Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 19

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 19
Náttúruvernd: AÐ VERNDA VATN Vatnsmengun hefur mikið verið til umræðu, að undanförnu, og hafa skrif manna og umræður um þá hættu, sem í henni felst, verið jákvæð; varað hefur verið við vatnsmengun, og hvatt til að- gerða til þess að koma í veg fyrir hana, eða vinna á henni bug, þar sem hennar er þegar farið að gæta. Þótt athyglisvert afmengunarátak sé hafið við eina íslenzka á, er þó ekki hægt að ræða um markvissa baráttu hérlendis gegn þessum vágesti, hvorki til þess að fyrirbyggja komu hans eða kveða hann niður, hvort sem er í neyzluvatni eða veiðivötnum. Á því leikur þó enginn vafi, að tímabært er að taka þessa hlið mengunarmálanna til mjög gaum- gæfilegrar athugunar. Ljóst er, að við tvö af stærstu vatnasvæðum landsins er á nokkrum stöð- um pottur brotinn. Þar eiga bæði einkaaðilar og opinberir hlut að máli. Dæmi má og sækja annað. Eins og er, verður ekki mjög kostnaðarsamt að stöðva mengunina. Hins vegar kann vel að vera, að einhver opinber aðstoð þurfi til að koma, en þar yrði um að ræða arðbæra fjárfestingu, sem marka myndi spor í rétta átt. Eru hér meðal annars höfð í huga þrjú kauptún, sem ef til vill er bæði óraunhæft og óréttlátt að bæti, að öllu fyrir eigin reikning, úr vandræðaástandi, sem er þó ekki til komið fyrir vísvitandi tilverknað, held- ur langa, hægfara þróun, sem festi rætur á þeim tíma, er vatnsmengun var yfirleitt ekki til um- ræðu hér á landi. Þótt mengunarmálin hafi þannig lítið verið til umræðu, fvrr en á síðustu tveimur, þremur árum, þá hefur þó lengi verið til löggjöf um óhreinkun vatna. Reyndar er hún komin svo til ára sinna, að hún er að mestu fallin í gleymsku, og fæstir veita því athygli, að hún er til. Hér er átt við vatna- lögin, frá 20. júní 1923. Einn kafli þeirra, sá IX., fjallar um vatnsmengun. Hann er þó ekki langur, aðeins þrjátíu og ein lína, og er skipt í þrjár grein- ar. Þótt langorður sé þessi kafli því ekki, er ekki þar með sagt, að hann sé ekki athyglisverður. í honum er að finna nokkur grundvallaratriði, sem eru í fullu gildi, enn þann dag í dag. Þar sem nær fimmtíu ár eru nú liðin, síðan umrædd lög voru sett, má þó ljóst vera, að vart verður lengur hjá því komizt að endurskoða þennan hluta vatnalaganna. Sú endurskoðun þarf þó alls ekki að fela í sér neina breytingu á ákveðn- 17 VEIÐIMAÐURIN.N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.