Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 18
18 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022
Frístundaheimilin er í boði fyrir börn í 1. – 4. bekk og starfa við alla
grunnskóla sveitarfélagsins. Fjölbreytt tómstundastarf með hópastarfi,
smiðjum, útiveru og vali. Umsókn gildir í eitt skólaár.
Frístundaheimili
Opið fyrir skráningu fyrir skólaárið 2022-2023
Nánar á hafnarfjordur.isUmsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi
Hafnarfjörður er æði, það vitum við öll.
Notalegur bæjarbragur, nánd við hafið og
fjöldi lítilla og skemmtilegra þjónustu
fyrirtækja hafa skapað þá stemmingu um
árabil og þannig hefur þetta verið lengi.
Þegar Sædýrasafnið var og hét voru apar,
ljón og ísbirnir einkenni Hafnarfjarðar.
Síðar snérust vindar meira í átt að álfum,
hrauni og víkingum. Myndrænar tenging
ar sem þessar lifa enn í hjörtum og hugum
bæjarbúa og sýna að fleiri tækifæri verða
til þegar sköpunargáfum íbúa er flaggað.
Nú fjölgar Hafnfirðingum og bærinn
dreifir úr sér umhverfis Ásfjallið og von
er á Tækniskólanum að suðurhöfninni.
Fleiri þjónustuíbúðir aldraðra og nýtt
skipulag í Hraunahverfinu eru einnig á
dagskrá. Ekki má gleyma því að flestir
flugfarþegar sem koma til Íslands um
Leifsstöð fara í gegnum Hafnarfjörð á
leiðinni til annarra landshluta og svo
oftast á bakaleiðinni.
Með fjölgun ferðamanna og íbúa er
eðlilegt að Hafnarfjörður verði áfram
eftirsóknarverður kostur fyrir þá sem
kjósa að heimsækja bæinn eða flytja í
hann. Ferðafólk leitar gjarnan að fjöl
breytni í menningu, hönnun og listum
sem má njóta á staðnum eða kaupa og
taka með sér heim. Því er nauðsynlegt að
skoða hvernig Hafnarfjörður getur stutt
við hönnunariðnað, listir og smáverslun í
Hafnarfirði og stuðlað þar með að
áframhaldandi sérstöðu bæjarins sem
hönnunar og listabæ.
Píratar vilja efla menningar og tóm
stundastarf fyrir ungt fólk á öllum aldri og
finna upp hvata fyrir skapandi greinar
með tækifærum til að stunda hannyrðir,
hönnun og listir sem geta leitt til
áhugaverðra tækifæra fyrir bæjarbúa og
gesti. Góð byrjun væri að efna til Barna
menningarhátíðar í Hafnarfirði og tryggja
áframhaldandi rekstur Gaflaraleikhússins.
Einnig þarf bærinn að bjóða upp á
húsnæði og rými þar sem íbúum gefst
kostur á að iðka, sýna og selja sköpunar
verk sín, því slíkt mun gera Hafnarfjörð
betri til framtíðar.
Höfundar eru frambjóðendur í 3. og
10. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.
Hönnunar og lista
bær inn Hafnarfjörður
Albert Svan
Sigurðsson
Hallur
Guðmundsson
VELFERÐARSTEFNA Á
TRAUSTUM GRUNNI
Velferðarstefna jafnaðar
manna hvílir á félagslegu rétt
læti og jöfnuði. Öflug velferð ar
þjónusta er forsenda réttláts
samfélags og hún skapar ör yggi
og efnahagslegan stöðugleika.
Það skiptir máli að leggja
áherslu á þjónustu sem grund
vallist af virðingu fyrir sjálf
stæði einstaklinga og að sú
þjónustan uppfylli grunnþarfir
allra bæjarbúa.
HÚSNÆÐISMÁL ERU
VELFERÐARMÁL
Eitt af stóru verkefnunum
sem blasa við okkur eru hús
næðismál. Húsnæðis öryggi er
öllum einstaklingum og fjöl
skyldum mikilvægt enda ein
af okkar grunnþörfum að hafa
öruggt húsaskjól og því er
óhætt að segja að húsnæðismál
sé velferðarmál. Við viljum
snúa vörn í sókn og breyta því
landslagi á hús næðismarkaði
sem hefur þróast hér síðustu ár undir
forystu núverandi meirihluta Fram
sóknar og Sjálfstæðis flokks í Hafnar
firði með því að tryggja fjöl breytileika í
framboði bæði á fasteignamarkaði og
leigu mark aði á viðráðanlegum kjör um.
Við ætlum að leggja áherslu á
uppbyggingu fjölbreyttra íbúða enda
verður uppbygging nýrra lausna að
mæta þörfum allra hópa. Mikilvægt er
að huga að ungu fólki sem er að koma
sér upp sínu fyrsta hús næði og bæjar
félagið þarf að tryggja nægt framboð af
fjölbreyttum lóðum. Einnig verður að
huga sérstaklega að nýrri uppbyggingu
íbúða fyrir eldri borgara í bænum.
Við þurfum að taka höndum saman
við félög sem ekki eru rekin í hagnaðar
sjónarmiði, um uppbyggingu leiguíbúða
á viðráðanlegum kjörum. Í Hafnarfirði á
að byggjast upp öruggur leigumarkaður
samhliða fjölbreyttri uppbyggingu íbúða
fyrir ungt fólk, fjölskyldufólk, fyrstu
kaupendur, eldri borgara og annarra á
húsnæðismarkaði.
Ítarlegri upplýsingar um stefnu okkar
jafnaðarmanna má nálgast í heild sinni á
xshafnarfjordur.is
Höfundur er mannauðsstjóri og
skipar 6. sæti á lista Samfylkingar
innar í Hafnarfirði.
Við þurfum að huga vel að fólkinu
okkar það skilar sér í framtíðinni
Kolbrún
Magnúsdóttir