Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 36
í ljós hefur komið, að um 91,6 af hundraði
göngufisksins er að koma til hrygningar í fyrsta
skipti. í þeim hópi hefur aðeins 1.22 af hundraði
laxins reynzt smálax. Laxar, sem eru að koma til
hrygningar í annað skipti, eða oftar, hafa reynzt
5.1 til 13.3 af hundraði, eða 9.0 af hundraði að
meðaltali. í þeim hópi er mest (um 88 af hundraði)
af laxi, sem er að koma til hrygningar í annað
sinn.
í Ijós kom einnig, að 82.62 af hundraði laxins,
hafði gengið til sjávar (gönguseiði) tveggja ára
gamall. 41.24 af hundraði reyndust vera hængar,
eða hlutfallið milli hænga og hrygna 1:1.43.
Með merkingum laxins var hægt að gera sér
grein fyrir gönguhraða hans í ánni, því að hann
var svo skoðaður á ný, er hann kom að teljaran-
um við ós Beddingtonvatns, um 40 km. ofar.
Margir fiskanna voru nokkra mánuði á leiðinni,
en einstakir fóru um alla ána á fimm dögum.
Loks var fylgzt með því, hve mikill hluti laxins
lifði af hrygningu, og veturinn, í ánni. Niður-
göngulaxinn var talinn í ósnum, og reyndist
fimmti hver lax hafa drepizt.
Lax úr eldisstöðvum
Laxræktunaráætlun Maine byggir að mjög
miklu leyti á notkun seiða, sem alin eru í stöðv-
um. Með því að fylgjast með göngum, er reynt að
ákvarða, hve mörgum seiðum þarf að sleppa,
hverju sinni.
Aðaleldisstöðin er í East Orland, þótt aðrar
séu reknar.
Aðferðir við fiskirækt hafa stórbatnað, á síðustu
tveimur áratugum. A miðjum sjötta áratugnum
var megninu af seiðum sleppt í ámar á haustin,
áður en vötn lagði. Hér var um að ræða seiði af
þeirri stærð, sem svaraði til 182 í hverju pundi
(enskt pund = 453 gr.) og allt að 45.9 í pundi.
Árangurinn varð ekki góður. Eldisaðstæður bötn-
uðu, en um 1960 voru enn um 18.8 til 69 seiði í
pundinu. Endurheimtur bötnuðu, en v(iru þó ekki
nægilega góðar.
Farið var að nota jafnheitt vatn, og það flýtti
fyrir því, að hrognin klektust út, og lengdi því
eldistímann. Þannig tókst að stækka seiðin, unz
18 til 9.7 reyndust vera í hverju pundi.
Endurheimtur bötnuðu, en fiskurinn, sem sneri
aftur, var ekki af þeirri stærð, sem æskilegur
þykir til stangaveiði. Þá var horfið að því ráði að
rækta stofna einstakra áa. Jafnframt var ákveðið
að ala upp tveggja ára gömul gönguseiði.
Á þennan hátt tókst að draga mjög úr endur-
heimtum á smálaxi, og fiskurinn varð eftirsóttari
til stangaveiði.
Frekari útreikningar leiddu í ljós, að laxinn,
sem endurheimtist (af seiðum öldum í stöðvum),
reyndist kominn af seiðum, sem voru frá 15.7 til
26 sm löng, er þau gengu til sjávar. Tæpir 4 af
af hundraði laxins, sem endurheimtist, var kom-
inn af gönguseiðum, sem voru 17.8 sm, eða styttri,
er þau gengu í sjó.
Uggaklippt seiði, sem sleppt var á árunum 1962
til 1965, endurheimtust illa, eða aðeins 0.03 til
0.44 af hundraði. 83 af hundraði af því, sem þann-
ig endurheimtist, var síðgenginn smálax. Þegar
tekið var að ala tveggja ára gömul seiði, undan
einstökum árstofnum, jukust endurheimturnar, og
hlutföllin milli stórlax og smálax gerbreyttust. Nú
eru um 80.6 af hundraði laxins tveggja vetra fisk-
ur í sjó, og sérstaklega ber að nefna niðurstöður
ræktunar í Narraguagus-ánni. Árið 1968 var 47
af hundraði af veiddum fiski í ánni kominn af
tveggja vetra gönguseiðum, stöðvaröldum, sem
sleppt var í ána 1966.
í ár (1969) verður sleppt tveggja ára seiðum,
svo stórum, að 3—4 fylla pundið, og eru þau öll
af árstofninum.
N
Fuglar, og aðrir óvinir laxins
Ásókn óvina í náttúrunni, það er annarra dýra,
er óhjákvæmilegt fyrirbæri. Rannsóknir hafa leitt
í ljós, að gedda (Esox Niger) og skarfur (Phalo-
crocorax auritus) eru hættulegustu óvinir seið-
anna.
Geddan er mjög aðgangshörð við gönguseiði, er
þau fara um ár og vötn, á leið til sjávar. Allt að
sjö slík seiði (15 til 20 sm löng) hafa fundizt í
einum geddumaga, og allt að 4 í geddu, sem var
sjálf aðeins 35 sm löng. Tuttugu og einn af hundr-
aði þeirra gedda ,sem veiddust í Beddingtonvatni,
á þeim tíma, er gönguseiðin fóru þar um, voru
með seiði í maga. Má telja, að geddunni megi
34
VEIÐIMAÐURINN