Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 25

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 25
 Siggi fer bráðum, en Sæmi er farinn; sams konar leiðangur halda þeir í. Lokkar þá sólin og söngfuglaskarinn, silungar, laxar og veröldin hlý. Síkátur veðurguð lánar þeim ljóma, og leiðir þá rakleitt í draumaheim sinn. „Bar’ að ’ann taki nú“, heyrist þeim hljóma, handan úr blænum, sem leikur við kinn. Og ljóst er á öllu, að ósk þeirra rætist, því örlítill gári um dalverpið fer. Svipurinn hýrnar og hugurinn kætist, og hamingjusólin á loftinu er. Já, svona er gaman, í sinni að eiga, sálrænar myndir, við hyldjúpin blá; að láta sig dreyma um veiðguðs veiga, sem vordísin skenkir þeim, niður við á. Og heiðanna lendur í hyllingum blána, við himinsins eilífu purpuraglóð. En ég sit hér heima, með hugann við ána, og horfi í ljósgylltan minningasjóð. Guðmundur Valur Sigurðsson. VEIÐIMAÐURINN 23

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.