Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 35
í Ijós kom, að sumargömul seiði (mitt sumar)
reyndust tíu af hundraði af hrognafjölda. Hins
vegar náðu 45 af hundraði sumargömlu seiðanna
því að verða ársgömul; en rúmlega fimm af
hundraði (5,3) sumargamalla seiða talin ná göngu-
seiðastærð. Endurheimtur gönguseiða voru þrír af
hundraði.
1958 var þessum rannsóknum hætt. Er megin-
hluta árrannsóknanna var lokið, var athyglinni
beint að Narraguagus-ánni, og hafin smíði seiða-
teljara við ósinn á Beddingtonvatni. Undanfarinn
áratug höfum við stundað megnið af rannsóknum
okkar á þessu vatnasvæði, sem er um 214 fer-
mílur að flatarmáli.
Teljarinn, sem er rúmlega hundrað metra langt
mannvirki, er við ós vatns, sem er 404 ekrur. Með
þessu tæki, og öðrum, getum við fylgzt með göng-
um fisks í báðar áttir. fsa leysir venjulega á Bedd-
ingtonvatni 19. apríl, og aðalniðurgöngutími seiða
er önnur eða þriðja vika í maí. Niðurgönguseiðin
hafa verið talin og mæld, svo og aldursgreind. Á
árunum frá 1960 til 1966 reyndust tveggja ára
gömul gönguseiði vera í miklum meirihluta, og
reyndist meðallengd þeirra (2ja ára) vera frá 16.6
sm í 18.2 sm. Þriggja ára gönguseiði reyndust
vera 18.5 til 19.8 sm. Hlutfall tveggja ára seið-
anna af heildarfjöldanum reyndist frá 60.3 af
hundraði í 90.6 af hundraði, en meðaltal rann-
sóknartímabilsins reyndist 79.4 af hundraði.
Þriggja ára seiði reyndust 19.2 af hundraði þess,
sem þá var ótalið.
Er seiðin komu að teljaranum við ósinn, vom
þau klædd góðum göngubúningi, en hins vegar
virtist það taka hluta seiðanna langan tíma að
ganga um stöðuvatnið. Sá hluti kom í teljarann,
er langt var liðið á niðurgöngutímann, og reyndist
um fleiri seiði að ræða en talið hafði verið, í
fyrstu.
Á árunum 1961 til 1965, vom gönguseiði talin,
er þau komu úr þveránum, og gengu niður í
vatnið. Voru seiðin uggaklippt, svo að þau þekkt-
ust síðar. Þannig mátti fylgjast með ferðum þeirra.
Flest seiðanna fóru um vatnið, sem er 2.5 mílur
á lengd, með hálfrar mílu hraða á dag. Umferðar-
tími einstakra seiða var hins vegar frá 1 og upp í
24 dagar. Lítil breyting varð á umferðartímanum,
frá ári til árs, og um 95 af hundraði seiðanna hafði
farið um vatnið allt, á 10 til 12 dögum.
Mun færri seiði virtust lifa af ferðina um vatnið
en gert hafði verið ráð fyrir. Sjaldan lifðu fleiri
merkt seiði af ferðina en 30 af hundraði. Rekja
mátti um helming „dauðsfallanna“ til merking-
anna, en hitt þarfnaðist frekari rannsóknar. í ljós
kom, að megnið af öðrum seiðum, sem fórust,
urðu óvinum sínum að bráð.
Eðli laxagangnanna
Brátt kom í ljós, að gera varð sérstakar ráðstaf-
anir til þess að kanna aldur göngulaxins. Er gerð
var lág stífla í ána, nokkru fyrir ofan ósinn, gafst
tæikfæri til þess að skoða mikinn hluta göngunn-
ar. Gildru var komið þarna fyrir, í maí 1962, og
hefur hún verið notuð síðan. Virðist svo sem um
60 af hundraði laxins, sem gengur, fari í gildruna,
en það, sem umfram er, gengur um afrennslis-
fall stíflunnar, þegar vatnshæð er mikil. Allur lax-
inn, sem skoðaður er, er merktur, áður en hann
heldur áfram göngu sinni.
VEIÐIMAÐURINN
33