Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 17

Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 17
www.fjardarfrettir.is 17FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Vo rþytur Víð is tað akirkj u Sveinn Arnar og Benni Sig efna til vorfagnaðar með söngstund og skemmtun í Víðistaðakirkju sunnu daginn 8. maí kl. 17 – á sjálfan mæðradaginn. Nú er tækifærið að bjóða mömmu og pabba, afa og ömmu eða bara sjálfum þér og þínum á skemmti kvöld sem mun gleðja sálina og bjóða vorið velkomið. Miðasala hjá tix og við hurð. Aðgangseyrir 2.900 kr. Úr blómstrandi spítala í blómstrandi lífsgæðasetur Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga þau merku tímamót að fylla allar hæðir og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af starfsemi sem tengja má heilsu, lífsgæðum og sköpun. Alls hafa 16 fyrirtæki og félagasamtök komið sér fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða þjónustu sem er til þess fallin að efla líðan og heilsu fólks á öllum aldri. Á sumardaginn fyrsta var blásið til hátíðar og húsið opnað sérstaklega í tilefni af opnun nýrrar hæðar og mót töku nýrra fyrirtækja og samtaka í húsið. Unnið er að framkvæmdum í kjallara og í kapellu. Að öðru leyti er húsið fullbúið og öll rými þegar þéttsetin. Fjölmargir sótti setrið heim á sumar­ daginn fyrsta. BÆRINN EIGNAÐIST SPÍTALANN Hafnarfjarðarbær eignaðist St. Jósefs spítala sumarið 2017 og skuld batt sig samhliða til að reka al ­ manna þjónustu í fasteign inni að lágmarki í 15 ár frá undir ritun samnings og hefja rekstur í eigninni innan 3 ára frá undir­ ritun samnings. Þá hafði húsið staðið autt frá 2011 er spítala rekstri var hætt. Á 92 ára vígsluafmæli hússins þann 5. september 2019, var húsið opnað formlega sem lífsgæðasetur og fimmtán fyrirtæki fluttu inn. Nú rétt tæpum fimm árum síðar eru allar hæðir, að undan­ skildum kjallara og kapellu, komnar í fulla notkun. Húsið sem áður hýsti St. Jósefsspítala er reisulegt hús í hjarta Hafnarfjarðar, fyrrum sjúkrahús á fjórum hæðum ásamt kapellu. Stærð hússins er 2.829 m² og er húsið byggt á árunum 1926, 1973 og 2006. Bygg ingin stendur á 4.467,2 m² eignarlóð sem skilgreind er sem lóð undir samfélags­ þjónustu. Kaupverð var 100 milljónir króna og var afhent 15. ágúst 2017. Nýverið afhenti Styrktar­ og líknar­ sjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi Alzheimersamtökunum og Parkinson­ samtökunum 530 fermetra húsnæði til afnota fyrir starfsemi samtakanna á þriðju hæð eftir miklar endurbætur. Fjölmargir komu og skoðuðu húsið og margir sögðu að þar væri svo góður andi. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.