Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 37
Góð dagsveiði. kenna um nær helming þess gönguseiðadauða, sem verður á þessu stigi. Arið 1966 kom greinilega í ljós, að skarfurinn var laxaseiðum hættulegur, er þau voru komin í sjó út, við Machias-flóa. Hafa frekari rannsóknir á seiðaáti skarfsins verið gerðar. I 42 af hundraði þeirra skarfa, sem leituðu sér ætis við ána, fundust laxaseiði, eða laxamerki. Rannsóknir við árósinn sýndu, að 11 af hundraði skarfanna höfðu merki að geyma, og athyglisvert er, að í einum skarfamaga fundust 55 merki. Reglubundnar heimsóknir í skarfabyggðir, í nágrenni árinnar, leiddu í ljós mörg merki í hreiðrum, og alls hafa til þessa dags fundizt 6.081 merki í skörfum, og byggðum þeirra, við Machias- flóa.* Með því að merkja gönguseiðin með númeruð- um merkjum, eftir seiðastærð, og með nákvæmri skráningu, hefur mátt afla frekari upplýsinga. Lítum á dæmi; 10.000 seiði, sem merkt voru vorið 1967. Er seiðunum var sleppt, voru þau frá 14.5 til 26 sm löng. Með vissu er vitað til þess, að 10.35 af hundraði seiðanna urðu óvinum sínum í nátt- úrunni að bráð. Þegar miðað er við lengd seið- anna, kemur í ljós, að afföllin í einstökum lengd- arflokkum eru frá 4.4 af hundraði til 13.6. Frekari athuganir leiddu í ljós, að afföllin voru í beinu hlutfalli við seiðamagnið, sem sleppt var, en jafnframt varð ljóst, að seiði, sem voru yfir 20 sm löng, urðu fuglum og fiskum síður að bráð en minni seiði. Margt annað athyglisvert kom í ljós. Seiði af sama stofni, sem alin voru, merkt og sleppt við sams konar aðstæður, í tvær ár, sem eru í fjörutíu og fimm kílómetra fjarlægð, gáfu ólíkar endur- heimtur. Seiði, sem sleppt var, þar sem óvinir voru ekki fyrir hendi í náttúrunni, gáfu endurheimtur, sem námu um einum af hundraði, en seiði, sem sleppt var, þar sem skarfurinn herjaði þau, gáfu aðeins einn fjórða af hundraði í endurheimtur. Merkingar á göngulaxi leiddu í 1 jós, hvernig niðurgöngulaxi reiddi af, og hvernig göngum hans * Athyglisvert væri, ef gerðar yrðu rannsóknir á því hvaða fuglategundir eru skeinuhættastar ís- lenzkum gönguseiðum, og í hve ríkum mæli. í sjónum er hagað. Frá árinu 1962 til ársins 1965 voru notuð merki, sem leiddu til þess, að um helmingur merkta fisksins drapst. Þau merki, sem hafa endurheimzt við veiðar í sjó, og við veiðar í heimaánum, gefa endurheimtur, sem nema frá 2.9 af hundraði til 5.8. 1966 voru tekin upp ný merki af Carlin-gerð, sem voru notuð bæði til merkinga á gönguseið- um og fullorðnum laxi. Þá jukust endurheimtur merkts fisks, og náðu stöku sinnum um 10 af hundraði. Athyglisvert er, að stundum endur- heimtust jafn mörg merki við sjávarveiðar eins og í ánum sjálfum. Þannig fengust við veiðar í sjó merki af 32 niðurgöngulöxum, en í heimaán- um fundust 34 slík merki.* * Netaveiði er stunduð á St. Lawrence-flóa. VEIÐIMAÐURINN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.