Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 21

Fjarðarfréttir - 04.05.2022, Blaðsíða 21
www.fjardarfrettir.is 21FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2022 BÆJARBLAÐ HAFNFIRÐINGA Hvar auglýsir þú? Þeir sem auglýsa í Fjarðarfréttum styðja við útgáfu á hafnfirskum fréttamiðli! gudni@fjardarfrettir.is | sími 896 4613 Viðreisn leggur áherslu á að ná rekstri bæjarsjóðs í jafnvægi en hann hefur verið reikinn með 1,5 milljarði tapi á ári og skv. áætlun næstu ára. Þessu þarf að breyta. Vellíðan barna, kennara og starfsfólks skóla er forgangsmál og með það í huga ætlar Viðreisn að fjölga sérfræðingum innan skólakerfisins eins og sálfræðingum, talmeinafræðingum, þroskaþjálfum og iðjuþjálfum, ásamt því að koma upp mötuneyti í öllum skólum bæjarins. Í þriðja lagi þarf að tryggja jafnt framboð lóða til langs tíma. BÆJARSTJÓRAEFNI Viðreisn vill ráða inn reynda rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. STYÐUR FLOKKURINN „SAMSTÖÐUPÓLITÍK“? Viðreisn lagði til á miðju kjörtímabili við upphaf Covid19 að bæjarstjórn tæki upp samstöðupólitík. Viðreisn stendur fyrir samtal og samvinnu og mun alltaf styðja slíkt. STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI ÓTTASTAÐA? Viðreisn hefur einn flokka vakið máls á byggingu stórskipahafnar að Óttastöðum á kjörtímabilinu. Viðreisn óskaði eftir hagrænni úttekt í júní 2019, þeirri beiðni var stungið undir stól af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Fram­ sóknarflokks. Viðreisn hefur einn ig átt í óformlegum viðræðum við eigendur Óttastaðalands. Viðreisn mun taka af skarið á nýju kjörtímabili og koma þessu hagsmunamáli Hafnar fjarðar af stað. GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Nei, Viðreisn styður stokk og talaði mikið fyrir þeim í kosningabaráttunni 2018. Viðreisn mun tala fyrir slíkum sam göngubótum áfram. TIL KJÓSENDA: Viðreisn stendur fyrir valfrelsi, gagnsæja stjórnsýslu og ábyrgan rekstur. Valdið er kjósenda þann 14. maí og við óskum eftir þinum stuðningi til að koma okkar gildum og áherslum að. Ef þú vilt sjá breytingar og hleypa ferskum hugmyndum og langtíma­ hugsun að, þá biðjum við þig um að horfa til Viðreisnar sem valkost og stuðla þannig að meiri Viðreisn. Viðreisn Jón Ingi Hákonarson oddviti Viðreisnar HELSTU STEFNUMÁL Af mörgu er að taka. Fyrst er rétt að nefna skólamálin og ráðast strax að vanda leikskólans. Tíð mannaskipti þarf að takast á við. Við viljum nýja nálgun, svo kallað hvatakerfi/stigakerfi til að bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Uppfylli starfsmaður ákveðinn stiga­ fjölda þá fær hann greiddan 13. mán­ uðinn líkt og bankamenn fengu árum saman. Í öðru lagi eru það mál sem snúa að öldruðum og þjónustu við þá. Við viljum koma upp hverfi fyrir eldri borgara á þéttingareitnum bak við Tækniskólann sem nú er. Þar verði byggðar fjölmargar litlar íbúðir ásamt þjónustukjarna. Þar verði bæði boðið uppá eignaríbúðir og búseturéttaríbúðir. Í þriðja lagi leggja fram framtíðarsýn í lóðamálum til að forðast framboðs­ sveiflur með tilheyrandi óstöðugleika í verði. Hafnarfjörður á gnótt lands. BÆJARSTJÓRAEFNI Við erum opin fyrir öllum skynsam­ legum möguleikum. STYÐUR FLOKKURINN „SAMSTÖÐUPÓLITÍK“? Nei það hefur ekki reynst vel. En samvinna minni­ og meirihluta er lykilatriði í farsælli stjórn á bænum. Hagsmunir bæjarbúa skulu ávallt ráða ferð. STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI ÓTTASTAÐA? Já, það er eitt lykilstefið í atvinnu­ málum okkar að hefja undibúning við þá framkvæmd. En það mun taka tíma. GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Já það má vel styðja það. Hinn kosturinn sem vert er að skoða er að grafa umræddan veg niður og setja í stokk. Þannig má auka byggingarland þar sem nú er stöðug bílaumferð. TIL KJÓSENDA: Á kjörtimabilinu hef ég sem bæjarfulltrúi reynt að veita meirihlutanum aðhald. Ég hef stutt öll góð mál. Þess á milli staðið fast í fæturnar sbr. söluna á eignarhlut bæjarins í HS­veitum. Það er ekki góð stjórnsýsla að selja eigur bæjarbúa til að borga reikninga. Mér þætti vænt um stuðning þinn. Miðflokkur og óháðir Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins og óháðra. HELSTU STEFNUMÁL Halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun, raunlækkun skulda og að framkvæma sem mest fyrir eigið fé. Með góðri fjármálastjórn er hægt að halda áfram að lækka álögur sem gjöld á íbúa og fyrirtæki. Þá er hægt að þjónusta íbúa af krafti. BÆJARSTJÓRAEFNI Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. STYÐUR FLOKKURINN „SAMSTÖÐUPÓLITÍK“? Sjálfstæðisflokkurinn stefnir alltaf að sem mestri samstöðu í sem flestum málum. STÓRSKIPAHÖFN Í LANDI ÓTTASTAÐA? Það er á stefnuskrá okkar að skipu­ leggja framtíðarhöfn höfuðborgar­ svæðisins í Hafnarfirði á næsta kjörtíma bili. GÖNG UNDIR SETBERGSHAMARINN Já TIL KJÓSENDA: Undir stjórn okkar Sjálfstæðismanna síðastliðin átta ár hafa fjármál bæjarins verið tekin í gegn. Við höfum staðið við loforð okkar um að koma á almennilegri fjármálastjórn, lækkað álögur og gjöld á íbúa og fyrirtæki. Um 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn. Höldum áfram á réttri braut, kjósum festu og framfarir. Kjós­ um Sjálfstæðisflokkinn áfram við stjórnvölinn í Hafnarfirði. Fyrir hönd frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkur Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins .. og fréttavefur

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.