Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 10

Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 Uppland okkar Hafnfirðinga er ómetan leg náttúruparadís. Við búum svo vel að eiga náttúruperlur sem gaman er að heim sækja eins og t.d. Hvaleyrarvatn, Gjárnar og Helgafell svo fáeinar séu nefndar. Við í Framsókn höfum lagt áherslu á uppbyggingu stíga til að auka aðgengi allra að upplandinu og höfum nú þegar sett í gang uppbyggingu stígs við Hvaleyrarvatn, en þar verður byggður stígur sem mun nýtast fyrir alla, jafnt hlaupara sem hjólastóla. Einnig stefnum við að frekari uppbyggingu nýrri stíga í samræmi við tillögur starfshóps, sem og lagfæringu eldri stíga. Upplandið okkar getur líka verið að gengilegt á veturna fyrir iðkun göngu­ skíða með því að troða spor um stígana þegar snjóalög bjóða upp á það. Þetta er meðal þess sem við í Framsókn viljum hrinda í framkvæmd. Við þurfum þó ekkert endilega að fara upp í uppland til að stunda útivist – það er hægt innanbæjar líka. Við höfum lagt áherslu á endurnýjun gangstétta og er það verkefni langt komið en þó ekki lokið. Við þurfum að tryggja að gangstéttirnar okkar fái eðlilegt viðhald og verði ruddar á veturna svo þær geti þjónað sínu hlutverki, hvort sem það er til útivistar eða samgangna. Okkur í Framsókn langar að byggja skíðalyftu (töfrateppi) á Þorlákstúni fyrir börn og vonandi er hægt að hanna hana þannig að hún geti nýst á sumrin líka, t.d. fyrir hjólafólk. Eins væri hægt að setja segldúk í brekkuna sem börn gætu rennt sér niður á góðviðris degi og tekið töfrateppið upp. Við í Framsókn viljum standa undir nafni og sækja fram. Með þessu móti væri hægt að nýta áður ónýttar náttúruperlur innan bæjarins. Við þurfum líka að tryggja fjármagn til viðhalds leiksvæða og þar verður að viðurkennast að ekki hefur nægilega vel tekist til. Við getum betur og þá gerum við betur! Árni Rúnar skipar 3. sæti á lista Fram sóknar og Jón Atli skipar 9. sæti. Er ekki bara best að stunda útivist í Hafnarfirði? Árni Rúnar Árnason Jón Atli Magnússon Íslenska þjóðin er að eldast og á næstu árum og áratugum munum við sjá þennan hóp stækka verulega. Við lifum lengur og höldum heilsu fram á efri ár í auknum mæli ­ þannig eru eldri borgarar ekki afgangsstærð, heldur mikilvægur hópur með kröfur og getu til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Áherslur Félags eldri borgara fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 eru skýrar því félagsfólkið vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þau vilja fjölbreytt bú setuúrræði í sinni heimabyggð, þau vilja lífsgæði, samveru og öryggi á eigin forsendum. Þau vilja fjárhagslegt sjálf­ stæði og lægri húsnæðis kostnað, auk fjölbreyttra úrræða til heilsueflingar. Einnig vilja þau að raddir þeirra heyrist og eftirfylgni sé með óskum þeirra t.d. varðandi rekstur og aðbúnað á hjúkr unar­ heimilum, og í öldungaráðum sveitar­ félaga. Í Hafnarfirði búa rúmlega 2700 íbúar sem náð hafa eftirlaunaaldri, þar af 1300 karlmenn og 1400 konur. Af þessum fjölda eru aðeins rúmlega 40 manns starfandi á vinnumarkaði samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Vissulega eru ellilífeyrisþegar mismunandi að atgerfi, en eitthvað segir manni að mikil reynsla og þekking fari forgörðum með því að bjóða eldra fólki ekki val um atvinnuþátttöku. Píratar vilja gera vel við fullorðnu íbú­ ana okkar. Við viljum hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu eldri bæjarbúa, til dæmis með því að bjóða eldri borgurum upp á fjölbreyttar tómstundir og útivist í Hafnarfirði eftir getu hvers og eins. Eitt af grunn stefum Pírata er að standa vörð um og efla sjálfsákvörðunarrétt allra lands­ manna. Þannig sjá Píratar fyrir sér að í Hafnarfirði megi bjóða upp á úrræði á vegum bæjarins þar sem ellilífeyrisþegum verða boðin tækifæri til heilsueflingar, tómstunda, útivistar og möguleika til að nýta reynslu og þekkingu sína með ýmsum atvinnuúrræðum. Hugsanlega geta aðilar eins og heilsugæslan, Mark­ aðsstofa Hafnarfjarðar, Starfsendur hæf­ ing Hafnarfjarðar og öldungaráð unnið