Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 14
Os Elliðaánna hefur verið umdeildur. framkvæmdirnar fóru tillitssamir menn, og það svo, að fyrir það verður að færa þakkir. En nóg um brúarsmíðina. Laxveiðiárið 1970 í Elliðaánum verður að teljast lélegt. Forspár svartsýnna manna um göngur í ána rættust. Veiðin hefur fallið í stórum þrepum, síðustu tvö árin, og það svo, að nú er hún komin niður fyrir meðaltal áranna 1943—1967 (1135), og komu nú á land 1003 laxar, miðað við 1333 árið 1969 og 1648 árið 1968. Hér munar á sjöunda hundrað löxum, á aðeins tveimur árum. Astæðurnar virðast að verulegu leyti ljósar, og verður vikið að þeim síðar. Veiðin fór hins vegar vel af stað. Vel veiddist í júní, miðað við það, sem búast mátti við, og veiðin í júlímánuði gekk einnig furðu vel, en svo kom afturkippurinn. Ágústveiðin varð mörgum vonbrigði, og svo var einnig um septemberveið- ina. Skiptingin varð þannig (tölur frá 1969 og 1968 í svigum): í júní veiddust . . 63 laxar ( 36 — 115) í júlí veiddust . . 388 — ( 406 — 610) í ágúst veiddust . . 357 — ( 537 —— 637) í sept. veiddust . . 195 — ( 354 — 286) Alls 1003 laxar (1333 — 1648) Hafa ber þó í huga, um júníveiðina, að í fyrra var veitt með tveimur stöngum, en nú í ár, og 1968, með þremur. Ágústveiðin sýnir mikinn samdrátt, síðustu tvö árin, og sama er að segja um septemberveiðina, vem var góð í fyrra. Meginorsök samdráttarins er ekki illt tíðarfar. Það var betra nú en í fyrra, áin yfirleitt alltaf vel fallin til veiða, og ekki skoluð dögum saman, eins og kom þó fyrir, oftar en einu sinni, 1969. Mun minni lax gekk hins vegar í ána en und- anfarin ár, og það svo, að full ástæða er til þess að ætla, að færri laxar hafi ekki gengið í Elliða- árnar, um mjög langt árabil.* Veiðin sjálf er ekki réttur mælikvarði á göngurnar, því að sennilega hefur veiðzt hlutfallslega meira en áður, a. m. k. á efra svæðinu — ef til vill með einni undan- tekningu — síðan félagið fékk árnar á leigu. Um 44% af laxinum, sem gekk upp fyrir teljara, munu hafa veiðzt. Er það mjög hátt hlutfall. Með því að taka tillit til nokkurrar vanstilling- ar á teljara, allra fyrst á veiðitímanum, hefur gangan upp fyrir hann verið talin um 1400 laxar, þannig, að heildarganga í árnar hefur í mesta lagi verið rúmlega tvö þúsund, sem er aðeins um helmingur af því, sem er í meðalári. Þá er það athyglisvert, og reyndar til frekari staðfestingar á því, hve gangan var lítil, að ekki er hægt að tala um göngu, eftir 20. júlí. Sýnir veiðin í Fossinum það, hvað bezt. í honum veidd- ust — þrátt fyrir allar brúarframkvæmdir — * Þó var 1970 mesta laxveiðiár á landinu, til þessa. 12 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.