Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 18
Veiðin á fríðsœlasta svœðinu, við efri ána, hefnr því miður farið minnkandi.
eins 30 laxar (61 í fyrra), og varð hann nú ekki
sú þrautalending, sem hann varð oft þá.
Kisturnar, áður stolt flugusvæðisins, gáfu nú 30
laxa, eða svipað og í fyrra (þá 29).
Um svæðið ofan Grænugrófar er það að segja,
að þar veiddust nú 54 laxar, í stað 111 í fyrra.
Er útkoman á efri hluta ánna vissulega ekki
gleðiefni flugumönnum, en þó er hún raunveru-
lega ekki verri en efni standa til, þegar haft er
í huga, að laxleysi var í ánum, og hlýtur það að
segja til sín á efsta svæði ánna, ekki síður en
annars staðar, og ef til vill miklu frekar þar.
Alls veiddust 38 laxar, stærri en 10 pund, og
reyndist sá stærsti 17 pund, veiddur 15. september
af Ólafi Karlssyni, á flugu, í Efri-Móhyl.
Um 3,8% veiðinnar var 10 pund og yfir, og er
hlutfallið svipað og í fyrra, en skiptingin nú og
þá á vænu veiðinni er þann
g;
10 pund .... 19 (21)
11 — .... 8 (11)
12 — .... 7 (13)
13 — .... 1 ( 3)
14 — .... 1 ( 2)
15 — . . . . 1 ( 2)
16 — . . . . 0 ( 1)
17 — .... 1 (0)
ing í hænga og hrygnur var þannig:
Hrygnur . ... 603 (770)
Hængar ... 400 (556)
Alls 1003
Fluguveiðin á þessu sumri var 20,8 af hundraði,
eða um 2 af hundraði lægri en undanfarin tvö ár.
Að þessu sinni gætti óvenjulegrar, og leiðinlegrar,
ónákvæmni manna við að tilgreina flugugerðir,
og reyndar stærðir Hka, svo að ekki verður gert
yfirlit yfir veiðni flugnanna, því að það myndi
ekki gefa rétta mynd. Vonandi verður veiðibókin
betur færð, að þessu leyti, framvegis, því að vissu-
lega kann mönnum að vera að því góður leiðar-
vísir að sjá, hvaða flugur duga bezt; og samvizku-
samleg tilgreining veðurs gæti veitt upplýsingar,
sem mikið mætti vinna úr, og má í því sambandi
benda á, að vatnshitamælingar eru gerðar dag-
lega á Elliðaánum.
Vafalaust eru þetta lengstu skrif um veiðamar
í Elliðaánum, sem enn hafa birzt. Verður að af-
saka það með því, að í sumar varð mönnum
sennilega enn Ijósara en nokkru sinni áður, að
sífelldri vöku þarf að halda yfir ánum, og velferð
þeirra. Margt hefur verið vel unnið af yfirvalda
borgarinnar hálfu, síðustu árin, þótt minna hafi ef
til vill borið á því en brúarsmíðinni. Á ég hér fyrst
og fremst við mengunarmálin, og önnur atriði,
sem ekki hafa enn verið dregin fram í dagsljósið.
Hins vegar er margt annað mikið íhugunarefni,
og þá ekki sízt laxastofninn sjálfur, eins og rakið
hefur verið hér að framan. Meðal annars í þeirri
von, að það, sem þar er sagt, verði til þess að ýta
undir Elliðaárveiðimenn, félagsmenn og aðra
áhugamenn um árnar, til þess að vinna að nýju
átaki í ræktunarmálum þeirra, hefur svo mörgum
orðum verið 'eytt, að þessu sinni.
Öllum hinum atriðunum, sem svo mörgum eru
ofarlega í huga um árnar, gefst vonandi tækifæri
til þess að gera skil hér, í næstu heftum, og þá á
þann veg, að mönnum þyki nokkur upplyfting í.
’ A. I.
16
VEIÐIMAÐURINN