Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 30

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 30
fev Sumarkyrrð. son, skjalavörður, en í grein, sem hann ritaði um Lagarfljótið, í Lesbók Morgunblaðsins, fyrir nokkrum árum, bendir hann á margt athyglisvert. Kjartan segir meðal annars svo: „Fljótsdalshérað er ein fegursta og víðlendnasta sveit þessa lands. Hún er yfir 25 km á breidd, milli fjalla við Hér- aðsflóa. En frá sjó og upp að Leginum munu vera um 50 km. Nálega allt þetta land er með frjó- sömum jarðvegi, og vafið í gróðri. Ofar í daln- um er hinn glæsilegasti skógur hérlendis. Það mun létta allan kostnað við klak, og flýta fvrir árangri, að allmikil laxveiði er í fljótinu fyrir neðan foss. Þegar nýtízku laxastigi hefði verið reistur á þessum slóðum, vrði laxinum ekki skota- skuld úr frekari göngu, því að svo hagar þama til, að hvergi annars staðar á Iandi voru er hægt að fara um 80 km, þvert upp frá sjó, án þess að komast í meira en 21 m hæð, ef vötnum er fylgt, en sú er hæð Lagarfljóts yfir sjávarmáli. Það er ekkert smávegis vatnasvæði, sem opnast mvndi við laxastiga í Lagarfljóti. Island yrði meira en 10 laxveiðiám rfkara. Allt eru þetta bergvatns- ár, að Jökulsá í Fljótsdal einni undanskilinni, en hún rennur fyrir botni dalsins, en auk þess hafa sumar þeirra hliðarár. Þarna yrði sannarlega um marga hrygningarstaði að velja fyrir laxinn. Á þessum slóðum eru auk þess mörg vötn með af- rennsli í Lagarfljót, sem sum, að minnsta kosti, gætu orðið laxgeng. í nokkrum þessara vatna er þegar ágæt silungsveiði.“ Lýsing Kjartans felur margt í sér, þegar að er gáð, en höfuðatriðið er að sjálfsögðu, að nú hefur tekizt samstarf Veiðifélags Fljótsdalshéraðs og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um ræktun mesta vatnasvæðis á Islandi, og, að orkumálaráðherra hefur heitið veiðiréttareigendum því, að lax- gengur stigi verði kominn í Lagarfoss, þegar á næsta ári. Um önnur ákvæði samningsins er rétt að taka fram, að 7. grein hans kveður á um, að eftir gildis- töku hans sé óheimilt að nýta umsamið veiði- hverfi, nema til stangaveiði. Þá er í 9. grein kveðið á um forleigurétt leigutaka, og þá eigi skemur en til 5 ára. Það hlýtur að vera öllum áhugamönnum um framgang fiskiræktarmálanna og stangaveiðinnar mikið ánægjuefni, og raunar ærin ástæða til nokk- urrar þakkargjörðar, að nú, á þeim tímum, er áhugabræður þeirra erlendis berjast harðri bar- áttu fyrir tilveru fiskistofna frægustu ánna þar, skuli stærsta vatnasvæði landsins, ómengað og í einni fegurstu og veðursælustu sveitinni, bíða ræktunar. Slík tækifæri bjóðast ekki lengur í öðrum lönd- um. A. I. 28 VEIÐIMAÐ URI N N

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.