Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Side 14
14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Hafnarfjörður er
íþrótta og tóm
stunda bær og það
má fullyrða að fá
bæjarfélög státa af
jafn fjölskrúðugri
menn ingu í mála
flokknum. Bæjar
félag ið styður við
ung menni með nið
ur greiðslum á þátt
töku í íþróttum og tóm stundum í formi
frístunda styrkja. Það voru jafnaðarmenn í
Hafnarfirði sem komu á þessu kerfi í
Hafnarfirði árið 2002 og þar með varð
Hafnarfjörður fyrsta sveitarfélagið til að
byrja með frístundastyrki. En við getum
gert betur og aukið þátttökuna meira.
Þátttaka í íþróttum og tómstundum er
besta forvörnin sem völ er á og afar mikil
vægt að börn og ungmenni taki þátt.
BJÓÐUM YNGRI BÖRNUM
UPP Á FRÍSTUNDASTYRK
Samfylkingin vill ýta undir heilsu sam
lega lífshætti með því að auðvelda fólki á
öllum aldri hreyfingu og hollt mataræði
og stuðla að virkri þátttöku allra í sam
félaginu. Það er stefna Samfylkingarinnar
að lækka aldur þeirra sem njóta frístunda
styrkja og færa aldurinn niður í fimm ár.
Kostnaðurinn af því er óverulegur fyrir
bæjarfélagið og í raun fjárfesting til fram
tíðar í unga fólkinu
okkar. Félögin sem
bjóða upp á skipu
lagðar tómstundir og
íþróttir hafa lagt
mikinn metnað síð
ustu ár í að bjóða
börnum á leikskóla
aldri upp á fjölbreytt
val og um helgar
streyma for eldr ar í
mannvirki bæjarins til að taka þátt.
GRUNNURINN AÐ RÉTT LÁTU
SAMFÉLAGI ER JÖFNÐUR OG
GÓÐ VELFERÐARÞJÓNUSTA
Bæjarfélagið státar af íþrótta
mannvirkjum sem eiga vart sinn líka í
öðrum bæjarfélögum og af því getum við
verið stolt og að fylla þessi mannvirki
ungum börnum og foreldrum þeirra
stuðlar að heilsusamlegra samfélagi. Það
er ljóst að hægt er að efla þessa þátttöku
með því að lækka aldur barna sem njóta
frístundatyrkja niður í fimm ár en margar
fjölskyldur myndu taka því fagnandi,
einkum og sér í lagi efnaminni fjölskyldur.
Jöfnuður og góð velferðarþjónusta fyrir
alla er grunnurinn að réttlátu samfélagi og
lækkun aldurs þeirra sem njóta frí
stundatyrkja er hluti af þeirri stefnu.
Höfundar skipar 2. sæti og 21. sæti
á lista Samfylkingarinnar.
Aukum þátttöku
barna og ungmenna
í frístundastarfi
Sigrún
Sverrisdóttir
Steinn
Jóhannsson
Velkomin vertu Sunna er yfirskriftin
á vortónleikum Gaflarakórsins í Víði
staðakirkju kl. 20 í kvöld, miðvikudag.
Gaflarakórinn kór eldri borgara hefur
verið starfandi síðan 1994 og er síungur
kór á aldrinum 6592 ára.
Nú er blásið til vortónleika og koma
góðir gestir í heimsókn. Það eru Vor
boðar úr Mosfellsbæ sem er kór eldri
borgara þar í bæ og Álftaneskórinn af
Álftanesi. Munu kórarnir bæði syngja
einir sér og síðan allir þrír kórarnir
saman.
„Lítið var um kórastarf á tíma kóvid
en sönggleðin var mikil þegar hægt var
að koma saman og æfa á nýjan leik,“
segir Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir
stjórnandi Gaflarakósins. „Kórinn æfir
tvisvar í viku á mánudögum og mið
vikudögum og eru nýir félagar ávallt
velkomnir og því tækifæri að koma á
tónleikana og hlýða á falleg lög og
kynnast því starfi sem þar fer fram,“
segir Kristjana sem hefur stjórnað
kórnum í 17 ár.
