Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 33

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 33
SfivSn «a >v?ií; Vt» <.^v>.y Wt*'^Vvr" *i • §*Sff|p '■■■'i? .'*Y*r7v v*. t’í . "'íJtí.-. ■ ■.£>■'* urinn til hvers konar veiða sé „Guðs gjöf“, gat ekki hjá því farið, að menn krefðust þess, að eitt- hvað yrði gert til þess að auka laxagöngurnar. Atlantshafslaxnefndin stofnuð Þessi krafa almennings náði hámarki í Maine, er þar var stofnuð, árið 1947, með lagasetningu, Atlantshafslaxnefndin (Atlantic Sea Run Salmon Association). Nefndinni var formlega falin yfir- stjórn veiði- og laxræktarmála í ríkinu, og þannig starfar nefndin, enn í dag. Við ýmsa erfiðleika hefur verið að etja, einkum fjárhagslegs eðlis, og aðrir munu gera vart við sig, en stefnan hefur verið mörkuð, og árangur hefur náðzt. í nefndinni sitja þrír menn: Veiðimálastjóri (ár og vötn), fiskimálastjóri (strand- og sjávarveiðar) og þriðji maður, sem tilnefndur er af ríkisstjór- anum. Nefndin hefur vald til þess að setja reglur, og reglugerðir, og stjórnar því þeirri áætlun, sem gerð hefur verið. Árið 1948 var gerður samningur milli einnar deildar ríkisins (U. S. Fish and Wild- life Service), háskólans í Maine, Veiðimálanefnd- ar Maine og Atlantshafslaxnefndarinnar. Samning- urinn var endurnýjaður og endurskoðaður árin 1951, 1952 og 1961, og kveður hann á um verkefni ofannefndra aðila. Rannsóknarnefnd, sem í sitja vísindamenn frá þessum aðilum, markar nú stefnu þá, sem fylgt er, til þess að auka laxagöngur í Maine, og stjórna veiðum þar. Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar var að stöðva alla netaveiði í og við ósa laxveiðiánna, og engum stangaveiðimanni var leyft að veiða meira en tvo laxa á dag. Þegar hættan, sem fólst í ofyrkjunni, var ekki lengur til, var hafizt handa um skrásetn- ingu og lýsingu vatna í Maine-ríki. Þetta var mik- ið verkefni, því að ríkið er 32.560 fermílur (1 míla = 1609 m.) að stærð, en þar af þekja vötn og ár 1.447 fermílur. í Maine eru 2.500 stöðuvötn, og tjarnir, sem eru meira en 10 ekrur að flatarmáli, og 51 af þessum vötnum eru stærri en 10 fermílur. Nú er lokið könnun 90 hundraðshluta vatnasvæðanna, og gef- in hafa verið út 1.500 kort, og áætlanir, sem al- menningur getur kynnt sér. Af 41 vatnasvæði, sem voru í beinum tengslum við sjó, var í upphafi lax í 36. Árið 1949 var sú tala aðeins níu, og veiði var þá aðeins hægt að stunda í fimm ám. Þegar vatnalýsingunum var lokið, og nauðsyn- legar upplýsingar voru fyrir hendi, var hafizt handa. Gerð var áætlun, sem miðaði að mörgu í senn. Mannvirkjum, sem hindruðu göngur, þurfti að ryðja úr vegi, laxastigar voru gerðir og reynt var að rétta við þverrandi laxastofna, með aðflutt- um seiðum. Brátt fjölgaði þeim ám um þrjár, þar sem hægt var að stunda laxveiði á stöng. Meðal- VEIÐIMAÐURINN 31

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.