Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 17
www.fjardarfrettir.is 17FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Vo rþytur Víð is tað akirkj u
Sveinn Arnar og Benni Sig efna til vorfagnaðar með söngstund og skemmtun í
Víðistaðakirkju sunnu daginn 8. maí kl. 17 – á sjálfan mæðradaginn.
Nú er tækifærið að bjóða mömmu og pabba, afa og ömmu eða bara sjálfum þér
og þínum á skemmti kvöld sem mun gleðja sálina og bjóða vorið velkomið.
Miðasala hjá tix og við hurð. Aðgangseyrir 2.900 kr.
Úr blómstrandi spítala
í blómstrandi lífsgæðasetur
Lífsgæðasetur St.Jó nálgast óðfluga
þau merku tímamót að fylla allar hæðir
og öll rými í gamla St. Jósefsspítala af
starfsemi sem tengja má heilsu,
lífsgæðum og sköpun. Alls hafa 16
fyrirtæki og félagasamtök komið sér
fyrir í setrinu og eru þegar farin að bjóða
þjónustu sem er til þess fallin að efla
líðan og heilsu fólks á öllum aldri.
Á sumardaginn fyrsta var blásið til
hátíðar og húsið opnað sérstaklega í
tilefni af opnun nýrrar hæðar og mót töku
nýrra fyrirtækja og samtaka í húsið.
Unnið er að framkvæmdum í kjallara og
í kapellu. Að öðru leyti er húsið fullbúið
og öll rými þegar þéttsetin.
Fjölmargir sótti setrið heim á sumar
daginn fyrsta.
BÆRINN EIGNAÐIST
SPÍTALANN
Hafnarfjarðarbær eignaðist St.
Jósefs spítala sumarið 2017 og
skuld batt sig samhliða
til að reka al
manna þjónustu í fasteign inni að lágmarki
í 15 ár frá undir ritun samnings og hefja
rekstur í eigninni innan 3 ára frá undir
ritun samnings. Þá hafði húsið staðið autt
frá 2011 er spítala rekstri var hætt.
Á 92 ára vígsluafmæli hússins þann 5.
september 2019, var húsið opnað
formlega sem lífsgæðasetur og fimmtán
fyrirtæki fluttu inn. Nú rétt tæpum fimm
árum síðar eru allar hæðir, að undan
skildum kjallara og kapellu, komnar í
fulla notkun.
Húsið sem áður hýsti St. Jósefsspítala
er reisulegt hús í hjarta Hafnarfjarðar,
fyrrum sjúkrahús á fjórum hæðum ásamt
kapellu. Stærð hússins er 2.829 m² og er
húsið byggt á árunum 1926, 1973 og
2006. Bygg ingin stendur á 4.467,2 m²
eignarlóð sem skilgreind er sem
lóð undir samfélags
þjónustu.
Kaupverð var 100 milljónir króna og
var afhent 15. ágúst 2017.
Nýverið afhenti Styrktar og líknar
sjóður Oddfellowreglunnar á Íslandi
Alzheimersamtökunum og Parkinson
samtökunum 530 fermetra húsnæði til
afnota fyrir starfsemi samtakanna á
þriðju hæð eftir miklar endurbætur.
Fjölmargir komu og skoðuðu húsið
og margir sögðu að þar væri svo
góður andi.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n