Vorboðum stjórnar Hrönn Helgadóttir
og Ástvaldur Traustason stýrir Álftanes
kórnum. Undirleikari til margra ára er
Arngerður María Árnadóttir.
Frítt er inn á tónleikana.
Velkomin vertu Sunna
Vortónleikar Gaflarakórsins í kvöld
GAFLARAKÓR INN
Kór Félags eldri borgara í Hafnarfirði
VELKOMIN
VERTU
SUNNA
Frítt er inn á tónleikana
Víðistaðakirkju
4. maí kl. 20
Gestir:
Álftaneskórinn
Vorðboðar úr Mosfellsbæ
Stjórnendur:
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir
Hrönn Helgadóttir
Ástvaldur Traustason
Undirleikur:
Arngerður María Árnadóttir
Vortónle kar
Gaflarakó sins
Fyrir fjórum árum ákvað hópur fólks
að bjóða fram óháðan lista í bæjar stjórn
ar kosningum í Hafnarfirði.
Sum voru að stíga sín fyrstu
skref en önnur með reynslu af
flokkum. Sameiginlegt öllum
var metnaður til góðra verka í
bland við lítinn áhuga á
flokkakerfinu.
Menning stjórnmála flokk
anna hefur ekki alltaf gagnast
Hafnarfirði vel. Löng hefð þrá
látra átaka með tilheyrandi
togstreitu og neikvæðni veldur því að góð
mál missa marks ef þau koma „úr rangri
átt“ og illvíg ásýnd bæjarmálanna fælir
íbúa frá þátttöku í eigin málum.
Bæjarlistinn fékk fulltrúa kjörinn 2018 og
hefur starfað á vettvangi bæjarins síðan.
HÖRÐ Á MÁLUM EN MJÚK Á
MANNINN
Við höfum lagt okkur fram um
málefnalega nálgun út frá hagsmunum
íbúanna, enda starfar Bæjarlistinn ein
ungis fyrir Hafnfirðinga.
Við andmæltum sölunni á hlut bæjar
búa í HS Veitum kröftuglega og gerðum
athugasemdir við framkvæmd og undir
búning þess ferlis. Salan var hvorki nauð
synleg né nægilega rökstudd enda er í dag
ekki hægt að sjá skýrt hvert fjármunirnir
sem fengust fyrir hlut bæjarins fóru. Þeir
virðast hafa farið í hítina.
Bæjarlistinn hefur ekki bara
veitt aðhald, heldur líka lagt
fram fjölda tillagna sem sumar
hlutu brautargengi. Við and
mæltum þrengdum reglum
NPA þjónustu og gerðum fjöl
margar úrbótatillögur á þeim
sem því miður voru allar huns
aðar. Tillögu um heild stæða
stefnumótun í búsetumálum
fatlaðs fólks var vel tekið en
síðan ekki fylgt eftir. Ánægjulegt var hins
vegar að sjá tillögu okkar um iðjuþjálfun
í skóla rata í fjárhagsáætlun og mikilvægt
að vel takist.
ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI BARA
KOSIÐ FÓLK..
Þetta heyrist oft þegar kosningar nálg
ast. Áherslur Bæjarlistans ráðast af fólk
inu sem hann skipar og einkennast af
heilsu eflingu, fjölskylduvænu samfélagi,
ábyrgu skipulagi, umhverfisáherslum og
íbúasamráði. Hafnfirðingar geta kosið
fólk í stað flokka.
Ég þakka fyrir minn tíma í bæjarstjórn
og treysti nýrri forystu Bæjarlistans til
allra góðra verka.
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar
4. sæti Bæjarlistans.
Bæjarlistinn – bara
fyrir Hafnarfjörð
Guðlaug Svala
Kristjánsdóttir