Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 14
Os Elliðaánna hefur verið umdeildur.
framkvæmdirnar fóru tillitssamir menn, og það
svo, að fyrir það verður að færa þakkir.
En nóg um brúarsmíðina.
Laxveiðiárið 1970 í Elliðaánum verður að teljast
lélegt. Forspár svartsýnna manna um göngur í
ána rættust. Veiðin hefur fallið í stórum þrepum,
síðustu tvö árin, og það svo, að nú er hún komin
niður fyrir meðaltal áranna 1943—1967 (1135), og
komu nú á land 1003 laxar, miðað við 1333 árið
1969 og 1648 árið 1968. Hér munar á sjöunda
hundrað löxum, á aðeins tveimur árum.
Astæðurnar virðast að verulegu leyti ljósar, og
verður vikið að þeim síðar.
Veiðin fór hins vegar vel af stað. Vel veiddist
í júní, miðað við það, sem búast mátti við, og
veiðin í júlímánuði gekk einnig furðu vel, en svo
kom afturkippurinn. Ágústveiðin varð mörgum
vonbrigði, og svo var einnig um septemberveið-
ina. Skiptingin varð þannig (tölur frá 1969 og
1968 í svigum):
í júní veiddust . . 63 laxar ( 36 — 115)
í júlí veiddust . . 388 — ( 406 — 610)
í ágúst veiddust . . 357 — ( 537 —— 637)
í sept. veiddust . . 195 — ( 354 — 286)
Alls 1003 laxar (1333 — 1648)
Hafa ber þó í huga, um júníveiðina, að í fyrra
var veitt með tveimur stöngum, en nú í ár, og
1968, með þremur.
Ágústveiðin sýnir mikinn samdrátt, síðustu tvö
árin, og sama er að segja um septemberveiðina,
vem var góð í fyrra.
Meginorsök samdráttarins er ekki illt tíðarfar.
Það var betra nú en í fyrra, áin yfirleitt alltaf vel
fallin til veiða, og ekki skoluð dögum saman, eins
og kom þó fyrir, oftar en einu sinni, 1969.
Mun minni lax gekk hins vegar í ána en und-
anfarin ár, og það svo, að full ástæða er til þess
að ætla, að færri laxar hafi ekki gengið í Elliða-
árnar, um mjög langt árabil.* Veiðin sjálf er ekki
réttur mælikvarði á göngurnar, því að sennilega
hefur veiðzt hlutfallslega meira en áður, a. m. k.
á efra svæðinu — ef til vill með einni undan-
tekningu — síðan félagið fékk árnar á leigu. Um
44% af laxinum, sem gekk upp fyrir teljara, munu
hafa veiðzt. Er það mjög hátt hlutfall.
Með því að taka tillit til nokkurrar vanstilling-
ar á teljara, allra fyrst á veiðitímanum, hefur
gangan upp fyrir hann verið talin um 1400 laxar,
þannig, að heildarganga í árnar hefur í mesta
lagi verið rúmlega tvö þúsund, sem er aðeins
um helmingur af því, sem er í meðalári.
Þá er það athyglisvert, og reyndar til frekari
staðfestingar á því, hve gangan var lítil, að ekki
er hægt að tala um göngu, eftir 20. júlí. Sýnir
veiðin í Fossinum það, hvað bezt. í honum veidd-
ust — þrátt fyrir allar brúarframkvæmdir —
* Þó var 1970 mesta laxveiðiár á landinu, til þessa.
12
VEIÐIMAÐURINN