Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 22

Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 22
22 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 fjardarfrettir.isAuglýstu á hafnfirska fréttavefnum Aðhaldsfatnaður Mótunarfataður Aðgerðafatnaður Undirföt Leggings Sundföt Flatahrauni 5a Instagram: @Sassy.is 220 Hafnarfjörður www.Sassy.is Sími: 776-8878 Facebook: Sassy.is Kæri Hafnfirðingur. Við sem skipum lista Vinstri grænna í Hafnarfirði brennum fyrir því að gera góðan bæ enn betri. Grunngildi okkar byggja á félags- hyggju, jöfnuði og réttlæti og um - hverfis- og náttúruvernd. Við komum úr ólíkum áttum, með fjölbreyttan bak­ grunn og ólíka reynslu sem endurspeglar okkar fjölbreytta samfélag í Hafnarfirði og í þeim anda viljum við vinna. GERUM HAFNARFJÖRÐ AÐ FYRIRMYND Í LOFTSLAGSMÁLUM Nauðsynlegt er að grípa til beinna aðgerða strax í loftslagsmálum með skýrri stefnu um sjálfbæra nýtingu auð­ linda, vernd og endurheimt vistkerfa og skilvirku hringrásarhagkerfi. Við viljum að allar byggingaframkvæmdir miði að því að fyrirbyggja mengun og lágmarka rask náttúru og lífvera. Átaks er þörf í vistvænum samgöngum, flýta þarf Borg­ ar línu og gera hjólreiðaáætlun fyrir bæ inn auk þess sem tryggja þarf bygg­ ingu íbúða sem henta fyrstu kaupendum með stofnun óhagnaðardrifinna leigu­ eða byggingafélaga að frumkvæði bæjarins. STOFNUM VERK- OG NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ UNGS FÓLKS Leikskólinn á að vera gjaldfrjáls og lögbundið hlutverk sveitafélaganna og SMT kerfið valkvætt svo grunnskólar geti mótað sína stefnu sjálfir. Nauðsynlegt er að sálfræðingur sé í hverjum skóla og bæta þarf aðgengi að sérfræðingum inni í skólunum. Hlutverk ungmennahúsa á að vera lögbundið hlutverk sveitarfélaga og koma þarf á fót verk­ og nýsköpunar mið­ stöð ungs fólks. TRYGGJUM ÖLLUM GÓÐA ÞJÓNUSTU Nauðsynlegt er að efla og tryggja sjálfræði, sjálfstætt líf og samfélags­ þátttöku fatlaðs fólks og annarra jaðar­ settra hópa. Eins þarf að taka sérstak lega utan um fólk með fíkni sjúk dóma með eftirfylgni og húsnæðis lausnum. Sam­ þætta þarf heimaþjónustu og heima­ hjúkrun eldra fólks og sjá til þess að þjónustan sé á þeirra forsendum. BÆTUM AÐSTÖÐU FYRIR MENNINGAR- OG ÍÞRÓTTASTARF Tryggja þarf húsnæði fyrir leikhúsin í Hafnarfirði og bæta aðstöðu Brettafélags Hafnarfjarðar. Komum upp sjósunds­ aðstöðu í bænum og bætum aðstöðuna við Sundhöll Hafnarfjarðar. Mikilvægt er að huga að rekstri bæjar­ ins og teljum við farsælast fyrir bæinn að ráða framsýnan og faglegan bæjarstjóra í það verkefni. Davíð Arnar, landfræðingur, Ólöf Helga, ritari Eflingar, Anna S., kennari og NPA aðstoðar­ kona og Árni, netstjóri skipa efstu 4 sæti VG Hafnarfirði. Árni Matthíasson Anna S. Sigurðardóttir Ólöf Helga Adolfsdóttir Davíð Arnar Stefánsson Gerum góðan bæ enn betri Hafnarfjarðarbær auglýsir sérstaka styrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Taktu þátt í að efla fjölbreytt menningarstarf í Hafnarfirði sem hvetur bæjarbúa og gesti til virkrar þátttöku. Viðburða- og menningarstyrkir Sérstakir viðbótarstyrkir í kjölfar Covid Nánar á hafnarfjordur.isUmsóknarfrestur er 6. maí í gegnum Mínar síður Ég er í eðli mínu Krati með sterkan hægri fót sem þýðir að ég tel að raunveruleg samkeppni á mark aði bæti lífskjör og lífs­ gæði en þar sem samkeppni er ekki viðkomið þarf að huga að almannahagsmunum með sterkri aðkomu hins opinbera. Ég vil búa í samfélagi sem er umhugað um alla, þar sem þeir sem búa við skert lífsgæði vegna veikinda, fötlunar eða félagslegra áskorana fái að ­ stoð sem miði að því að fólk geti lifað með reisn. Lífsgæði án valfrelsis eru engin lífsgæði, þess vegna er valfrelsi eitt af gildum okkar Viðreisnar fólks. Valfrelsi í leikskólamálum, grunn skóla­ málum, félagslegri þjónustu, íþróttaiðkun, búsetu, félags­ starfi, samgöngumáta, lífs­ máta, heilbrigðisþjónustu svo dæmi séu tekin. Þann 14. maí er valið í þín um höndum. Kjósir þú meira val­ frelsi og meiri lífs gæði þá eigum við sam leið. Ég kýs meira valfrelsi og meiri lífsg æði. Að lifa með reisn er horn­ steinn okkar í Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar. Af hverju er ég í Viðreisn? Jón Ingi Hákonarson Hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur var í sl. laugardag lagður fyrir framan Bæjarbíó. Hugmynd að fallegum virðingarvotti og minnisvarða kviknaði fyrst í samtali við höfundinn sjálfan í kjölfar þess að hún var heiðruð í Hafnarfirði fyrir ritverk hennar og framlag til íslenskrar menningar í tengslum við Bóka­ og bíóhátíð barn­ anna 2018. Guðrúnu og fjölskyldu leist vel á hugmyndina og nú hefur hjarta­ steinn til minningar um einn ástsælasta og vinsælasta rithöfund okkar tíma verið afhjúpaður. Guðrún kvaddi þann 23. mars síðastliðinn. Hafnfirðingurinn Guðrún Helgadóttir rithöfundur hefur skapað sögupersónur sem þjóðin hefur lært að elska í gegnum árin eins og Pál Vilhjálmsson og tví bura ­ bræðurna Jón Odd og Jón Bjarna. Með sköpun sinni og einlægni í skrifum náði hún að vekja einskæran áhuga barna og ungmenna á að sökkva sér í ævintýraheim lesturs og upplifunar. Skáldverk Guðrúnar telja á þriðja tug og hafa bækur hennar verið gefnar út á ýmsum tungumálum. Guðrúnar minnst með Hjartasteini

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.