Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 31
Laxrækt
vestan hafs
Bandaríkjaforseti fœr fyrsta laxinn, sem dreginn er í Maine,
á vorin.
það. Dýrin neyðast til þess að deila með mannin-
um þessari plánetu, jörðinni, sem tekur nú svo
hröðum breytingum. Fáir okkar, sem hér eru
staddir, em hingað komnir, sakir ágóðavonar eða
í viðskiptaerindum.
Þeir, sem fyrstir komu til Norður-Ameríku,
fundu gnægð af laxi, og öðrum göngufiski. í
Ríkið Maine, á austurströnd Bandaríkj-
anna, er eina heimkynni bandaríska Atlants-
hafslaxins, en þar er nú verið að gera mikið
átak til þess að hefja Iaxinn á ný til vegs og
virðingar, þótt heimkynni hans, árnar, hafi
verið þar illa leiknar.
Gífurlegum fjármunum hefur verið varið
til þessa endurreisnarstarfs. Greinin, sem
fer hér á eftir, er erindi, sem Alfred L.
Meister, aðallíffræðingur Atlantshafslax-
nefndarinnar, svonefndu, í Maine, flutti á
ráðstefnu, sem samtökin „Atlantic Salmon
Association“ héldu í London, í apríl 1969.
Greinin gefur góða hugmynd um afstöðu
og starf þeirra manna, sem berjast nú fyrir
viðhaldi bandaríska laxastofnsins á austur-
ströndinni.
Saga meginlandanna okkar, og þróun úthafs-
veiðanna, sýna okkur, að enginn einn maður, þjóð
eða meginland getur treyst því, að laxinn haldi
áfram að ganga í heimaár sínar, um aldur og ævi.
Þrátt fyrir þessa staðreynd, gefum við ekki gaum
viðvörunum liðins tíma, staðreyndum nútímans
og því, sem framtíðin kann að bera í skauti sér.
Eg geri mér grein fyrir því, að ég kann að
virðast svartsýnismaður á geimferðaöld. Þó trúi
ég því statt og stöðugt, að manninum þyki enn
vænt um fjölbreytilegt dýralíf jarðarinnar, og virði
VEIÐIMAÐURIMN
29