Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 16
16 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Í síðustu viku afhenti Flügger litir
þrjár styrktarávísanir til félaga í
Hafnarfirði, Félags eldri borgara, FH
bakhjarla og Hauka í horni.
„Við erum afar stolt af því að geta
styrkt góð málefni og hversu ánægðir
Hafnfirðingar eru með þennan
möguleika,“ segir Elín Ólafsdóttir,
sölu og mannauðsstjóri hjá Flügger
litum.
Félögin eru öll meðlimir í Flügger
Andelen verkefninu (Flügger hlut
deildin) sem snýst um það að stuðnings
aðilar þessara félaga fá afslátt hjá
versluninni þegar þeir þurfa að fram
kvæma heima hjá sér. Flügger endur
greiðir þeirra félögum svo 5% af öllum
þeirra kaupum yfir eitt almanaks ár.
Segir Elín þetta hafa verið afar
skemmtilegan dag og mikil ánægja sé
með verkefnið sem sé nýtt af nálinni hjá
Flügger litum.
Félög fá hlutdeild í kaupverði
Flügger litir veitir afslátt og félög kaupendanna njóta líka góðs
Elín frá Flügger og Garðar, sölu og markaðsstjóri knattspyrnudeildar FH. Magnús framkvæmdastjóri Hauka og Elín frá Flügger.
Elín frá Flügger, Valgerður formaður
og Þorsteinn gjaldkeri Félags eldri
borgara í Hafnarfirði.
Auglýsingar
sími 896 4613
gudni@fjardarfrettir.is
Við sem skrifum þessa grein viljum
vekja athygli á málefnum fatlaðs fólks í
Hafnarfirði. Við brennum fyrir þennan
málaflokk. Persónuleg reynsla af viðmóti
og framkomu bæjaryfirvalda þegar
kemur að atvinnumálum ungs fatlaðs
fólks á þessu kjörtímabili var í upphafi
ekki góð og ekki gert ráð fyrir að
fötluðum ungmennum stæðu til boða þau
fjölbreyttu störf sem auglýst voru. Hér
þarf að gera betur.
FALLEG ORÐ Á BLAÐI
Stefnur Hafnarfjarðar innihalda fögur
orð og fyrirheit. Í jafnréttis og mann
réttindastefnu segir að gera eigi fötluðu
fólki „kleift að taka virkan þátt í hafn
firsku samfélagi og að það hljóti sann
gjarna og réttláta meðferð“. Og að
tryggja skuli rétt fatlaðs fólks á „vinnu
stöðum Hafnarfjarðarbæjar og skapað
fordómalaust andrúmsloft“. Hljómar vel.
En reyndust bara falleg orð á blaði.
Ákveðnir stjórnendur hjá stofnunum
Hafnarfjarðarbæjar höfðu þá sýn að
fötluð ungmenni skyldu vera í sérúr
ræðum óháð vilja þeirra.
FORDÓMAR OG ÚTSKÚFUN Í
RAUN
Í ljós kom að í stað háleitrar stefnu um
sanngirni, réttlæti og þátttöku, birtust
fordómar, útskúfun, óréttlæti og ósann
girni. Annað hvort þekkja bæjaryfirvöld
ekki eða skilja ekki ákvæði jafnréttis og
mannréttindastefnunnar um fatlað fólk,
eða að þau kunna ekki að vinna í sam
ræmi við stefnu bæjarins. Það var afar
sársaukafull reynsla að standa frammi
fyrir vanþekkingu, fordómum og niður
lægjandi framkomu ákveðinna starfs
manna og stjórnenda bæjarins. Hér þarf
að bæta úr.
