Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 11
www.fjardarfrettir.is 11FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Hafnarfjarðarbær óskar eftir áhugasömum aðilum til þess að 1) leigja söluhús á 17.
júní, þá helst með sölu á mat og drykk og 2) vera með skapandi og skemmtilegt
atriði? Vertu með!
Söluhús eða skemmtiatriði á 17. júní
Viltu taka þátt í hátíðarhöldunum?
Nánar á hafnarfjordur.isUmsóknarfrestur er 17. maí á ith@hafnarfjordur.is
Íslandsmótin í badminton fóru fram í
TBR húsunum þetta vorið og sendi
Badmintonfélag Hafnarfjarðar fjölmennt
lið til keppni bæði á Íslandsmót unglinga
og Meistaramót Íslands sem er Íslands
meistaramót í fullorðinsflokkum.
46 BHingar kepptu á Íslandsmóti
unglinga og komu heim með 24 verðlaun
þar af 9 Íslandsmeistaratitla. Erik Valur
Kjartansson náði þeim frábæra árangri að
sigra þrefalt í U11 flokknum, í einliða,
tvíliða og tvenndarleik. Aðrir Íslands
meistarar voru Lilja Guðrún Kristjáns
dóttir í U11, Laufey Lára Haraldsdóttir í
U13, Katla Sól Arnarsdóttir
í U15 og Halla Stella Svein
björnsdóttir í U15 og U17.
BHingar sterkir í badminton
Erik Valur Kjartansson, BH.Skannaðu og lestu meira: