskólamálin verði lagfærð með
myndarlegum hætti. Bætt starfsumhverfi
og kjör starfsfólks leikskóla, nýir
leikskólar byggðir. Samhliða verði brúað
bilið fyrir börn á aldrinum 1220 mánaða,
sem ekki hafa komist inn á leikskóla. Það
verði gert með byggingu heimilis fyrir
ungbarnadagvistun og stuðningi við
dagforeldra.
c. Íbúðalýðræði í raun og náin samvinna
við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf.
Stjórnmálamenn eru í þjónustustörfum
og stjórnkerfi bæjarins sömuleiðis. Þarf
að svara og bregðast við erindum
bæjarbúa fljótt og vel.
BÆJARSTJÓRAEFNI?
Jafnaðarmenn eru reiðubúnir til að taka
við stjórn bæjarins að afloknum kosn ing
um 14. maí næstkomandi og leiða nýj an
meirihluta til góðra verka. Væntanlega
þurfa tveir eða fleiri flokkar að koma að
meirihlutamyndun og um stór og lítil mál
þarf að ná samkomulagi, þám. ráðning
bæjarstjóra. Fyrir liggur að oddviti Sam
fylkingarinnar er reiðubúinn til að takast á
hendur það verk að gegna starfi bæjar
stjóra. En kosningaúrslit ráða för í þeim
efnum sem öðrum. Jafnaðarmenn eru
klárir í bátana.
STYÐUR FLOKKURINN
„SAMSTÖÐUPÓLITÍK“?
Það er ekki sérstaklega á dagskrá.
STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI
ÓTTASTAÐA?
Næsta stórverkefni í hafnargerð er
væntanlega stórskipahöfn sjávarmegin
við álverið, út af því, en ekki handan
Straumsvíkur. Það verk styðjum við.
Við sjáum hins vegar Óttarstaðalandið
og nálæg svæði sem framtíðar bygg
ingarsvæði Hafnfirðinga meðfram
ströndinni suðvestur af Straumsvík.
Þeir möguleikar verða nálægir, ekki síst
eftir að tvöföldun Reykjanesbrautar að
bæjarmörkum, hefur orðið að veruleika.
GÖNG UNDIR
SETBERGSHAMARINN?
Þær hugyndir sem Vegagerðin hefur
sett fram um vegabætur á Reykjanesbraut,
þar á meðal jarðgöng undir Setbergs
hamar, eru á frumstigi. Mismunandi
leið ir, jarðgöng/vegur í stokk. Jafnaðar
menn útiloka ekkert í þeim efnum, en
málið er á frumstigi. Jarðgangna hug
myndin í gegnum Setbergshamarinn er
róttæk og þarf ýtarlega gagnrýna skoðun.
Mikilvægt er að framkvæmdir taki sem
stystan tíma, þegar af stað verður farið.
En þessar vegabætur þola enga bið. Við
munum skoða valkosti ofan í kjölinn. En
í þessu samhengi verður að nefna sam
hliða nauðsyn á gerð Ofanbyggðarvegur.
Hann þarf að verða að veruleika hið allra
fyrsta til að dreifa álagi um stofnvegi til
og frá Hafnarfirði. En þar er við ríkið að
etja eins og í öðrum stórum vegabótum af
þessum toga. Þar þarf að þrýsta á.
TIL KJÓSENDA:
Við jafnaðarmenn erum klárir í verkin.
Það þarf nýja stjórnendur í Hafnarfirði.
Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks
ins er þrotinn kröftum. Hann þarf að
leysa af hólmi. Hafnfirðingar hafa sýnt
það í gegnum tíðina, að meirihluti þeirra
treysta jafnað ar mönnum til verka með
góðum árangri. Við viljum láta verkin
tala og horfum bjartsýn fram á veg.
Hafnarfjörður er fyrir alla bæjarbúa.
Vertu með okkur í liði. XS að sjálf sögðu!
Samfylkingin
Guðmundur Árni Stefánsson
oddviti Samfylkingarinnar
Hverju svara oddvitarnir?
Oddvitar stjórnmálaflokkanna fengu fimm spurningar í aðdragandi kosninganna 14. maí nk.
Fjarðarfréttir lagði fimm spurningar
fyrir oddvita stjórnmálaflokkanna í
aðdragandi kosninga í Hafnarfirði.
Áhugavert hefði verið að fá svar við
miklu fleiri spurningum en bæjarbúar
eru hvattir til að leita uppi stefnuskrár
flokkanna og sjá þar hverju stefnt er að.
Spurt er um þrjú helstu stefnumál
flokkanna og þó erfitt geti verið að taka
þrjú mál út úr er þó alltaf eitthvað sem
flokkarnir vilja leggja sérstaka áherslu
á.
Spurt er um bæjarstjóraefni og þá er
líka verið að fiska eftir því hvort
flokkar muni vilja ráða faglegan
bæjarstjóra í stað pólitísks en forseti
bæjarstjórnar er æðsta pólitíska
embættið og hefur sá sem það situr oft
verið sá sem kemur fram út á við fyrir
hönd sveitarfélagsins.
Þá er spurt um hvort flokkurinn muni
stefna að samstöðupólitík, þar sem
ekki er byrjað á því að skipa kjörnum
full trúum í minni og meirihluta sem í
raun er hvergi stoð fyrir í sveitarstjórnar
lögum.
Spurt er um hvort flokkurinn styðji
byggingu stórskipahafnar í landi
Óttastaða. Það kallar á gríðarlegt rask á
hrauni og minjum og síðar mikla
umferð flutningabíla í gegnum bæinn
en skapar á móti möguleika á miklum
tekjum.
Að lokum er spurt hvort flokkurinn
styði gerð gangna undir Setbergs
hamarinn til að létta á innanbæjarum
ferð á vegakaflanum frá Lækjargötu að
Kaplakrika.
Oddvitarnir fengu svo að skrifa
nokkrar línur til kjósenda.