saman að ofangreindu. Albert Svan og Ragn heið ur skipa 3. og 6. sæti á lista Pírata. Eldri borgarar í Hafnarfirði Ragn heið ur H. Eiríksdóttir Bjarman Albert Svan Sigurðsson Kosningarnar þann 14. maí næst kom­ andi snúast á stórum hluta um það hverjum bæjarbúar treysta til að fara með stjórn bæjarins. Við í Framsókn erum áfram tilbúin í það verkefni. Fyrir kosningarnar 2018 höfð um við það yfirmarkmið að gera góðan bæ enn betri. Það hefur svo sannarlega tekist. Við sjáum það á þeirri kraftmiklu uppbyggingu sem er út um all­ an bæ, við höfum lækkað álög­ ur á fjölskyldufólk m.a. með því að stórauka systkinaafslætti, stigin voru skref í þá átt að skólamáltíðir í grunn­ skólum verði gjaldfrjálsar, það hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk, allir nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum og svona mætti lengi telja. Niðurstöður ánægjuvogar Gallup sýna fram á að mikill meirihluti Hafnfirðinga er ánægður með þjónustu bæjarins. En það eru alltaf tækifæri til umbóta. Við erum áfram tilbúin í þá umbótavinnu í samstarfi við aðra flokka. Framsókn er miðjuflokkur. Flokkur sam vinnu og sátta. Sem formaður í fjöl­ skylduráði á þessu kjörtímabili hef ég starfað með öllum flokkum. Í langflestum málum hefur fjölskylduráð verið sam­ mála. Ég tel að það sé vegna þess að það er allt uppi á borðinu, við ræð um málin fram og tilbaka og kom umst svo yfirleitt að sam eig in legri niðurstöðu. Þannig vinnubrögð viljum við taka með okkur inn í bæjarstjórn Hafn arfjarðar. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri. Sú reynsla á eftir að nýtast mér afar vel í bæjarstjórn Hafnar fjarðar. Reynslan hefur kennt mér það fyrst og síðast að það að hlusta á fólk skiptir öllu máli, sýna fólki áhuga og finna lausnir. Við vinnum málin saman. Þegar ég flutti í Hafnarfjörð árið 2008 fann ég um leið að hér var gott að búa. Hér er góður bæjarbragur og yndislegt fólk. Hafnfirðingar eru stoltir af bænum sínum og mega líka vera það. Við erum með sama yfirmarkmið nú og fyrir kosningarnar 2018; gera góðan bæ enn betri. Við þurfum þig með í þá vegferð. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafn­ ar firði og skólastjóri Öldutúnsskóla. Hverjum treystir þú best? Valdimar Víðisson Sagt er að hundar séu bestu vinir mannanna og í flestum tilfellum er það dagsatt. Í Hafnarfirði eru skráðir um 800 hundar og eflaust eru þeir nokkrir sem eru óskráðir. Það er þó erfitt að átta sig á fjölda hunda í Hafnarfirði en við göng ur um bæinn má sjá að fjöldinn er nokkuð mikill. Við í Framsókn viljum efla og byggja upp hundasvæðið sem staðsett er við Hvaleyrar vatnsveg. Við viljum setja upp hundaleiktæki, þrauta braut og skolunarbúnað ásamt því að lagfæra og viðhalda hundasvæðinu. Þá viljum við einnig leggja áherslu á að hundasvæðinu yrði sinnt betur og nýjum ruslatunnum með hundapokum verði komið fyrir. Það hefur verið ákall frá hundaeigendum að koma upp góðu hundasvæði í Hafnar­ firði þar sem lausaganga er leyfð. Á kjörtímabilinu sem senn er að enda var sett upp gott hundagerði við kirkjugarðinn í suðurbænum. Það er vel nýtt og því nauðsynlegt að halda áfram að sinna stórum hópi hundaeigenda í Hafnarfirði vel. „Ég er glaðasti, glaðasti, glað asti hundur í heimi. Mér er klappað á hverjum degi og ég er að fíla‘ða,“ segir í laginu Glað asti hundur í heimi eftir Friðrik Dór. Er ekki bara best að botna lagið og syngja um glöðustu hundana í Hafnarfirði sem fá að hlaupa um frjálsir á hundasvæði, hitta vini sína, hnusa, hlaupa og digg‘aða? Er ekki bara best að eiga hund í Hafn­ arf irði? Það verður það þegar upp er komið flott opið hundasvæði í heima­ bænum okkar þar sem við getum meira segja skolað bestu vini okkar áður en við höldum heim á leið. Það yrði líka kær­ komið fyrir hafnfirska hundaeigendur að þurfa ekki að fara úr sveitarfélaginu til að komast á gott og opið hundasvæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði og hundaeigandi Er ekki bara best að vera hundur í Hafnarfirði? Margrét Vala Marteinsdóttir

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.