GERUM BETUR – GÖNGUM
LENGRA
Frístundastarf, náms, og starfsframboð
á vegum Hafnarfjarðarbæjar á að vera
fyrir öll börn og ungmenni Hafnar
fjarðarbæjar og gæta á viðeigandi aðlög
unar til að svo verði í raun. Gera þarf átak
í málefnum fatlaðs fólks. Við leggjum
áherslu á að innleiða Samning SÞ um
réttindi fatlaðs fólks með skipulegum
hætti í allt starf bæjarins, efla samráð
bæjarins við fatlað fólk, bæta aðgengi og
gera framkvæmdaáætlun í málefnum
fatlaðs fólk til að tryggja að þetta verið
ekki bara falleg orð á blaði.
Finnbogi, nemi, verkstjórnandi og
fréttamaður skipar 6. sæti á lista
VG.
Rannveig, prófessor emerita í
fötlunarfræðum skipar 14. sæti á
lista VG.
Falleg orð og fordómar
Rannveig
Traustadóttir
Finnbogi Örn
Rúnarsson
Undir stjórn okkar Sjálfstæðismanna
síðastliðin átta ár hafa fjármál bæjarins
verið tekin í gegn. Við höfum
staðið við loforð okkar um að
koma á ábyrgri fjármálastjórn.
Greiddar afborganir lána hafa á
tímabilinu numið 3,3 milljörð
um króna umfram nýjar
lántök ur. Þannig hefur bæði
skulda viðmið og skuldahlutfall
sveitar félagsins lækkað jafnt
og þétt. Eins og sjá má í nýjasta
árs reikningi bæjarins hefur
skulda hlutfallið lækkað milli tveggja ára
úr 161% í 149% . Það er mikilvægt til að
halda bæjarsjóðnum „heilbrigðum“ og
halda lántökum í algjöru lágmarki. Á sl.
ári tók bæjarsjóður til dæmis engin lán.
Þótt sveitarfélagið sé enn mjög skuld
sett vegna langrar óstjórnar í tíð vinstri
manna þá er búið að breyta um stefnu.
Það er siglt á jöfnum hraða á brott frá
þeim tíma þegar Hafnarfjörður var í
sérstakri athugun hjá Eftirlitsnefnd með
fjármálum sveitarfélaga í tíð Samfylk
ingar.
MIKLAR FRAMKVÆMDIR Í
HAFNARFIRÐI
Þrátt fyrir að hafa tekið á skuldamálum
bæjarins þá höfum við haft bolmagn til að
framkvæma með öflugum hætti. Á fyrra
kjörtímabili okkar voru framkvæmdir
stórauknar auk þess sem farið var í átak í
viðhaldi eigna bæjarins.
• 2014 til 2018 Viðhald: 2.500 milljónir.
Framkvæmdir: 10.600 milljónir.
• 2018 til 2022 Viðhald:
3.800 milljónir. Framkvæmdir:
17.500 milljónir.
Á síðasta kjörtímabili meiri
hluta Samfylkingarinnar í bæn
u m var aðeins framkvæmt fyrir
3,1 milljarð króna og rúm ur
milljarður settur í viðhald
eigna.
Með því að koma fjármál
unum í lag höfum við stóraukið
svigrúm til að efla þjónustuna við íbú
ana. Við getum hlúð að félagslega
kerfinu og þeim sem minna mega sín.
Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum
íbúa bæjarins með sóma. Menn ingin og
íþróttalífið blómstrar í bænum og það er
gott að búa í Hafnarfirði. Enda sýna
kann anir það. Samkvæmt árlegri þjón
ustu könnun Gallup, sem nýlega var
kynnt, kemur í ljós að tæplega 90%
Hafn f irð inga eru ánægð með bæinn sinn.
Við í Sjálfstæðisflokknum viljum áfram
ábyrga fjármálastjórnun, kraftmikla
uppbyggingu og öfluga þjónustu og að
mannlífið blómstri. Til þess að svo megi
verða hvet ég Hafnfirðinga til að kjósa
Sjálf stæðis flokkinn til áframhaldandi
forystu í komandi sveitarstjórnar kosn
ingum.
Höfundur er bæjarstjóri og oddviti
Sjálfstæðisflokksins.
Um 90% Hafnfirð inga
ánægð með bæinn sinn
Rósa
Guðbjartsdóttir