Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 27

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 27
LAGARFOSS iaxgengur Stjóm Veiðifélags Fljótsdalshéraðs, fyrir hönd þess og landeigenda, er veiðirétt eiga að vatna- hverfi félagsins, Sveinn Jónsson, stjórnarformaður, bóndi að Egilsstöðum, í samningi þessum leigu- sali, og Stangaveiðifélag Reykjavíkur, fyrir hönd þess Axel Aspelund, stjómarformaður S.V.F.R., og Barði Friðriksson, hæstaréttarlögmaður, Kjartans- götu 8, Reykjavík, samkvæmt sérstöku umboði stjómar félagsins, í samningi þessum leigutaki, gera í dag með sér eftirfarandi samning um fiski- ræktarframkvæmdir og veiðiréttindi í umræddu vatnahverfi. Leigusali selur leigutaka á leigu til næstu 10 ára, frá 1. janúar 1971 til 31. desember 1980 að telja, vatnahverfi félagsins, sem er Jökulsá á Dal og Lagarfljót og Jökulsá í Fljótsdal, með þver- ánum Eyvindará, Grímsá að virkjun, þar til laxa- stigi hefur verið byggður, en frá þeim tíma alla ána, Gilsá, Keldnaá, Bessastaðaá, Hengifossá, Hrafnagerðisá, Ormarsstaðará, Þorleifará, Rangá, Laxá, Fossá og Kaldá, ásamt öðram smærri berg- vatnsám og þverám, er tilheyra vatnahverfinu. Þannig hljóðar upphaf samnings þess, sem Veiðifélag Fljótsdalshéraðs og Stangaveiðifélag Reykjavíkur gerðu með sér, 6. september síðast- liðinn. Er þar með hafinn nýr kafli í fiskræktar- sögu S.V.F.R., en nýtt upphaf orðið á gömlu baráttumáli Fljótsdælinga, sem áður hefur verið unnið að framkvæmd á; en saga hugsjónarinnar um ræktun Lagarfljótssvæðisins er þó miklu lengri. 24 í bréfi, sem skrifað var í háskólabænum Cam- bridge, á Englandi, 28. maí, árið 1877, til Tryggva Gunnarssonar, kaupstjóra, segir svo, meðal annars: „. . . . En ég vil verja fénu til þess að koma upp laxveiði í Lagarfljóti, fyrir ofan foss. Ég vil sprengja fram bográs, öðru hvom megin fossins, þar sem hægara þykir, svo jafnt aðlíðandi, að allur lax geti gengið hana. Ég vil hafa hana 100 feta breiða, ef hægt er fyrir efnum; svo djúpa, að hún hafi aldrei minna en 3 feta vatn í sér. Síðan, er rennan er búin, vil ég færa niður á hentugan VEIÐIMAÐURINN stað í Lagarfljóti, afgirtum og óhultum fyrir sand- kasti í botni af ofstreymi, ein 50.000 laxaegg, og býst við, að á svo sem sjö ára tímabili verði Lagar- fljót hið mesta laxvatn eitt í Norðurálfunni, og all- ar ár á Héraði laxár. Hvað segir þú til þessa?“ Höfundur þessa bréfs, sem ritað var fyrir rúm- um níutíu árum, var íslandsvinurinn Eiríkur Magnússon, bókavörður í Cambridge, sá, sem kom löndmn sínum til hjálpar í þrengingunum miklu á miðjum áttunda tug síðustu aldar, með mikilli fjársöfnun á Bretlandseyjum. Það starf var VEIÐIMAÐURINN að mörgu leyti vanþakkað af skammsýnum emb- ættismönnum, og eigingjörnum, dönskum kaup- mönnum. Féð, sem Eiríkur vék að í bréfinu til Tryggva vinar síns Gunarssonar, var umframfé söfnunarinnar, sem Eiríkur stóð að á Bretlands- evjum. En hvernig stendur þá á því, að nú, á því herr- ans ári 1970, tæpri öld eftir að umrætt bréf varð til í skrifkammeri Eiríks, bókavarðar, suður í Cambridge, skuli Lagarfljót „hið mesta laxvatn eitt í Norðurálfunni", enn vera laxlaust ofan foss? 25

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.